Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 50

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 50
50 Nína JensenÞórunn Sif Héðinsdóttir Mænuskaði er afdrifaríkur atburður sem hefur veigamikil áhrif á líf fólks og breytir stefnu þess á augabragði. Færni til að takast á við daglegar athafnir er ekki sú sama og áður og þarf fólk að tileinka sér nýjar aðferðir við framkvæmd verka. Í kjölfarið fer umhverfið að skipta mun meira máli en fyrr, hlutir, samfélagshópar, rými og viðfangsefni í samfélaginu ásamt efnahag, menningu og stjórnarfari eru allt þættir sem ýmist ýta undir eða draga úr þátttöku fólks með mænuskaða. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun fólks, sem hlotið hefur mænuskaða, af þeim breytingum, sem verða á þátttöku í iðju við skaðann, og kanna hvernig þeir brugðust við því. Eftirfarandi spurningar voru settar fram: (1) Hvaða breytingar upplifa einstaklingar á daglegu lífi í kjölfar mænuskaða? (2) Hvernig takast þeir á við breytingarnar? Til að svara spurningunum varð eigindleg viðtalsrannsókn fyrir valinu og notast var við viðtalsramma Iðjusögu sem er matstæki byggt á Líkaninu um iðju mannsins (MOHO), en sú hugmyndafræði stýrði rannsókninni. Auglýst var eftir þátttakendum meðal félagsmanna Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) og gerðust sex félagsmenn þátttakendur í rannsókninni. Viðtöl voru tekin við fjóra karlmenn og tvær konur á aldrinum 24-50 ára, sem höfðu alskaða frá hryggjarlið C6 eða neðar og slösuðust fyrir a.m.k. þremur árum. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt og síðan þemagreind. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ráðstöfun tíma og orku var breytt og þörf var á nýjum aðferðum til að takast á við dagleg verk vegna skertrar færni. Hlutverk þátttakenda tóku líka breytingum þar sem viðfangsefni sumra hlutverka þurfti að aðlaga að breyttri færni og öðrum viðfangsefnum gátu þeir ekki lengur gegnt vegna þess að þeir réðu ekki við þau. Þá tóku sumir að sér ný hlutverk, s.s. að berjast fyrir réttindamálum fatlaðra. Ýmsir umhverfisþættir höfðu áhrif á þátttöku viðmælenda í daglegu lífi og ýttu ýmist undir eða takmörkuðu hana. Mikilvægt var fyrir þátttakendur að fá stuðning og hvatningu frá fjölskyldum og vinum en há þrep, þröng rými og torfær náttúra eru dæmi um hindranir sem þátttakendur upplifðu. Hugarfar hafði mikið að segja um hvernig viðmælendum gekk að takast á við breytingar sem fylgdu mænuskaðanum. Jákvæðni og bjartsýni einkenndu suma en aðrir áttu erfiðara með að fóta sig í lífinu og sætta sig við hlutskipti sitt. Flestir höfðu það viðhorf að horfa ekki á vandann heldur tækifæri sem buðust. Lykilhugtök: Mænuskaði, umrótar- breyt ingar, daglegt líf, þátttaka. Leiðbeinandi: Kristjana Fenger „Maður þurfti auðvitað að læra allt upp á nýtt.“ Breytingar á daglegu lífi í kjölfar mænuskaða 3.2. Iðjuþjálfi miðlar af þekkingu sinni og reynslu til annarra iðjuþjálfa, nemenda og samstarfsfólks. Er þekking mín og reynsla sem iðjuþjálfi mitt einkamál? Án þess að hugsa sérstaklega um það, erum við daglega að miðla þekkingu og reynslu til okkar þjónustuþega. En hvenær deildi ég síðast þekkingu minni til annarra í starfsumhverfinu? Siðaregla 3.2 bendir á að iðjuþjálfi miðli þekkingu sinni og reynslu til annarra iðjuþjálfa, nemenda og samstarfsfólks. En af hverju? Hvers vegna er það ekki mitt einkamál hvort og hverjum ég miðla af þekkingu minni og reynslu? Um leið og þetta er sagt koma upp hugtökin fagleg ábyrgð og starfsskyldur. Hluti af fagmennskunni er að vera opin/n fyrir því að leiðbeina og fræða aðra í starfsumhverfinu. Umfjöllun um siðareglur Það getur til dæmis átt sér stað í formi samtala, greinaskrifa eða fyrirlestrahalds. Fagmaður er hluti af hópi sem lýtur ákveðnum lögmálum og þar eru þjónusta og þátttaka mikilvæg gildi. En hvað skal segja ef upp koma hagsmunaárekstrar? Á iðjuþjálfi að gefa frá sér þekkingu og reynslu jafnvel þó svo að það stríði gegn hans eigin hagsmunum? Siðareglur geta hjálpað til við að greiða úr slíkri siðferðislegri klemmu. Þær eru vegvísir og hvetja til umræðu en veita ekki alltaf einhlít svör. Ábyrgðin er okkar að halda umræðunni vakandi og takast á við nýjar áskoranir. Guðrún Áslaug Einarsdóttir iðjuþjálfi og guðfræðingur.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.