Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Page 31
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Bókasöfn eru jafnan skemmtilegir staðir fyrir fjölskylduna þar
sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bókasafnsdagurinn
verður haldinn í fimmta sinn þriðjudaginn 8. september til að
vekja athygli á mikilvægi bókasafna og upplýsingamiðstöðva.
Farðu á bókasafnið* Ef æskan bregst þeirri ættjörð semhenni var gefin er ekkert í heiminumtil sem bjargar því landi.
Guðmundur Böðvarsson – Í Bifröst
Fjölskyldumeðlimir eru: Elín Esther Magnúsdóttir,
dagskrárstjóri Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni,
Helen Garðarsdóttir, móttökustjóri í Frost og Funa,
Hveragerði, og Eldar Elí Helenarson, tveggja ára.
Þátturinn sem allir geta horft á? Líklega er sam-
anlögð ánægja allra fjölskyldumeðlima mest þegar
við horfum á Kung Fu-pöndu. Eldar hefur haldið
mikið upp á þá þætti síðasta árið og við göml-
urnar höfum gaman af húmornum í þeim. Has-
arinn í þáttunum er reyndar að aukast dálítið og
litli maðurinn verður stundum of hræddur til að
horfa. Þessa dagana fer skjátími hans því
frekar sitt á hvað í Dýrin í Hálsaskógi eða
Monsters vs. Aliens.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum?
Við getum sameinast yfir góðu kjöti, nán-
ast af hvaða dýri sem er, en gott lamb
slær öllu við. Drengurinn hefur einfaldan
matarsmekk og vill bara kjöt og sósu, en
við reynum að lauma smá fjölbreytni í
matseðilinn inn á milli. Í löngum bíltúrum
eða þegar tími er af skornum skammti slá
SS pylsur alltaf í gegn hjá fjölskyldunni.
Við erum ósköp einfalt fólk.
Skemmtilegast að gera saman? Eins og
með annað sem gerist á heimilinu litast þetta óneitanlega
af því að yngsti fjölskyldumeðlimurinn er tveggja ára.
Hann er mikill útigarpur og elskar langa
göngutúra og „hjólagöngutúra“ (hjólaferðir).
Hann á ekki langt að sækja það og okkur líð-
ur öllum vel úti saman á góðum degi.
Borðið þið morgunmat saman? Það
kemur mjög sjaldan fyrir. Eldar fær
morgunmat í leikskólanum á virkum
dögum og önnur okkar er yfirleitt að
vinna um helgar.
Hvað gerið þið saman heima ykkur
til dægrastyttingar? Þegar illa viðrar
til útiveru setjum við stundum tónlist á
fóninn og skiptumst á að dansa á fullu
við Eldar í stofunni. Við höfum nefnilega
ekkert roð í hann nema á vöktum, hann
hefur miklu meira úthald en við í svona
hamagangi. Annars gengur sameiginlegur
tími okkar mikið út á það sem strákurinn
hefur gaman af og þar eru baðferðir og bílaleikur efst á
lista.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
„Við erum ósköp
einfalt fólk“
Elín Esther, Eldar
Elí og Helen.
Það að eiga ung börn ætti ekki að
stoppa fólk í að fara út að borða með
fjölskyldunni. Bonappetit.com gefur
níu góð ráð, sum gamansamari en
önnur, um hvernig megi njóta þess
að fara með börnin á veitingastað.
1. Bókaðu fyrr
Bókaðu borð klukkustund fyrr en
venjulega. (Hringdu svo aftur og
pantaðu klukkustund fyrr en það).
„Því miður, við eigum bara laust
klukkan hálf sex“ ætti að vera
fagnaðarefni en ekki neikvætt. Það
er auðveldara að fá borð snemma á
vinsælum stöðum og kannski að-
eins færra fólk til að hneykslast á
því þegar dóttir þín hellir spagettíi
yfir hvítu buxurnar þínar.
2. Láttu börnin panta sjálf
Andy Ward skrifar að árum saman
hafi stelpurnar litið á hann eða
mömmu sína þegar þjónninn spurði
hvað þær vildu. Þau ákváðu eftir það
að veitingastaður væri góður staður
til að læra að horfa í augun á fólki
og nota röddina til að panta sjálfur.
3. Taktu básinn
Hann er meira prívat, þægilegri og
skemmtilegri fyrir börnin. Það er
líka auðveldara að fela sig ef börn-
in haga sér illa.
4. Helst ekki nota græjur
Þetta ráð er kannski ekki vinsælt
en það er bara of auðvelt að rétta
barni iPad og halda svo áfram að
borða sjálfur. En það er alveg jafn
auðvelt (en kannski ekki eins
áhrifaríkt) að láta það fá spilastokk
eða annað sem er ekki rafrænt, til
dæmis litabók. Foreldrar ættu
sömuleiðis að sýna gott fordæmi og
láta símana sína vera.
5. Pantaðu vín þegar
börnin eru lítil
Ward segir að foreldrar eigi að fá
sér vínglas eða bjór með matnum á
meðan þeir komist upp með það.
Þegar börnin verði eldri fái þau
fræðslu í skólanum og fræði síðan
foreldrana um skaðsemi víns og
breyti þeim þar með í fólk sem
drekki í laumi í bílskúrnum.
6. Pantaðu franskar
Það virkar alltaf. Flestum börnum
finnast franskar góðar.
7. Fáið ykkur eftirréttinn
heima
Það getur hreinlega tekið of langan
tíma að bíða eftir eftirréttinum á
veitingastað. Börnin haga sér vel
framanaf en undir lokin getur hver
mínúta orðið erfiðari. Þá er betra
að fá sér ís eða mjólkurhristing
með Oreo, eins og Ward stingur
uppá, heima í rólegheitum.
8. Pantaðu eitthvað nýtt
Biddu börnin um að fá sér einn
bita af einhverjum nýjum rétti ef
þess er kostur. Það getur verið
auðveldara að læra að meta eitt-
hvað nýtt og spennandi á nýjum
stað. Ward mælir með gnocchi og
segir það vera barnvænan mat.
9. Ekki fara með þau á
stað með Michelin-stjörnu
Það er nema þú hafir gaman af því
að kveikja í peningum.
Andy Ward og kona hans Jenny eru
líka með bloggið dinneralovestory.com.
Fjölskyldan fer
út að borða
Getty Images/iStockphoto
ÞAÐ GETUR VERIÐ FLÓKIÐ AÐ FARA MEÐ UNG BÖRN ÚT
AÐ BORÐA. HÉR ERU NÍU RÁÐ SEM ÆTTU AÐ HJÁLPA.
UMFRAM ALLT EKKI LÁTA YKKUR FALLAST HENDUR
HELDUR DRÍFIÐ YKKUR SAMAN Á VEITINGASTAÐ.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Burstað, lakkað, olíuborið, hand-
heflað, reykt, fasað, hvíttað...
hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!