Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 16
16 en Hugarafl notar vinnuskilgreiningar Judi um valdeflingu sem grunn í starfi sínu svo og Grófin, geðverndarmiðstöð á Akureyri. Judi lést 2010 af líkamlegum orsökum. Daniel Fisher er einstaklingur sem náði bata af geðklofa, menntaði sig til geðlækninga og starfar nú hjá National empowerment center í Bandaríkjunum. Hann þróaði ásamt samstarfskonu sinni Laurie Ahern valdeflingarmódelið og PACE (people advocating for change through empowerment) batamódelið. Daniel kom með ný sjónarhorn, hugmyndir og leiðir til bættrar geðheilsu. Batamódelið er í raun vegvísir fyrir það hvernig samfélagslegur stuðningur getur ýtt undir bata (Ahern og Fisher, 2001). Landspítalinn - Kleppur er nú að innleiða PACE og valdeflingu á sínar geðdeildir og hefur starfsfólk fengið leiðsögn Auðar Axelsdóttur, iðjuþjálfa, til verksins en Auður leiðbeindi einnig í verkefni búsetudeildar sem kynnt verður í næsta kafla. Hvað er valdefling? Valdefling snýst um að breyta sjálfsskilningi, t.d. þeirra sem þurfa á einhvers konar aðstoð að halda eða veita hana. Hugmyndin er sú að stuðla að því að þeir sjái sig sem einstaklinga sem hafi rétt til að bregðast við þjónustuveitendum, skipulagi og stjórnun þjónustunnar, aðstoðinni sem þeir fá og því lífi sem þeir kjósa að lifa (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2009). Að fela vald í hendur einstaklings og veita honum frelsi til að glíma við verkefni á sinn hátt og axla á þeim ábyrgð. Efla getu einstaklingsins til að stjórna eigin lífi, taka sjálfstæðar ákvarðanir, nýta réttindi sín og öðlast þau lífsgæði sem eðlileg þykja. Áhersla er lögð á að notendur séu virkir þátttakendur í eigin lífi og þekking þeirra, reynsla og nærvera sé nýtt sem auðlind fyrir þá þjónustu sem verið er að veita. Starfsfólk og notendur vinna saman á jafningjagrunni og skipta á milli sín hlutverkum og ákvarðanatöku er varða þjónustuna. Starfsfólkið leggur áherslu á að skapa aðstæður fyrir notendurna til að geta komið í framkvæmd eigin hugmyndum svo þeir fái notið sín sem best og upplifað sig sem virka þátttakendur í samfélaginu (Lára Björnsdóttir o.fl., 2011). Að efla og styrkja valdeflingu og notendasamráð í þjónustu við fatlað fólk er heiti á samstarfsverkefni sem farið var af stað með á vormánuðum árið 2014. Velferðarráðuneytið gerði samning við búsetudeild Akureyrarbæjar og Sveitarfélagið Árborg um innleiðingu á hugmyndafræði valdeflingar og átti innleiðingin að ná bæði til íbúa og starfsfólks. Búsetudeild Akureyrarbæjar sá um að innleiða hugmyndafræðina í þjónustu við fólk með geðröskun sem býr í sjálfstæðri búsetu. Sveitarfélagið Árborg tók að sér að innleiða og styrkja hugmyndafræði valdeflingar í þjónustu við fólk með þroskahömlun sem býr í sjálfstæðri búsetu. Markmið verkefnis Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að styrkja hugmyndafræði valdeflingar og notendasamráð í þjónustu við fólk með geðröskun sem býr í sjálfstæðri búsetu á Akureyri. Verkefnið var unnið á þjónustusvæði bú setu deildar Akureyrar og nær bæði til íbúa og starfsfólks. Íbúafjöldi er um 40 manns. Fimm búa á áfangaheimilinu Hamra- túni. Fimm einstaklingar búa í þjónustukjarnanum Skútagili, tveir einstakl ingar sækja þangað þjón ustu og aðrir fimm í þjón ustu­ kjarnanum Vallar túni. Síðan eru um 25 einstaklingar sem þiggja þjónustu frá Gránufé l ags teyminu . Teymið er hluti af almennri félagslegri heimaþjónustu og er fyrir einstaklinga með geðfötlun og viðvarandi vímuefnavanda. Þjónustan felst í því að starfsmenn eru til aðstoðar frá kl. 10:00 til kl. 20:00 alla daga vikunnar. Íbúarnir þurfa mjög mismunandi þjónustu en reynt er að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur. Starfsmannafjöldinn er um 30 manns í mismikilu starfshlutfalli. Þannig að allt í allt nær verkefnið til um 70 manns. Framkvæmd verkefnisins var á þá leið að skipaður var þriggja manna vinnuhópur fagfólks til að móta hugmyndir að verklagi og leiðum til að innleiða hugmyndafræði vald- eflingar í búsetuþjónustu við fólk með geðröskun. Vinnuhópurinn, sem leiddi þetta verkefni, útbjó margvíslegt fræðsluefni, m.a. fræðslufyrirlestra, fræðslumöppur fyrir vinnustöðvar og kynningarbækling um valdeflingu. Sýnd voru fræðslumyndbönd, geð- veikar batasögur kynntar til leiks, vinnusmiðjur og beinar leiðbeiningar veittar til starfsmanna og íbúa. Fræðslan var sniðin að þörfum starfsfólks og notenda og fól í sér að markvisst væri unnið að því að starfsfólk og notendur störfuðu á jafningjagrunni. Einnig var leitað leiða til að efla samvinnu milli notenda og starfsfólks og nýta betur styrkleika starfsmanna og dreifa ábyrgðinni. Þær leiðir, sem við notuðum við innleiðinguna, voru fræðsla fyrir stjórnendur, fagmenntaða starfsmenn og einnig ófaglærða starfsmenn. Íbúar þjónustukjarnanna fengu einnig fræðslu en þeir höfðu val um hvort þeir tækju þátt í fræðslunni. Haldin voru fræðslukvöld fyrir notendur í þeim tilgangi að styðja þá og styrkja í að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi. Reynt var að efla frumkvæði þeirra og þeir hvattir til að taka þátt í ákvörðunum við uppbyggingu á þjónustunni. Einnig var lagður grunnur að því að setja á laggirnar notendasamráð. Í upp- hafi verkefnisins var gerð könnun, sem lögð var bæði fyrir íbúa og starfsmenn, til að mæla eða meta þekkingu þeirra á valdeflingu. Könnunin var síðan endurtekin í lok verkefnisins og var útkoman mjög jákvæð. Í upphafi verkefnisins voru skilgreindir þrír hópar sem kynna skyldi hugmyndafræðina um valdeflingu á tímabilinu september 2014 – janúar 2015. Fyrsti hópurinn voru starfsmenn sem vinna í þjónustukjörnum og Gránufélagsteyminu, annar hópurinn voru síðan íbúar eða notendur þjón- ustukjarnanna Skútagils og Vallartúns og þriðji og síðasti hópurinn voru íbúar eða notendur á áfangaheimilinu Hamratúni. Alls var könnunin lögð fyrir 18 almenna starfsmenn og 15 íbúa. Þar sem erfitt getur verið að ná til íbúa sem eru í þjónustu Gránufélagsteymis var ákveðið að leggja könnunina ekki fyrir þann hóp. Könnunin Útbúinn var spurningarlisti sem innihélt sex spurningar með svarmöguleikunum; mjög vel, frekar vel, frekar illa og illa. Meðfylgjandi eru spurningarnar og helstu niðurstöður fyrir hópana þrjá. 1. Hversu vel þekkir þú hugmyndafræði valdeflingar? Í upphafi voru 12 sem þekktu hugmyndafræði illa eða Starfs fólkið legg­ ur áherslu á að skapa aðstæður fyrir notendurna til að geta komið í framkvæmd eigin hugmyndum svo þeir fái notið sín sem best og upplifað sig sem virka þátttakendur í samfélaginu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.