Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 6
6 Undirrituð hitti Valerie í lok vinnudags í Þjónustumiðstöð Sjálfs bjargar þar sem hún starfar sem yfiriðjuþjálfi. Ég kom mér fyrir með mín tæki og tól og setti mig í stellingar blaðamannsins. Getur þú byrjað á að segja okkur aðeins frá því hver Valerie er ? Ég er iðjuþjálfi sem lærði grunnnámið í Ástralíu og vann þar fyrst eftir að ég útskrifaðist en svo fór ég til Bretlands og vann þar í níu mánuði áður en ég kom til Íslands. Síðan hef ég að mestu unnið hér hjá Sjálfsbjörgu, nema í tvö ár þegar ég fór aftur til Ástralíu að vinna. Grunnnám tók ég í Melbourne í La Trobe háskóla þar, svo tók ég meistaragráðu í International University Florida, USA ásamt fleiri iðjuþjálfum frá Íslandi þegar verið var að undirbúa nám í iðjuþjálfun hér á landi. Á hvaða tíma er þetta? Ég kom fyrst til Íslands í árslok 1990 og var þá búin að vinna í eitt og hálft ár sem iðjuþjálfi í Ástralíu (á geðsviði) og í Bretlandi. Var að vinna í bráðaþjónustu á spítala í Bretlandi en hef svo unnið hér með fólki með hreyfihömlun. Þegar ég fór út til Ástralíu aftur 1998 þá vann ég í endurhæfingarteymi hjá sveitarfélagi sem var jafnstórt og Reykjavík. Ég var í hlutastarfi þar og var líka að kenna sem lektor í gamla skólanum mínum. Áður en ég fór út var ég í stundakennslu við Háskólann á Akureyri (HA). Svo kom ég til Íslands og fór aftur að vinna hjá Sjálfsbjörgu. Starfið hafði þá breyst, það voru fleiri iðjuþjálfar og starfsemin orðin öðruvísi. Ég er einnig lektor í hlutastarfi við HA og hef verið það í mörg ár, í dag kenni ég einu sinni til tvisvar á ári við HA. Núna er ég að kenna meira í útlöndum, með Guðrúnu Árnadóttur, A-ONE námskeið sem ég ákvað að setja í forgang en aðalstarfið mitt er hér hjá Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins. Fyrir utan þetta á ég eitt barn, mann og kött. En af hverju Ísland? Humm, þetta var bara tilviljun, ég hitti manninn minn þegar hann var að ferðast úti og þá ákváðum við, þegar ég var í Bretlandi, að halda tengslum og ég kæmi í heimsókn til Íslands. En ef það væri ekki fyrir Pétur, eiginmann minn, þá hefði mér aldrei dottið í hug að koma hingað. Það er kannski ekki óskastaða að þurfa að fara að læra eitthvert annað mál, ég vildi bara halda mig við enskuna (segir Valerie og hlær). En hvað varð til þess að þú valdir þetta starfssvið eða þetta nám, iðjuþjálfun? Besta vinkona mín í menntaskóla ætlaði í iðjuþjálfun. Ég ætlaði ekkert í iðjuþjálfun, var með eitthvað allt annað í huga en svo fór hún að ræða um þetta, ég var óákveðin en hún sagði „já komdu með mér, þetta er erfitt nám en við reynum bara saman”. Hvernig hún sagði frá náminu og lýsti því að einhver í hennar fjölskyldu hafði nýtt þjónustu iðjuþjálfa varð til þess að ég sagði já já og spurði „er þetta einhver gráða sem maður fær?“ Ég var upptekin af því þarna úti að fá gráðu og þetta nám gaf BSc gráðu og ég sótti um og komst inn, en það er mjög erfitt því margir sækja um og plássin fá. Þegar ég byrjaði voru 120 nemendur á fyrsta ári en það eru mörg þúsund sem sækja um. Ég var heppin og hún líka, við fórum í gegnum þetta nám saman og það er í rauninni henni að þakka. Ég var að hugsa um að verða kennari en var mjög ánægð með námið. Ég var pínulítið týnd fyrst eins og allir sem byrja í háskóla, það er svo erfitt og stórt stökk frá því að vera í menntaskóla þar sem engin er að fylgjast með því hvort maður mæti eða ekki. Þú lærir úti en ert búin að kenna lengi hér heima og þekkir iðjuþjálfanámið hér mjög vel. Ef við berum saman námið í Ástralíu og hér, hver finnst þér vera helsti munurinn? Ég held að munurinn sé að þar eru svo miklu fleiri nemendur, það eru engan vegin þessi persónulegu tengsl sem þú nærð hér við kennara. Í Melbourne er þetta staðarnám þar sem nemendur eru 120 í bekk og kennari heldur fyrirlestur fyrir þá og kannski fleiri, því sumt er samkennt og þá er ekki þetta svigrúm til að kynnast nemendum og spjalla við þá. Þú færð miklu minna „feedback“ frá kennaranum, miklu minni stuðning í vettvangsnáminu. Ég myndi segja að hér eru nemendur mjög heppnir því að þeir fá meiri tengsl við kennara. En margt er mjög svipað en þó mismunandi áherslur, Viðtal við Valerie Harris

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.