Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 16
14 Þjóðmál VETUR 2010
Ólöf Nordal
Stjórnarskráin í ölduróti
efnahagshruns
Glundroði í landinu
Þegar öldur falls bankanna risu sem hæst og stefnan verið sett á nýja ríkisstjórn
í upphafi árs 2009 hófust háværar raddir
um að breyta þyrfti stjórnarskrá landsins í
grundvallaratriðum . Var því jafnvel haldið
fram, að það hefði verið vegna ákvæða
stjórn ar skrárinnar sem bankarnir hrundu
og ís lenska þjóðin stæði frammi fyrir
alvarlegri kreppu . Forsætisráðherra nýorðin,
Jóhanna Sigurðardóttir, lagði til, strax og
ríkis stjórn hennar tók við 1 . febrúar 2009,
að þingið tæki til afgreiðslu breytingar á
stjórnarskipunarlögum .
Aldrei hafa fyrirhugaðar breytingar á
stjórn ar skrá verið lagðar fram í jafn miklu
snar hasti og þarna var gert . Má nánast
segja, að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar
hafi hrist málið fram úr erminni . Jafnframt
viku ríkis stjórn ar flokkarnir frá þeirri helgu
venju, að breyt ingar á stjórnarskrá yrðu
unn ar þann ig að samstaða næðist milli allra
flokka á Alþingi .
Var það að sönnu gagnrýni vert . Það hef-
ur svo komið á daginn, að sú afstaða ríkis-
stjórnarflokkanna að leita ekki breiðrar sam-
stöðu var ekki einskorðað við þetta tilvik
vorið 2009, heldur markaði upphaf þeirrar
stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur
að efna alltaf til ófriðar í málum, jafnvel
þeim þar sem friður var í boði . Um það er
hægt að nefna fjöldamörg dæmi, nú síðast
þegar friður var rofinn eftir að sáttanefnd
um sjávarútvegsmál lauk störfum og náði
samstöðu um grundvöll tiltekinna breyt inga
á fiskveiðistjórnunarkerfinu . Vart var blek ið
þornað í því samkomulagi þegar frammá-
menn ríkisstjórnarflokkanna vildu ekkert
við samkomulagið kannast . Þarf þó ekki
að fjölyrða um hversu mikilvægt það er að
samstaða náist um grundvallaratvinnugrein
þjóðarinnar . Og ekki er síður mikilvægt að
slík samstaða náist þegar óróinn er jafnmikill
og nú er, og brýnt að sæmileg ró sé um þessa
mikilvægu grein svo að hún geti skilað þeim
ábata í þjóðarbúið sem hún ávallt hefur
gert . Í stað þess er alvarlegur ágreiningur
uppi eftir að nefndin lauk störfum og
sjávarútvegsráðherra er önnum kafinn við
að koma hinni svokölluðu fyrningarleið á .
Það er nefnilega svo, að þegar ríkisstjórn-
in, sem nú situr, talar um samráð er svo
komið að hún hefur ekki burði til að leiða
mál til lykta á eigin spýtur . Þá sýnir hún sitt
raunverulega andlit, minnihlutaríkisstjórn