Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 11
11
Eftir að hafa starfað við iðjuþjálfun á Íslandi í 11 ár tók ég þá ákvörðun
að flytja til Svíþjóðar og prófa lífið
þar. Haustið 2005 pökkuðum við
fjölskyldan búslóðinni og hófum líf á
nýjum stað. Ég fékk starf sem iðjuþjálfi
hjá Ronneby–kommun í Blekinge,
næstminnsta léni Svíþjóðar. Blekinge
er staðsett í Suður-Svíþjóð, austan við
Skán. Ronneby-kommun liggur að
Eystrasaltinu, með fallegan skerjagarð
og um 800 smáeyjar. Íbú ar í Ronneby
kommun eru um 28 þúsund, þar af
tæplega helmingur í Ronne by sjálfri,
restin (hinn hlutinn) í smábæjunum og
sveitunum í kring.
Það fyrsta sem þarf að gera til að
fá vinnu sem iðjuþjálfi í Svíþjóð er
að fá sænska löggildingu, eða legiti-
mation. Einnig er mikilvægt að kunna
tungumálið. Atvinnu leysi meðal iðju-
þjálfa er mjög lítið og er reiknað með
að eftirspurnin aukist á komandi árum.
Síðustu árin á Íslandi vann ég á
Droplaugarstöðum í Reykjavík og verð
ég að viðurkenna að oft á tíðum sakna
ég starfsins þar.
Sem iðjuþjálfi í Ronneby kommun er
starfið mjög frábrugðið því sem var á
Droplaugarstöðum í Reykjavík, þrátt
fyrir að skjólstæðingahópurinn sé nánast
sá sami. Hér eru iðjuþjálfar ráðnir hjá
sveitarfélaginu en ekki á einstaka heimili
eins og venjan er á Íslandi. Í dag eru 10
iðjuþjálfar fastráðnir á öldrunarsviði
Ronneby kommun og einn á hæfingar
og geðsviði. Í Ronneby kommun eru
sjö hjúkrunarheimili. Heimahjúkrun
og heimaþjónusta eru einnig á vegum
sveitarfélagsins þannig að iðjuþjálfarnir
sinna einstaklingum í heimahúsum líka.
Einn iðjuþjálfi er þá kannski með eitt
hjúkrunarheimili og svo hverfið í kring og
jafnvel eitt hverfi til. Þetta þýðir að hvert
hjúkrunarheimili er bara með iðjuþjálfa í
hlutastarfi, aldrei meira en 50%. Starfið
felst mikið í mati á hjálpartækjaþörf,
útprófun á hjálpartækjum og stuðningi
við starfsfólk i umönnun. Oft snýst sá
stuðningur um vinnutækni og aðlögun
vinnuaðstöðu.
Teymisfundir eru reglulega á hverri
deild og í hverjum heima þjónustu hóp,
þar sem allt teymið hittist. Teymið skipa
iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, hjúkrunar
fræð ingur, deildarstjóri, sjúkra liðar og í
heima þjónustu hópunum er
einn ig verið með svo kallaður
„bistånds handläggare” sem
er sá aðili sem úrskurðar um
hlutfall heimaþjónustu fyrir
hvern og einn. Á fundinum
er farið yfir stöðu mála
varðandi skjólstæðingana
og ýmislegt annað í starfseminni.
Skoðaðar eru tilkynningar um fall,
þ.e. um einstaklinga sem hafa dottið.
Starfsfólk er skyldugt að skrifa skýrslu
fyrir hvert einstakt fall sem það verður
vitni að eða kemur að. Teymið metur í
sameiningu alvarleika þessa tiltekna falls
og hættuna á að það gerist aftur. Eftir
það er ákveðið hvort einhverra aðgerða
sé þörf eða ekki og þá hverra.
Allir iðjuþjálfar eru skyldugir að
skrifa skýrslur um allt sem snýr að skjól-
stæðingum. Alltaf þarf að framkvæma
mat áður en nokkur íhlutun er gerð. Sem
dæmi má nefna ferlið við hjálpartæki.
Fyrst er gert mat á færni einstaklingsins
og skerðingu og þörf fyrir hjálpartæki,
eftir það skráð hvaða tæki eru
prófuð og hvers vegna. Að lokum er
skrifuð svokölluð „ordination” þar
sem fram kemur hvaða hjálpartæki
einstaklingurinn fær, hvernig tækið
skal notast og hvenær. Einnig er skráð
hvenær endurmat skal gert. Sama á við
um þjálfun, heimilisathuganir og allt
annað sem snýr að skjólstæðingnum.
Reglan er sú að það, sem ekki er skráð,
hefur ekki verið framkvæmt.
Allir iðjuþjálfar, sjú kra þjálfarar og
hjúkrunar fræðingar sveitar félagsins
hafa skrifstofu- og matar aðstöðu í
sama húsi, þar sem fólk skrif ar skýrslur
og sinnir annarri skrifborðsvinnu og
drekkur morgun kaffið
áður en haldið er út á hin
ýmsu hjúkrunarheimili
og til að sinna sjúkum í
heimahúsum.
Frá því í nóvember síðast-
liðnum hefur starf mitt
ekki verið hið hefðbundna
iðjuþjálfastarf heldur vinn ég við gæða-
þróunarverkefni ásamt hjúkr unar fræð-
ingi og sjúkraþjálfara. Þetta er tíma-
bundið verkefni sem er áætlað að standi
fram til sumarsins 2016. Markmiðið er að
skoða öldrunarþjónustu sveitarfélagsins
alveg niður í kjölinn og auka gæði
þjónustunnar fyrir einstaklinginn. Ekki
verður fjallað nánar um það verkefni
núna enda stutt á veg komið.
Fram að þessu verkefni var stafs-
vettvangur minn eftirfarandi: Eitt
hjúkrunarheimili eingöngu fyrir fólk
með heilabilun (42 íbúar), annað
blandað hjúkrunarheimili (48 íbúar),
ein deild fyrir eldri geðfatlaða (6 íbúar),
líknardeild með fjórum plássum og
skammtímadeild með 14 plássum.
Íslenskur iðjuþjálfi
í Svíþjóð
Jóhanna Rósa Kolbeins
Reglan er sú
að það, sem
ekki er skráð,
hefur ekki verið
framkvæmt.