Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 43

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 43
43 • Hægt að samnýta starfsfólk. • Stærri starfsmannahópur = Meira hugmyndaflug til þess að auka fjölbreytileika þjónustunnar. • Starfsmannavelta minni og þar með aukin stefnufesta, skipulögð vinnubrögð og gæði þjónustunnar. • Aukin tækifæri fyrir fagfólk okkar til að bjóða nemum í vettvangsnám. • Færri tengiliðir fyrir aðstandendur. Samfelldari þjónusta. • Gefur tækifæri til að útbúa samhæfðari, heildstæðari, einstaklingsmiðaðar þjónustuáætlanir fyrir skjólstæðinga okkar = Aukinn sveigjanleiki í þjónustunni. Þurfa ekki að fara á eins marga staði. • Betra að fylgjast með að markmiðum í starfi með hverjum skjólstæðingi sé náð. Færri einingar – allir að vinna að því sama. • Ef til vill aukin tækifæri fyrir skjólstæðinga til að njóta meðal annars tómstunda og félagslífs. • Ferliþjónusta ekki eins flókin. • Bíll Skammtímavistunar nýtist skóla-og sumarvistuninni. Síðastliðið sumar var unnið í útisvæði við Skammtímaþjónustuna og þegar þetta blað kemur út þá eru væntanlega öll leiktæki komin á sinn stað. Mikilvægt er fyrir okkur að hafa vel afgirt útisvæði því fyrir suma skjólstæðinga er útileikurinn hjá okkur eina tækifærið sem börnin hafa til að leika sér ein og óáreitt útivið. Næst á dagskrá er að fá settan upp heitan pott hér úti hjá okkur og stóð amma eins skjólstæðings okkar fyrir söfnun í þeim tilgangi. Í sumarvistuninni höfum við ætíð farið nokkrum sinnum í viku í sund með skjólstæðingahópinn, ýmist allir saman eða í smærri hópum. Hlutverk mitt sem iðjuþjálfa og deildarstjóra í Skammtímaþjónustunni eru í grófum dráttum: • Skipulagning starfsemi • Samstarf með öðrum þjónustuaðilum skjólstæðinga • Upplýsingaveita • Þátttaka í daglegu starfi • Markmiðssetning • Samráðs­ og teymisfundir • Ráðgjöf til starfsfólks • Ráðgjöf til foreldra Síðastliðið ár hefur mikill hluti af minni vinnu snúist um sameiningu þessara starfseininga undir einn hatt. Mikill tími hefur farið í vinnu með fasteignum Akureyrarbæjar og öðrum deildum til að framkvæmdir við endurbætur á húsnæðinu verði sem best sniðnar að þörfum starfseminnar. Enn erum við að vinna með iðnaðarmönnum að ýmsum útfærslum, bæði innanhúss og utan. Síðast, en alls ekki síst, þarf að halda utan um starfsfólkið og hjálpa til við að efla góðan starfsanda og pússa þessar tvær deildir, sem fyrr voru aðskildar, saman í eina heild. Starfsmannahópurinn í Skammtíma- þjónustunni samanstendur af áhuga- sömu, einbeittu starfsfólki sem vinnur störf sín samviskusamlega vegna þess að það nýtur starfsins. Við sameininguna gætti þó nokkurs „hrepparígs“ þar sem oft heyrðist „við og þið“ og átti fólk þá annars vegar við starfsfólkið sem áður vann í Skóla- og sumarvistun í Árholti og hins vegar við starfsfólkið sem áður vann í Skammtímavistun á Skólastíg. Smávægilegir árekstrar áttu sér stað þegar starfsfólk var ekki búið að tileinka sér þann hluta starfsins í Skammtímaþjónustunni sem áður tilheyrði þeirri starfsstöð þar sem það vann ekki fyrir sameininguna. Aðeins bar á því að starfsfólk ætlaðist til að hinir „vönu“ leystu þau verkefni af hendi og sinntu þeim skjólstæðingum sem áður höfðu tilheyrt þeirra starfsstöð. Þegar þetta er skrifað er að verða ár síðan við fluttum á nýja staðinn. Ekki er hægt að finna annað en allir séu ánægðir með breytingarnar og á það bæði við um starfsfólk og þjónustuþega. Ef ég tala út frá mér sem deildarstjóra finnst mér afskaplega gott að mæta í vinnuna á einn stað og geta haft góða yfirsýn yfir bæði starfsemi dagvistunarhlutans sem og skammtímavistunarhlutans á sama tíma. Áður fannst mér ég stundum tættari og koma litlu í verk þegar ég þurfti að geysast á milli staða. Starfsfólk og aðstandendur þjónustuþega hafa núna betri aðgang að yfirmönnum á staðnum og geta frekar gengið að þeim vísum en áður. Þetta skilar sér í betri samskiptum, ánægðara starfsfólki og þjónustuþegum og betri þjónustu. Bestu kveðjur, Sísý Malmquist

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.