Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Side 49
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 gefa sjálfum sér rými til að taka verk Guðna til sín og umfram allt gefa sér tíma til þess. Þetta er ekki spurning um landslag, heldur hughrif. Guðni hefur sjálfur sagt að þetta stórfenglega á náttúrunni hafi aldrei heillað hann, heldur frekar það sem er þar á milli. Jafnvel það sem þú sérð þegar þú ert að stara út um gluggan, án þess að fókusera á neitt sérstakt, í raun það sem „ekkert“ er. Svo verður hver og einn að dæma um hvernig það hafi tekist hjá okkur við gerð mynd- arinnar.“ Allt eru þetta spurningar um það hvernig hver og einn upplifir hugmyndir sem þessar, að sögn Bergs. „Veður, birta og í raun allar ytri aðstæður eru afgerandi í slíkum mynda- tökum. Ég er sannfærður um að ef við hefð- um farið degi seinna eða fyrr í hverja og eina tökusession, hefði myndin orðið allt öðruvísi. Það þykir mér sem kvikmyndagerðarmanni afar áhugavert.“ Georg Guðni Hauksson að störfum á vinnustofu sinni. Skemmtileg stilla úr heimildarmyndinni en leikstjórum myndarinnar tekst vel til að sýna nátt- úru Íslands á sambærilegan hátt og Georg Guðni hefði sjálfur valið myndefnið. Listamaðurinn Georg Guðni Hauksson fangaði náttúruna á einstakan hátt í verkum sínum. Bíó Paradís sýnir japanskar kvikmyndir um helgina í samvinnu við sendiráð Jap- ans á Íslandi. Allar myndir verða sýndar á japönsku með ensk- um texta, en aðgangur er ókeypis á alla dagskrána. Allar nánari upplýs- ingar eru á vefnum bioparadis.is. 2 Heiða Árnadóttir söngkona og Hilmar Jensson gítar- leikari flytja spunadrifið tón- verk í Akranesvita í kvöld, laugardag, kl. 20. Að sögn flytjenda var verkið sérstaklega samið fyrir rými vitans, en hann mun hafa hlotið mikla athygli fyrir magnaðan hljóm- burð. 4 Síðasti sýningardagur Saga – þegar myndir tala er á morg- un, sunnudag. Sama dag kl. 14 verður Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Ís- lands, með leiðsögn um sýninguna. Safnið er opið um helgina kl. 10-17. 5 Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Hönnunarsafns Íslands, leiðir gesti um sýn- inguna Samspil – Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar á morgun, sunnudag, kl. 15. Harpa mun skoða hvernig hús- gögn Juhl höfðu áhrif á íslenska hús- gagnahönnun og draga fram helstu einkenni í húsgögnum hans og bera saman við verk nokkurra íslenskra hönnuða þess tíma. 3 Sýningarstjórarnir Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnar- dóttir ræða við gesti Hafnar- borgar um sýninguna Heim- urinn án okkar á morgun, sunnudag, kl. 15. Um er að ræða fimmtu sýninguna í haustsýningaröð Hafnarborgar. MÆLT MEÐ 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.