Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 28
28 milli þeirra. Benda má á að Margrét Sigurðardóttir og Valerie Harris (2011) hafa skrifað dæmisögur um notkun þessa þjónustuferlis við íslenskar aðstæður. Segja má að flest þau líkön yfir þjónustuferli, sem eru í notkun í dag, sammælist um þrjú meginþrep, þ.e. mat, íhlutun og endurmat. Þau greinir á um undirþætti og aðferðir, t.d. hvort fræðirammi ráði ferð og stýri vali matsaðferða eða hvort áhorf og matsniðurstöður stýri vali á íhlutunarleiðum. Fræðilíkön hafa gjarnan sprottið upp úr ákveðnum fræðum eða starfssviði innan iðju- þjálfunar. Það kemur því ekki á óvart þótt sum fræði- og/eða þjónustulíkön henti ákveðnum hópum þjónustuþega betur en önnur. Af þessum sökum er alls ekki sjálfgefið að eitt líkan henti öllum þjónustuþegum best og ýmsa þætti þarf að vega og meta áður en eitt líkan er valið fram yfir annað. Þegar þjónustulíkan eins og OTIPM leiðir þjónustuna er vali á faglíkani frestað þar til eftir að mat hefur átt sér stað. Þessu er öfugt farið þegar fræðilíkön eru notuð til að leiða þjónustu því þar ákvarða fræðin hvaða matstæki og leiðir eru notuð. Slíkt ferli, leitt af fræðum, getur í sumum tilfellum flýtt fyrir þjónustu, en það getur einnig sett þjónustunni og rökleiðslu iðjuþjálfans takmarkanir (Fisher, 2009; Hagedorn, 2001). Það skapar OTIPM ferlinu sérstöðu að krafist er áhorfs, ásamt framkvæmda- og athafnagreiningu við matið, og ferlið er ekki bundið við fræðilíkön eins og er t.d. raunin í þjónustuferlum tengdum MOHO, OA og fleirum auk þess að vera afgerandi varðandi íhlutunar leiðir. Eins og fram hefur komið hafa iðjuþjálfar á Grensási stuðst við OTIPM þjónustuferlið (Fisher, 2009, 2013) þegar þeir veita þjónustu. Ástæðurnar fyrir því að OTIPM var valið sem þjónustuferli fyrir Grensás á sínum tíma voru einkum tvenns konar. Annars vegar þótti þetta þjónustuferli henta skjólstæðingum betur en önnur þjónustuferli þar sem, þótt tekið sé mið af vilja skjólstæðinga, þá byggir matið alltaf á áhorfi iðjuþjálfa ásamt tilheyrandi framkvæmda- og athafnagreiningum. Áhorf er mikilvægur matsþáttur á Grensási, þar sem sumir skjólstæðinganna hafa skerðingu sem snertir t.d. innsæi og þeir sem standa að skjólstæðingunum gera sér ekki endilega grein fyrir umfangi iðjuvanda sem orðið hefur til við nýlegt áfall en var ekki til staðar áður. Hins vegar var önnur mikilvæg ástæða sú að matsmaður er ekki háður ákveðnum fræðilíkönum við matið. Val á íhlutunarleiðum og líkönum byggir því fyrst og fremst á niðurstöðum matsins. Þar sem góð reynsla er af notkun OTIPM á Grensási og heimildasamantekt á líkönum yfir þjónustuferli bendir ekki til að önnur þjónustuferli henti betur, þótti ekki ástæða til að skipta um þjónustuferli fyrir gerð yfirlitstöflunnar. Matsaðferðir og íhlutun Iðjuþjálfar nota matsaðferðir í mismunandi tilgangi. Sumar þeirra eru t.d. notaðar til að afla upplýsinga, aðrar til að lýsa breytingum og enn aðrar til að mæla breytingar. Próffræðilegir eiginleikar matsaðferða eru því mis- mun andi. Í þessari umfjöllun verður matsaðferðum skipt í þrjá flokka eftir próffræðilegum eiginleikum þeirra. Um er að ræða flokkana óformlegar aðferðir (stöðluð og óstöðluð viðtalsform), matstæki og mælitæki. Raðkvarðar, sem nýta má við að lýsa ástandi og breytingum, verða flokkaðir sem matstæki svo hér verður því höfðað til matstækja sem byggja á raðkvörðum. Matstæki, sem byggja á jafnbilakvörðum og eiginlegum mælieiningum nothæfum til að mæla ástand og breytingar á ástandi, verða hins vegar flokkuð sem mælitæki, þar sem um mjög ólíka próffræðilega eiginleika er að ræða. Gerð hefur verið úttekt á matstækjum í notkun á starfsstöðvum iðjuþjálfa LSH (Fagráð iðjuþjálfa LSH, óbirt handrit). Úttektin náði m.a. yfir próffræðilega eiginleika og túlkun tölfræðilegra rannsóknarupplýsinga (sbr. Guðrún Árnadóttir, 2003, 2008). Hins vegar hefur enn sem komið er ekki verið gerð úttekt á Grensási á þjónustuferlum né íhlutun sem hægt væri að styðjast við, við gerð yfirlits. Aðferð Flestir þjónustuþegar iðju- þjálfa á Grensási tilheyra þremur me gin flokkum sjúkdómsgreininga, þ.e. fólk með taugasjúkdóma, áverka og bæklun. Sjá töflu 2 yfir sjúkdómsgreiningar þeirra sem njóta þjónustu iðjuþjálfa. Þar sem OTIPM þjónustuferlið hentar vel til að leiða þjónustu iðjuþjálfa á Grensási var ákveðið að nota ferlið við gerð yfirlitstöflunnar og samþætta það við matsaðferðaflokkana þrjá, þ.e. óformlegar matsaðferðir, matstæki og mælitæki. Úttekt Fagráðs iðjuþjálfa LSH á mats- og mælitækjum iðjuþjálfa spítalans var höfð til hliðsjónar við flokkunina (Fagráð iðjuþjálfa LSH, 2013). Við gerð töflunnar var OTIPM ferlið einfaldað í sex þrep sem tilheyra þremur meginlotum. Loturnar voru aðgerðabundnar þannig að matslotan nær yfir eflingu tengsla, framkvæmdagreiningu og athafna greiningu. Matslotu lýkur með markmiðum. Íhlutunarlota felur í sér tvö þrep. Hún hefst með vali á faglíkani eða einhverra hinna fjögurra íhlutunarleiða (hægt er að velja fleiri en eina leið) og síðan tekur við eiginleg íhlutun. Íhlutunarlota var aðgerðabundin með því að skoða íhlutunarleiðir (fjórar leiðir tengdar Jöfnunar-, Leikni-, Lagfæringa- og Fræðslulíkönum), íhlutunarnálganir (tengdar sértækum fræðilíkönum innan íhlutunarleiðanna) og íhlutunaraðferðir. Tafla 2. Þjónustuþegar í iðjuþjálfun á Grensási Sjúkdómsgreining* Undirflokkur greiningar Taugasjúkdómar Guillian Barrè Heilabilun Heilablóðfall Heilabólga Heilahimnubólga Heilaæxli Meðfæddir taugasjúkdómar MND MS Parkinson Úttaugabólga Áverkar Beinbrot Fjöláverkar Höfuðáverkar Mænuskaðar Úttaugaskaðar Bæklun Aflimanir Gervilimir Sinaflutningar Álagssjúkdómar Bakverkir Brjósklos Legusár Samfall á hrygg Verkir í hnjám Langvinn veikindi Fjölkerfabilun Krabbamein Geðræn/félagsleg vandamál Afleiðingar vímuefna misnotkunar Þroskahömlun Gigtarsjúkdómar Liðagigt Slitgigt Vefjagigt Óskilgreind taugaeinkenni

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.