Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Page 9

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Page 9
Austurbakki sterkur á hjálpartækjasviðinu IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 9 Áundanförnum mánuðum hefur Heil-brigðisvöru- og tæknideild Austur-bakka eflt mjög stöðu sína í sölu ogþjónustu á hjálpartækjum. Fyrirtækið hefur sett ný tæki á markað sem þegar hafa skipað sér sess á markaðnum og farin skila not- endum sínum auknum lífsgæðum. Nýverið var Joost van Erven löggiltur sjúkraþjálfari ráðinn til starfa til að hafa faglega umsjón með hjálpartækja- og endurhæfinga- sviði fyrirtækisins. Að auki koma að þessum málum deildarinnar 4 tæknimenn á heilbrigðis- tæknisviði og 3 hjúkrunarfræðingar með mikla faglega reynslu á hjúkrunar- og heilbrigðisvöru- sviði. Fyrir um ári síðan gerði Austurbakki um- boðssamninga við Handicare í Noregi, Medema / MiniCrosser í Danmörku og Life- Stand í Frakklandi um dreifingu á þeirra fram- leiðslu á Íslandi. Handicare er einn af stærstu framleiðend- um hjólastóla fyrir börn og fullorðna á norður- löndunum sem eru þegar komnir í samning við Tryggingastofnun ríkisins. Mini Crosser fram- leiðir rafskutlur sem hjálpartæki og rafmagns- hjólastóla sem náð hafa yfir 60% markaðshlut- deild í Noregi. Fyrstu tækin hafa verið afhent sínum notendum hér á landi og með afar já- kvæðum viðbrögðum. LifeStand framleiðir standhjólastóla m.a. úr léttmálmi sem eiga eftir að vekja bæði athygli og eftirspurn hér á landi. Að auki selur Austurbakki ýmis önnur hjálaprtæki s.s. sjúkraböð, sjúkralyftur, göngu- hjálpartæki og ýmislegt annað sem auðveldar einstaklingum daglegt líf og eykur þeirra lífs- gæði.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.