Þjóðmál - 01.12.2010, Side 17
Þjóðmál VETUR 2010 15
í skjóli brokkgengs meirihluta . Víst er, að
Íslendingar hafa síst þörf fyrir slíka ríkis-
stjórn í þeim efnahagshremmingum sem að
þjóðinni steðja . Það er dapurlegt fyr ir okkur
Íslendinga að við slíkar aðstæð ur skuli landið
vera jafn forystulaust og það nú er . Það hefur
sjaldan verið þýðingar meira að leiða menn
að samstöðu og leiða mál til lykta en nú .
Stjórnarskrármálið á vor mánuðum 2009 sýndi
að þeir flokkar sem komnir voru að völdum
höfðu lítinn áhuga á slíku samstarfi, enda virtist
það skoðun þeirra að Sjálfstæðisflokkurinn
ætti ekkert erindi upp á dekk, hvort sem það
varðaði almenna tillögugerð eða aðkomu að
stjórn arskrárbreytingum .
Frumvarp til laga um breytingu
á stjórnarskrá og stjórnlagaþing
lagt fram
Þegar umræður um breytingar á stjórn-arskrá og stjórnlagaþing hófust 2009
var óvíst um afdrif málsins . Sennilega hafa
flestir þó átt von á því að frumvörpin yrðu
samþykkt og að Sjálfstæðisflokkurinn einn
í andstöðu sinni hefði ekki burði til þess
að leggjast gegn málinu, svo stuttu eftir
afdrifarík stjórnarslit . Þó er þeim það ljóst,
sem vel til þekkja, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ávallt verið mjög áhugasamur um
að vandað væri til slíkra breytinga . Það
var því athyglisvert í opinberri umræðu
hversu harkalega Sjálfstæðisflokkurinn var
gagnrýndur fyrir að leggjast eindregið gegn
fyrirhuguðum breytingum og var nánast
samstundis vændur um málþóf og skilnings-
leysi á mikilvægum breytingum .
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir höfðu m .a .
keypt stuðning Framsóknarflokksins með
því að leggja fram og styðja frumvarp um
stjórnlagaþing, sem hefði það verkefni að
skrifa nýja stjórnarskrá . Þrátt fyrir það var
ætlunin að breyta stjórnarskránni þá þegar
um vorið 2009 í anda hugmynda Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs og Sam-
fylkingarinnar Á það m .a . við um auð-
linda mál og þá skoðun þessara flokka að
nauðsyn væri að kveða á um þjóðareign í
stjórnarskrá . Það var alveg óskiljanlegt að
leggja til annars vegar að stjórnarskráin
skyldi án tafar endurskoðuð af hálfu stjórn-
lagaþings og hins vegar að fyrst þyrfti að
breyta henni á ýmsan máta .
Þessi frumvörp voru lögð fram seint á
vor þingi og ætlun ríkisstjórnarinnar var
sú, að þau yrðu samþykkt fyrir kosn ingar
seinna um vorið . Eflaust hafa forystu menn
ríkis stjórnarinnar talið víst, að Sjálf stæðis-
flokk ur inn beygði sig í andstöðu sinni við
málið þegar ljóst var að kosningar voru á
næsta leiti og nauðsynlegt fyrir flokkinn að
heyja kosningabaráttu . Ekki síst í ljósi þess,
að fyrirsjáanlegt var að fylgi flokksins var
afar laskað vegna hruns bankanna og þeirra
efna hags legu áfalla sem fylgdu í kjölfarið . Þá
var auðvitað ljóst, að Framsóknarflokkur-
inn lagði mikla áherslu á að stjórnlaga þing
kæmist á og sameinuðust flokkarnir á þingi
í stjórn arskrármálinu vorið 2009 gegn Sjálf-
stæðis flokknum .
Það var skoðun nýkjörins formanns
flokksins, Bjarna Benediktssonar, og þing-
flokksins í heild að meginskylda þeirra væri
að standa vörð um grunngildi stjórnarskrár-
innar og ekki síst, að það grundvallar hlut-
verk sem á Alþingi hvílir við lagasetn ingu
skyldi aldrei af því tekið og því kom það
aldrei til álita af hálfu sjálfstæðismanna að
samþykkja að stjórnlagaþing tæki að sér
að semja stjórnarskrá með bindandi hætti .
Tókst því að stöðva þessar fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar vorið 2009 .
Festa í stjórnlögum
Miklu skiptir að vandað sé til verka þegar fyrir dyrum standa breyt-
ingar á stjórnarskrá . Íslensku stjórnar-