Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 36

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 36
36 Niðurstöður og ályktun: Vinnan við gerð þjónustuyfirlitsins var bæði skemmtileg og krefjandi og kom af stað áhugaverðum umræðum. Við lögðum áherslu á að allir iðjuþjálfar á Landakoti tækju virkan þátt til þess að reynsla og þekking hvers og eins nýttist sem best. Þegar við tókum þjónustuna saman í yfirlitstöflu varð okkur ljóst hversu fjölbreyttar aðferðir við notum. Það eru bæði þarfir skjólstæðinga og bakgrunnur iðjuþjálfa sem hefur áhrif á það hvaða aðferð er valin hverju sinni. Í þessari vinnu áttuðum við okkur líka á að við myndum vilja gera ákveðnar áherslubreytingar varðandi forgangsröðun. Við vorum sammála um að við myndum vilja auka áherslu á íhlutun þar sem leiknilíkanið, og þar með iðjan, er í forgrunni. Þróunin hefur hins vegar verið sú að mikil áhersla hefur verið á mat og útvegun hjálpartækja. Einnig teljum við að framkvæma mætti endurmat með formlegri hætti og nýta matstæki betur en gert er í dag. Í þessu samhengi mætti leggja meiri áherslu á samstarf og samræmingu aðferða milli starfsstöðva iðjuþjálfa innan Land- spítalans. Þjónustuyfirlitið veitir ekki bara góða yfirsýn yfir þjónustuna heldur nýtist auk þess sem verkfæri til að tengja saman fræði og starf. Gerð þjónustuyfirlits hefur myndað vettvang til þess að fara yfir þjónustu mismunundi skjólstæðingshópa, samræma aðferðir og fá umræðu um notkun nálgana upp á yfirborðið, t.d. hvaða nálganir er verið að nota og mögulegar nýjungar. Verkefnið hefur undið upp á sig, eins og oft vill verða, og teljum við þörf fyrir það að gera enn nákvæmara þjónustuyfirlit fyrir helstu skjólstæðingshópa á Landakoti. Af framangreindu má sjá að reynsla okkar af því að taka saman þá þjónustu, sem við erum að veita og horfa á hana með gagnrýnum augum, er mjög góð. Við mælum með því að sem flestir iðjuþjálfar gefi sér tíma til þess að staldra við og skoða hvaða þjónustu þeir eru að veita. Leiðir til þess eru fjölmargar og gerð yfirlitstöflu er bara ein af þeim. Elín, Eyrún og Jóhanna Page 3 þess að fara yfir þjón stu mismunundi skjólstæðingshópa, samræma aðferð r og fá umræðu um notkun nálgana upp á yfirborðið, t.d. hvaða nálganir er verið að nota og mögulegar nýjungar. Verkefnið hefur undið upp á sig, eins og oft vill verða, og teljum við þörf fyrir það að gera enn nákvæmara þjónustuyfirlit fyrir helstu skjólstæðingshópa á L ndakoti. A framangreindu má sjá að reynsla okkar af því að taka saman þá þjónustu, sem við erum að veita og horfa á hana með gagnrýnum augum, er mjög góð. Við mælum með því að sem flestir iðjuþjálfar gefi sér tíma til þess að staldra við og skoða hvaða þjónustu þeir eru að veita. Leiðir til þess eru fjölmargar og gerð yfirlitstöflu er bara ein af þeim. Þættir OTIPM Þjónustulíkan Fisher Aðgerðarlýsing Matsaðsferðir/iðjugreining Óformleg Matstæki Mælitæki Matslota 1. Iðja - aðstæður Skjólstæðingssýn Styrkleikar/erfiðleikar Mat á þörf fyrir hjálpartæki Óformleg viðtöl (COPM/OSA til hliðsjónar) Hluti iðjumyndar Iðjuhjól COPM (nemar) MOHOST (nemar) Matslota 2. Framkvæmdagreining (e. performance analysis) Framkvæmdagreining Ökumat Áhorf A-ONE (ADL- kvarði) Modified Barthel Index AMPS Matslota 3. Athafnagreining (e. task analysis) Gátlisti við heimilisathuganir Klukkupróf A-ONE (NB- kvarði) MMSE Dynamometer Liðmælingar Tafla 1. Matslota Matsaðferð/iðjugreining Óformleg Matstæki Mælitæki Endurmatslota (Eftir að mat hefur farið fram á Landakoti eða á bráðasviði LSH) Framkvæmdagreining Óformleg viðtöl Áhorf Klukkupróf A-ONE (ADL-kvarði) A-ONE (NB-kvarði) Modified Barthel Index MMSE Dynamometer Liðmælingar Tafla 2. Endurmatslota

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.