Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Qupperneq 11

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Qupperneq 11
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 11 Í gegnum árin hefur HTM verið í samstarfi við sambærilegar stofnanir á hinum norðurlöndunum. Þetta sam- starf fer meðal annars fram með þátt- töku í norrænum þróunarverkefnum. Til dæmis eru þrír iðjuþjálfar HTM tengdir samnorrænum verkefnum eins og er. Einnig hefur HTM verið sam- starfsaðili að tveimur norrænum ráð- stefnum, Sit-symposium, ráðstefna um setlausnir (www.sitsite.net) og Nat-C, ráðstefna um hjálpartæki (www.nat- c.org). Forstöðumaður HTM á sæti í nor- rænni nefnd ásamt forstöðumönnum sambærilegra hjálpartækjastofnanna á hinum norðurlöndunum. Má þar nefna NUH – Nordiskt utveck- lingscenter för handikapphjälpmedel (Norræn þróunarmiðstöð hjálpar- tækja). Framtíðarstefna HTM er að geta mætt breytilegum þörfum þjóðfélags- ins innan þess ramma sem er settur með reglugerðum ásamt því að hafa áhrif á mögulegar breytingar á reglu- gerðunum þar sem starfsfólk HTM eru talsmenn skjólstæðinganna innan kerfisins. Leiðrétting Ritnefnd vill biðja Guðrúnu Pálmadóttur lektor, við Háskólann á Akureyri, innilegrar afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað í síðasta blaði. Þar var birt rann- sóknargrein eftir hana undir rangri fyrirsögn. Rétt fyrirsögn er "Að gagnreyna eigin störf og stétt" en ekki "Að gagnrýna eigin störf og stétt". Með vinsemd og virðingu, Ritnefnd Iðjuþjálfans Heilbrigðisstofnunin Akranesi Droplaugastaðir Plastiðjan Bjarg Viltu njóta öryggis í framtíðinni? Allianz er öruggur viðbótarlífeyrissparnaður! Magnús Axelsson ráðgjafi sími: 862-4468 netfang: max@allianz.is

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.