Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 37

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 37
37 Í framhaldi af erindi mínu á vísindadegi iðjuþjálfa Landspítala (LSH) árið 2013 um þjónustuyfirlit sem grundvöll gæðaeftirlits og hugmyndaþróunar í iðjuþjálfun voru haldnar nokkrar vinnusmiðjur með öllum iðjuþjálfum spítalans. Iðjuþjálfar LSH vinna á níu starfsstöðvum, þ.e. bráðadeildum í Fossvogi og á Hringbraut, Barna- og unglingageðdeild, endurhæfingardeild Grensási, geðsviði fullorðinna á Hringbraut, á Kleppi, í Laugarási og Samfélagsgeðteyminu á Reynimel, auk öldrunarlækningadeilda á Landakoti. Í vinnusmiðjunum unnu iðjuþjálfar mismunandi starfsstöðva að því að ákvarða hvaða þjónustuferli væri æskilegt að nota fyrir viðkomandi starfsstöð og hvernig best væri að útbúa yfirlitstöflur yfir starfsemi þeirra. Mikil vinna fór í hönd og var frábær afrakstur hennar kynntur á Málþingi iðjuþjálfa LSH í nóvember 2014. Niðurstöður þessarar vinnu urðu þær að best væri að styðjast við tvö þjónustuferli iðjuþjálfa á LSH, Occupational Therapy Intervention and Process Model, skammstafað OTIPM (Fisher, 2009) og þjónustuferli tengt hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins, eða Model of Human Occupation (MOHO) (Forsyth og Kielhofner, 2002; Forsyth, o.fl., 2014; Kielhofner og Forsyth, 2008). Iðjuþjálfar á bráða-, endurhæfingar­ og öldrunardeildum LSH notast við OTIPM en iðjuþjálfar á geðsviði styðjast við þjónustuferli MOHO. Markmið þessarar greinar er að skoða eiginleika þjónustuferlanna tveggja og tengja þá notkunarmöguleikum á starfsstöðvum iðjuþjálfa. Aðferðin var samanburður heimilda um sérstöðu þjónustu ferlanna, að greiningu þeirra frá öðrum þjónustuferlum og samræmi á milli þjónustuferla og hugmyndafræði. Einnig voru hugleiðingar um notagildi þjónustuferlanna við gerð þjónustuyfirlitstaflna hafðar í huga. OTIPM Þjónustuferlið Þáttum OTIPM þjónustuferlisins er lýst nánar í greininni „Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæðaþróunar innan iðjuþjálfunar“ annars staðar í þessu blaði. Fyrst er fjallað um OTIPM þjónustuferlið í Eleanor Clarke Slagle fyrirlestri Anne Fisher árið 1998. Ástæðan fyrir því að Fisher fannst þörf á nýju þjónustuferli var að hún taldi mikilvægt að leggja ríkari áherslu á ákveðna þætti í þjónustu iðjuþjálfa í ferlinu. Í fyrsta lagi fannst henni iðjusýnin ekki alltaf vera augljós í starfi klínískra iðjuþjálfa. Við nánari athugun hennar á klínískri vinnu iðjuþjálfa benti flest til að skipta mætti athöfnum, sem notaðar eru til íhlutunar iðjuþjálfa, niður í sex flokka. Fyrsti flokkurinn snerist um undirbúning fyrir íhlutun. Sem dæmi um undirbúning má nefna hitameðferð fyrir gigtarsjúklinga, eða spelkur til varnar kreppum. Æfingar til þjálfunar sérstakra þátta líkamsstarfsemi (s.s. beinar æfingar til að auka hreyfiferla, eða keiluhleðsla til að bæði styrkja vöðva og auka hreyfiferla) tengdust öðrum flokki íhlutunar athafna. Þriðji flokkurinn felur í sér eftirlíkingu af iðju, þar sem tilgangi hefur verð bætt við beinar æfingar (t.d. skera niður leir í stað matar). Fjórði flokkurinn höfðaði til endurbætandi eða lagfærandi iðju, þar sem raunverulegar athafnir í eðlilegu umhverfi eru notaðar til að draga úr einkennum og auka færni (t.d. spila á spil til að draga úr athygliskerðingu). Í fimmta flokknum felst áunnin iðja sem lítur sömu skilgreiningu og endurbætandi iðja að öðru leyti en því að ávinningurinn tekur mið af framkvæmdafærni en ekki einkennum. Sjötti flokkurinn snýst um aðlagaða iðju (s.s. notkun breyttra aðferða, aðlögunar á umhverfi og/eða hjálpartækja til að draga úr áhrifum færniskerðingar). Að fengnum þessum niðurstöðum þróaði Vinnusmiðjur iðjuþjálfa LSH: Umfjöllun um þjónustuferli og yfirlitstöflur Guðrún Árnadóttir, PhD, MA, BMROT hefur umsjón með þróunar- og rannsóknarvinnu iðjuþjálfa á Landspítala. Hún er einnig klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.