Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 14
14 skjólstæðingar hafi virkt hlutverk og hafi eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni eftir útskrift. Misjafnt er eftir skjólstæðingum hvaða endurhæfingarleiðir þeir velja sér en það fer eftir áhugasviði og framtíðarsýn skjólstæðings. Margir vilja fara í skóla og fara þá jafnvel í Hringsjá eða Janus á meðan aðrir fara í almenna framhaldsskóla og fá þá stuðning til að sinna því hlutverki. Þá er samstarf við Vinnumálastofnun og þá sérstaklega AMS (Atvinna Með Stuðningi) mikilvæg þar sem fólk fær tækifæri til að aðlagast vinnumarkaði á eigin forsendum með stuðningi. Aðrir þurfa á áframhald andi endurhæfingu að halda í formi endur­ hæfingarbúsetu þar sem þeir fá frekari stuðning til að takast á við athafnir daglegs lífs. Þeir skjólstæðingar, sem búa í eigin húsnæði en þurfa á þjónustu að halda, tengjast við þjónustumiðstöðvar í sínu hverfi. Deildir Endurhæfingardeild 5 daga og 7 daga er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri með alvarlega og langvinna geðsjúkdóma. Deildin hefur rými fyrir 23 einstaklinga, þar af eru 12 rými fyrir 5 daga þjónustu og síðan eitt til tvö dagrými. Tímalengd meðferðar er metin eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndafræði meðferðar lýtur að uppfyllingu á grunnþörfum einstaklings þar sem aðstoð til sjálfshjálpar er höfð að leiðarljósi og að hver einstaklingur geti notið hæfileika sinna og styrkleika. Því er lögð áhersla á sjálfstæði einstaklings og hann virkjaður til að takast á við athafnir daglegs lífs. Dæmi um meðferðarúrræði eru t.d. einstaklingsviðtöl, hugræn atferlismeðferð, hreyfing, fræðsla um heilbrigða lífshætti og sjúkdómseinkenni, þjálfun og efling félagslegrar færni. Göngudeild Klepps sinnir sérhæfðri eftirfylgd fyrir einstaklinga með langvinnar geðraskanir, bæði í formi göngudeildarþjónustu, vitjana í heimahús og eftirfylgd útskrifaðra einstaklinga. Tímalengd og markmið meðferðar eru skil greind við upphaf þjón ustu og stefnt að því að einstaklingar úts- krifist að lokum yfir til heilsugæslunnar, sam félags teymis eða félags þjónustu sveitarfélaga. Faglegur stuðningur er veittur frá göngudeildinni við búsetukjarna og sambýli í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Iðjuþjálfi göngudeildar sinnir einnig FMB-teymi sem er meðferð í tengsla- eflandi vinnu með ungbörnum og foreldrum þeirra þegar um alvarlegan geðsjúkdóm, fíknivanda eða tengsla- vanda er að ræða. FMB teymið er sérhæft viðbótarúrræði við þjónustu geðsviðs og kvenna- og barnasviðs við ofangreindan markhóp. Markmið vinnunnar er að efla tengsl móður/ föður og barns, draga úr einkennum og minnka skaða vegna undirliggjandi geðsjúkdóms, en jafnframt er unnið í að hindra flutning vandamála frá einni kynslóð til annarrar. Meðferð getur hafist á meðgöngu og getur varað í allt að eitt ár eftir fæðingu barns. Sérhæfð endur hæfingar geð deild er lokuð deild fyrir einstaklinga með geð- rofssjúkdóma með eða án fíkniraskana sem ráða ekki við að vera á opinni deild. Deildin hefur rými fyrir 10 einstaklinga og er tímalengd meðferðar að meðaltali 3-6 mánuðir en lengdin er oft háð því að búsetuúrræði séu til staðar fyrir einstaklinga við útskrift. Markmið meðferðar er að draga úr geðrofseinkennum, auka virkni, draga markvisst úr fíkn og tengja einstaklinga við önnur úrræði innan LSH eins og Laugarásveg 71 eða úrræði á vegum sveitarfélaga. Hver ein stak l ingur nýtur þjónustu deildarteymis þar sem ábyrgur hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi halda utan um starfið. Meðferðarsamningar og virknistundaskrár eru gerðar í samvinnu við einstaklinga og saman- stendur deildarmeðferð m.a. af áherslum á heilbrigða daglega virkni, hópmeðferð, stuðningsviðtöl, félags- færni, vitræna þjálfun og ýmiss konar tómstundameðferð. Á deildinni er einnig veittur markviss fjölskyldustuðningur. Öryggisgeðdeild er lokuð deild sem sérhæfir sig í langtímameðferð fyrir alvarlega geðsjúka einstaklinga, oft með tvígreiningar, sem hafa takmarkaða meðferðarheldni og sjúkdómsinnsæi. Deildin hefur 8 legupláss og fer inn- lagnartími eftir þörfum hvers og eins en er að meðaltali 6-12 mánuðir og er oft háð því að búsetuúrræði séu til staðar fyrir einstaklinga við útskrift. Einstaklingar vistast sjálfræðissviptir á deildina og er markmið meðferðar að viðkomandi öðlist færni í að búa í samfélaginu með viðeigandi stuðningi. Á réttargeðdeild vistast þeir sem eru ósakhæfir, en það eru þeir einstaklingar sem dæmdir eru af dómstólum svo alvarlega veikir á verknaðarstund að þeir hafi ekki getað borið ábyrgð á gjörðum sínum. Deildin hefur rými fyrir 9 einstaklinga, þar af tvö kvennarými. Til þess að einstaklingur útskrifist af deildinni þarf að fá úrskurð frá héraðsdómi um rýmkun. Dæmi um meðferðarúrræði á réttar- og öryggisgeðdeild eru t.d. einstaklingsmiðuð viðtöl, viðtals með- ferð, fræðsla, þjálfun og efling í athöfnum daglegs lífs, félagslegri færni og daglegri virkni, líkamsrækt, hópmeðferð og fjölþætt fjölskylduþjónusta. Lokaorð Starf iðjuþjálfa á Kleppi hefur breyst mikið í gegnum tíðina og hefur endurhæfingin að miklu leyti færst frá því að eiga sér stað innan spítalans og út í nærumhverfið. Handverk hefur að miklu leyti verið lagt niður á Kleppi og áhersla í endurhæfingu færst yfir á þátttöku skjólstæðings í samfélaginu og endurhæfingu varð­ andi eigin umsjá. Einnig hafa miklar breyt- ingar á innra starfi átt sér stað undanfarin ár þar sem leitast er við að efla faglega vinnu iðjuþjálfa. Iðjuþjálfar hafa tekið virkan þátt í ýmsum verkefnum, s.s. endurbótum á heimasíðu LSH, vinnu á verklagi deilda, upplýsingaritum varðandi iðjuþjálfun á LSH, innleiðingu Bata stefnu og vinnu varð andi þjónustuferli iðjuþjálfa. Þá hefur verið lögð aukin áhersla á aukna notkun matstækja í vinnu iðjuþjálfa ásamt rannsóknarvinnu í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Framtíðarsýn iðjuþjálfa í geð endur- hæfingu á Kleppi er að efla enn betur samstarf við úrræði í samfélaginu. Einnig að auka samvinnu við endur- hæfingarbúsetuúrræði og kalla eftir fjölbreyttari búsetuúrræðum til að mæta flóknum vanda skjólstæðinga sem t.d. glíma við tvíþættan vanda. Heimildir Auður Hafsteinsdóttir og Erna Sveinbjörnsdóttir. (2014). Lýsing á starfsvettvangi iðjuþjálfa (óútgefið efni). Fagteymi Endurhæfingargeðdeildar 5 daga og 7 daga. (2015). Inntökuviðmið og tilvísanir (óútgefið efni). Fagteymi FMB teymis. (2015). Inntökuviðmið og tilvísanir (óútgefið efni). Fagteymi Réttar – og Öryggisgeðdeildar. (2015). Inntökuviðmið og tilvísanir (óútgefið efni). Fagteymi Sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar. (2015). Inntökuviðmið og tilvísanir (óútgefið efni). Kielhofner, G. (2008). Model of Human Occupation: Theory and Application. Fourth Edition. Philadelphia, PA: Lippincott, Williams and Wilkins. Landspítali Háskólasjúkrahús (2014). Batamiðuð þjónusta. Sótt 30. janúar 2015, frá http://www.landspitali.is/sjuklingar- adstandendur/klinisk-svid-og-deildir/ batamidud-thjonusta/ LSH Kleppur Endurhæfing á Kleppi er markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli skjólstæðings, fjölskyldu/ aðstandenda og heilbrigðis­ starfsfólks.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.