Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 25
25
Vísindastarf iðjuþjálfa
Frá 2012 hefur fagráðið haldið utan
um vísindastarf innan iðjuþjálfunar
LSH. Á þessum þremur árum hafa
iðjuþjálfar haldið 77 fræðsluerindi
fyrir samstarfsfólk sitt á spítalanum og
29 erindi á öðrum vettvangi, þ.e. utan
spítalans. Iðjuþjálfar LSH hafa verið
með 38 erindi/veggspjöld, bæði á
innlendum sem og erlendum vettvangi/
ráðstefnum á tímabilinu. Má þar nefna
heimsráðstefnu iðjuþjálfa (WFOT) í
Japan 2014, Evrópuráðstefnu iðjuþjálfa
(COTEC) í Svíþjóð 2012, Vísindi á
vordögum á Landspítala og á sérstökum
málþingum iðjuþjálfa í Hollandi og
Suður-Kóreu, tengdum A-ONE
matstækinu. Einnig hafa iðjuþjálfar
LSH verið duglegir að sækja sér sí-
og endurmenntun á námskeiðum/
fyrirlestrum, bæði innanlands sem og
erlendis. Þeir hafa fengið birtar greinar
í Scandinavian Journal of Occupational
Therapy, OT Practice (blað klínískra
iðjuþjálfa á vegum bandaríska iðju-
þjálfafélagsins) og Iðjuþjálfanum, auk
bókakafla í Handbók í aðferðafræði
rannsókna. Að auki hafa iðjuþjálfar LSH
unnið að ýmsum kynningarbæklingum
um iðjuþjálfun sem og þjónustu
þeirra. Á þeim þremur árum sem
fagráðið hefur gert samantektir hafa
59 nemar frá Háskólanum á Akureyri
verið í vettvangsnámi á hinum ýmsu
starfsstöðvum spítalans og nokkrir
iðjuþjálfar tekið að sér stundakennslu
við skólann. Guðrún Árnadóttir
hefur á tímabilinu auk þess haldið
A-ONE námskeið á Ítalíu, í Japan
og Bandaríkjunum og verið með
umsjón kennslu og kennsluefnis
á endurmenntunarnám skeiðum í
Danmörku, Hollandi og Kanada.
Heimsráðstefna iðjuþjálfa
Tveir iðjuþjálfar frá LSH sóttu sextándu
heimsráðstefnu iðjuþjálfa, sem haldin
var í tengslum við árlegt þing japanskra
iðjuþjálfa. Þessi ráðstefna var sú fjöl-
mennasta sem haldin hefur verið
hingað til eða 6.893 þátttakendur og
sjálfboðaliðar, þar af 7 iðjuþjálfar frá
Íslandi. Fyrirlestrarnir voru 971 í 12
mismunandi flokkum, 1.499 veggspjöld,
57 vinnusmiðjur ásamt fleiru og yfir
70 sýningabásar. Framlag Íslendinga á
heimsráðstefnunni voru tveir fyrirlestrar
og eitt veggspjald og öll tengdust þau
starfsemi iðjuþjálfa á LSH. Guðrún
Árnadóttir flutti erindið „Contribution
to inte grated occupational thera-
py profession: Model
based examination of
the A-ONE” eða þróun
A-ONE í ljósi líkansins um
samspil vettvangsþátta, eins
og fram hefur kom ið. Hún
var einnig með höfundur
erindis um „Neuroanatomy
and body functions in
occupation-based edu-
cation”, sem flutt var af
Valerie Harris yfiriðjuþjálfa
Sjálfs bjargar heimilisins.
Guðrún og Valerie áttu
einnig veggspjald á ráð-
stefnunni sem bar titilinn
„The Activity-focused
Occu pat ion -based Neuro-
behav ioral Evaluation
(A-ONE): Diverse utiliz-
ation possibilities”. Margir
fyrirlestrarnir í undir flokk
num „hamfarir” fjöll -
uðu um aðkomu og þjón-
ustu iðjuþjálfa í kjölfar
jarðskjálftans mikla í Japan
í mars 2011. Japanskeisari
og keisaraynja heiðruðu
ráðstefnugesti með nær-
veru sinni á opnunarhátíðinni.
Til gamans má geta þess að iðjuþjálfar
frá LSH hafa verið með innlegg á öllum
heimsráðstefnum iðjuþjálfa, flestum
Evrópuráðstefnum, auk nokkurra
norr ænna ráðstefna (bæði iðjuþjálfa
og þverfaglegra) frá 1988. Auk þess
hafa þeir verið með erindi á árlegum
ráðstefnum bandarísku, japönsku
og þýsku iðjuþjálfafélaganna á sama
tímabili. Eins og fram kemur hér að
ofan er mikil gróska í þróunar- og
Fulltrúar Íslands á WFOT 2014: Inga, Bára, Hulda, Guðrún, Ósk, Valerie og Sigrún
Valerie og Guðrún við veggspjaldið: The Activity-focused Occupation-
based Neurobehavioral Evaluation (A-ONE): Diverse utilization
possibilities
Sharon Britnell forseti WFOT tekur á móti Japanskeisara og keisaraynju
við komu á opnunarhátíðina.
gæðastarfi iðjuþjálfa á LSH sem hefur
aukist ár frá ári. Einnig má nefna
rannsóknarsamvinnu við aðrar stofnanir,
s.s. iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans
á Akureyri, háskóla í Bandaríkjunum,
Danmörku, Japan og Svíþjóð. Auk
þess hefur verið rannsóknarsamvinna
við ítalska iðjuþjálfafélagið. Sum
samvinnuverkefnin hafa tengst erlendum
meistara- og doktorsverkefnum í
iðjuþjálfun.