Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 35

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 35
35 Á Landakot koma aldraðir til endur-hæfingar vegna sjúkdóma og áfalla. Ástæða innlagnar er í flestum til vikum fjölþætt og félagslegar að- stæður hafa einnig áhrif. Algengast er að skjólstæðingar fái þjónustu iðjuþjálfa vegna heilabilunar, hjarta- og lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma, einkenna frá stoðkerfi, geðrænna sjúkdóma og eftir endurteknar byltur. Iðjuþjálfar starfa í þverfaglegum teymum á legudeildum, dagdeild og göngudeildum. Í flestum tilvikum er unnið eftir þjónustuferli Anne G. Fisher, Occcupational Therapy Intervention Process Model (OTIPM), en önnur ferli notuð eftir þörfum. Á síðasta ári lögðu iðjuþjálfar á Landakoti í þá vinnu, líkt og aðrar starfsstöðvar á Landspítalanum, að taka saman yfirlit yfir þá þjónustu sem þeir veita og setja upp í yfirlitstöflu. Meginmarkmiðið var að bæta þjónustuna sem þeir veita. Til þess að vinna að þessu markmiði var auk þess leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða þjónusta er til staðar? 2. Hvernig er forgangsraðað? 3. Hvað stýrir þjónustunni? 4. Hvað mætti gera með öðrum hætti og hvers vegna? Þjónustuyfirlit Yfirlitstaflan tekur mið af OTIPM og skiptist í þrjá meginflokka: matslotu, íhlutunarlotu og endurmatslotu. Hér að neðan verður farið stuttlega yfir þá þjónustu sem iðjuþjálfar á Landakoti veita út frá þessum flokkum. Yfirlitstaflan verður ekki sýnd í heild sinni en dæmi um uppbyggingu slíkrar töflu má sjá í grein Guðrúnar Árnadóttur og Sigrúnar Garðarsdóttur Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæðaþróunar innan iðjuþjálfunar sem finna má í þessu blaði. Matslota: Stór þáttur í starfi iðjuþjálfa á Landakoti felst í að meta færni við daglega iðju. Stundum lýkur þjónustu eftir að mat hefur farið fram en í flestum tilvikum fylgir íhlutun í kjölfarið. Við matið nota iðjuþjálfar ýmis matstæki, greina verk og framkvæmd, beita áhorfi og taka viðtöl. Líkamlegir og vitrænir þættir, sem geta haft áhrif á færni skjólstæðinga, eru einnig metnir. Farið er yfir viðfangsefni sem skjólstæðingurinn fæst við í sínu daglega lífi, bæði þau sem ganga vel og þau sem hann á erfitt með að sinna. Iðjuþjálfar meta auk þess þörf fyrir hjálpartæki og fara í heimilisathuganir eftir þörfum. Mat á færni við akstur er framkvæmt í samstarfi við ökukennara þegar það á við. Yfirlit yfir helstu matstæki má sjá í töflu 1. Íhlutunarlota: Íhlutun, sem iðjuþjálfar á Landakoti veita, er afar fjölbreytt. Hún getur m.a. falist í að kenna nýjar leiðir við að framkvæma daglegar athafnir, færniþjálfun og aðlögun á heimili. Auk þess veita þeir fræðslu og ráðgjöf til skjólstæðinga og aðstandenda. Endurhæfing fer bæði fram sem einstaklingsþjálfun og í hópum. Áhersla er lögð á að bæta andlega líðan og félagslega hæfni með ýmiss konar hópastarfi. Iðjuþjálfar taka einnig þátt í umræðuhópum fyrir aðstandendur á minnismóttöku. Útvegun, prófun og kennsla í notkun hjálpartækja er mikilvægur þáttur í starfi iðjuþjálfa á Landakoti, og þá sjá þeir einnig um spelkugerð þegar þess er þörf. Iðjuþjálfar á Landakoti nota allar fjórar íhlutunarleiðir OTIPM í sinni þjónustu, þ.e. jöfnunarlíkanið, leiknilíkanið, lagfæringarlíkanið og fræðslulíkanið. Á heildina litið má þó segja að megináhersla sé á aðferðir sem falla undir jöfnunarlíkanið, þar sem hjálpartæki og aðlögun á umhverfi gegna þýðingarmiklu hlutverki. Endurmatslota: Endurmat er gjarnan gert með óformlegum hætti á Landakoti, þ.e. með áhorfi eða viðtölum. Í töflu 2 má sjá þau matstæki sem notuð eru við endurmat. Tekið skal fram að upprunalegt mat á sér ekki alltaf stað á Landakoti. Í sumum tilfellum fer slíkt mat fram á bráðasviði Landspítalans og er þá um endurmat að ræða á Landakoti. Við útskrift getur verið þörf fyrir eftirfylgd iðjuþjálfa, t.d. vegna hjálpartækja og áframhaldandi þjálfunar á öðrum stöðum. LSH- Jóhanna og Eyrún Iðjuþjálfun á Landakoti gerð þjónustuyfirlits sem liður í bættri þjónustu Elín María Heiðberg, Jóhanna Elíasdóttir, Eyrún Björk Pétursdóttir Elín María Heiðberg iðjuþjálfi á öldrunarlækningadeildum Landspítala Jóhanna Elíasdóttir iðjuþjálfi á öldrunarlækningadeildum Landspítala Eyrún Björk Pétursdóttir iðjuþjálfi á öldrunarlækningadeildum Landspítala

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.