Þjóðmál - 01.12.2010, Page 25

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 25
 Þjóðmál VETUR 2010 23 við innleiðingu kvótakerfisins og hagræðing jókst þegar menn gátu selt og keypt einstakar tegundir . Þessi viðsnúningur gerðist á löngum tíma og með þeim hætti að útgerðarmenn keyptu hver annan út úr greininni . Frjálst framsal aflaheimildanna orsakaði það að skipum fækkaði, slíkt hefði ekki getað átt sér stað ef úthlutunin, sem átti sér stað árið 1984, hefði verið föst á skipin . Afkoman hefði ekki batnað án kvótakerfisins og 2000 skip væru að veiða of fáa fiska í örfáa mánuði á ári . Mynd 3 sýnir fjölda togara frá 1965, kvótakerfið stöðvaði botnlausa fjölgun togara og frjálst framsal fækkaði togurum . Sprenglærður hagfræðingur, sem ég fjalla nánar um síðar í greininni, skrifaði eftir- farandi á bloggsíðu sína í apríl 2010: Myndi það til dæmis líðast að aðrar eigur þjóðarinnar (svo sem Landsvirkjun eða Landsbankinn) væru færðar fáum út- völdum án endurgjalds eða á undirverði? Væri slíkt ekki hneiksli [sic]? Af hverju er þessu öðru vísi [sic] farið í sjávarútvegi?” Þegar horft er til stöðu greinarinnar árin fyrir kvótalögin þá er augljóst að ekki var verið að afhenda neitt á undirverði . Í stað þess að greinin var baggi á ríkisrekstri varð Mynd 2 . Rekstur sjávar- útvegs fyrirtækja hefur stórbatnað á síðustu ára tugum og er það ef- laust kvótakerfinu og framsali aflaheimilda að stórum hluta að þakka . Mynd 3 . Eins og sjá má stöðvaði kvótakerfið 1984 fjölgun togara og frjálst framsal aflaheimilda 1990 fækkaði togurum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.