Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 48

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 48
48 Þjónusta við aðstandendur einstaklinga með geðrænan heilsufarsvanda Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur þess var að afla ítarlegra upplýsinga um áhrif geðræns heilsufarsvanda nákomins einstaklings á líf og líðan aðstandenda og komast að hvaða þörf þeir hefðu fyrir þjónustu. Til að stýra heimildaleit og afmarka viðfangsefnið voru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram: Hvaða áhrif hefur það á aðstandendur þegar nákominn einstaklingur er með geðrænan heilsufarsvanda? Hvaða stuðn ing býður geðheilbrigðisþjónustan upp á fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænan heilsufarsvanda og hvern ig hefur hann reynst? Hugmyndafræði valdeflingar og skjól stæðings- og fjölskyldumiðaðrar nálgunar voru hafðar að leiðarljósi í verkefninu. Heimildasamantekt leiddi í ljós að aðstandendur upplifðu m.a. aukið álag í daglegu lífi, samskiptaörðugleika og fordóma í garð þess veika og þeirra sjálfra. Einnig kom fram að þeir höfðu þörf fyrir margvíslegan stuðning, bæði frá heilbrigðisstarfsfólki og öðrum í sambærilegum aðstæðum. Auk þess vildu þeir hafa greiðan aðgang að hagnýtum upplýsingum sem sneru t.d. að eðli geðsjúkdóma, bjargráðum og hvert þeir ættu að leita eftir þeirri þjónustu sem í boði er. Til að takast á við aðstæður sínar á árangursríkan hátt þurfti umhverfið að bjóða upp á ýmiss konar úrræði. Niðurstöður heimildasamantektar voru nýttar til að þróa námskeið ætlað aðstandendum einstaklinga með geðrænan heilsufars- vanda á höfuðborgarsvæðinu. Mark- mið námskeiðsins er fyrst og fremst að þátttakendur nái betri stjórn á eigin lífi, eflist í hlutverki sínu sem umönnunaraðilar og kynnist aðferðum til að takast á við aðstæður sínar. Lykilhugtök: Aðstandendur, ein- stakl ingar með geðrænan heilsufars- vanda, geðheilbrigðisþjónusta, stuðn- ingur. Leiðbeinandi: Sólrún Óladóttir, lektor. Hjördís Inga Hjörleifdóttir Jóhanna Ósk Snædal Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá upplýsingar um sjónarhorn almennings á Íslandi til þunglyndis. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver eru við- horf og skilningur almennings á þunglyndi? Rannsóknin var eigindleg og gagna aflað með þremur 3­6 manna rýnihópum. Rýnihópaumræður fóru fram á höfuðborgarsvæðinu. Auglýst var eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum og opinberum stöðum. Alls tóku 14 manns þátt, 12 konur og tveir karlmenn á aldrinum 18 til 66 ára. Í rýnihópunum var stuðst við opinn, óstaðlaðan viðtalsramma með örsögu og umræður hópanna afritaðar orðrétt, kóðaðar og greindar í þemu. Niðurstöður mynduðu þrjú meginþemu: Það sem ekki sést, Samfélagið og Að upplýsa og fræða. Viðmælendur töldu að sjúkdómur á borð við þunglyndi færi ekki í manngreinarálit og margir væru ekki tilbúnir að horfast í augu við vandann. Margir þættir gætu haft b a t a h ve t j a n d i áhrif og flestir voru þeirrar skoð unar að með ferð þyrfti að vera einstaklings- bundin. Til að með ferð bæri árangur þyrfti hún að vera aðgengilegri og þörf væri á fleiri niðurgreiddum úrræðum. Ástæða þess að fólk leitaði sér ekki hjálpar væri m.a. vegna kostnaðar og vegna fordóma í samfélaginu en jafnframt vegna eigin fordóma. Þátttakendur voru sammála um að kröfurnar og pressan í íslensku samfélagi hefði mikil áhrif á þá sem glíma við erfiðleika. Gildi fræðslu og þekkingar kom skýrt fram og mikilvægt væri að fræða börn og ungmenni um málið. Slík fræðsla var talin geta dregið „Við Íslendingar erum svona… hvað segirðu? Ég segi allt fínt þó allt sé í steik.“ Viðhorf almennings til þunglyndis úr fordómum. Jákvætt væri að opna umræðuna um þessi mál og að það gæti hjálpað öðrum að átta sig á að fleiri væru að glíma við svipuð vandamál. Nauðsynlegt er að kanna viðhorf al- mennings til að efla þverfaglega þekk­ ingu fagfólks og betrumbæta aðferðir til heilsueflingar. Lykilhugtök: þunglyndi – viðhorf – almenningur – eigindleg rannsókn Leiðbeinandi: Sonja Stelly Gústafs- dóttir. Stefán E. Hafsteinsson Kristín V. Tomsen Berglind Steinarsdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.