Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Síða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Síða 25
GAMALT OG NÝTT MÆTIST Í SKUGGA Ú tsýnið af níundu hæðinni í Skuggahverfinu er með því betra í bænum. Út um stofuglugg- ann blasir Esjan við og úfinn sjórinn, Harp- an og skipaumferð. Borgin er á iði. Túristar eru eins og maurar við Sólfarið þrátt fyrir rokið. „Stærsti kostur íbúðarinnar er þetta útsýni, að geta horft yfir Esjuna og flóann og Hallgrímskirkju,“ segir Ragnhildur. Bland af íslensku, dönsku og bresku Húsgögnin eru ættuð úr ýmsum áttum. Blandað er sam- an gamalli íslenskri hönnun, breskri antík og nýjum dönskum húsgögnum eftir gamla meistara. „Þetta er Skemmtilegt er að blanda saman gömlu og nýju eins og hér er gert á gestabaði. Myndir af barnabörnunum eru víða um íbúðina. Hallgrímskirkja blasir við. Dönsk hönnun er allsráðandi í betri stofunni. Útsýnið það besta Í EINU HÆSTA HÚSI ÍSLANDS HEFUR LÖGFRÆÐINGURINN RAGNHILDUR BENEDIKTS- DÓTTIR KOMIÐ SÉR VEL FYRIR. HÚN HEFUR SMEKK FYRIR DÖNSKUM HÚSGÖGNUM OG GÖMLUM HLUTUM OG BLANDAR ÞESSU SAMAN Á SKEMMTILEGAN HÁTT. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is eiginlega hrærigrautur, ekki beint einn stíll,“ segir Ragnhildur sem hefur gaman af því að blanda saman gömlu og nýju. Hún segir litla eldhúskrókinn vera einn uppáhaldsstaðinn sinn. „Þar sit ég alltaf og drekk morg- unkaffið mitt og les blöðin,“ segir hún og nýtur þess að horfa yfir gamla bæinn á meðan hún sýpur á kaffinu. Nokkrir hlutir eru í uppáhaldi. „Mér þykir voða vænt um gamalt teborð sem ég erfði eftir tengdamömmu og ég hugsa oft til hennar þegar ég horfi á það. Einnig er gömul mynd eftir Eirík Smith í sérlegu uppáhaldi af því hún var á mínu æskuheimili. Myndina keyptu foreldrar mínir í kringum 1950 og hefur hún fylgt mér alla tíð,“ segir Ragnhildur. Svefnherbergið er látlaust og þægilegt, eins og vera ber. Það er notalegt að setjst út á svalirnar sem eru stórar og rúmgóðar. 6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 CARDINAL Sjónvarpssófi 3s með niðurfellanlegu borði í miðju. Svart leður á slitflötum. Stærð: 220 x 100 x 102 cm PINNACLE La-Z-Boy sjónvarpssófi með niðurfellanlegu borði. Klæddur leðri á slitflötum og til í brúnum og svörtum lit. Stærð: 210 × 95 × 105 cm 349.990 kr. 449.990 kr. 349.990 kr. 479.990 kr. Líklega besta sæti í heimi!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.