Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 34

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 34
32 Þjóðmál VETUR 2010 forsjá hins opinbera . Flest okkar muna eftir fréttum sem glumdu á eyrum manna fyrir fáum árum um starfsmenn hins opinbera sem skildu tölvugögn sín eftir á víðavangi, í lestarklefum eða á bekkjum almennings- garða . Minniskubba og geisladiska sem báru upp lýsingar er vörðuðu öryggi ríkisins, leyni- þjón ustunnar, skattamál einstaklinga eða persónugreinanlega bankareikninga borg ar- anna . Þessi slóðaskapur einskorðast ekki við umrædd tölvugögn heldur gegn sýrir hann allt stjórnkerfi landsins . Stór glæpa menn: ofbeldismenn, morðingjar og þjófar valsa inn og út úr fangelsum landsins eða láta sig hverfa í „helgarfríinu“ þegar þeim hentar og finnast ekki meir . Oftast er það vegna þess að enginn er að leita að þeim . Þúsundir þeirra flækjast frjálsir um göturnar þar sem þeir halda áfram sinni fyrri iðu . Hrá skinna- leikurinn felst í að láta sem ríkið standi vörð um heill almennings, þegar raunin er að það eru löghlýðnir borgarar sem helst verða fyrir barðinu á lagasetningum sem eiga að vera þeim til verndar . Til að leggja áherslu á uppgjöf ríkisvaldsins fyrir þeim óskapnaði sem samfélagið stendur frammi fyrir vísar Dalrymple hins vegar í bók Anthony Burgess, A Clockwork Orange . Þessi vísun ætti að verða til þess að lesandinn finni kaldan hroll fara um sig . Dalrymple telur Burgess hafa verið forspáan um ofbeldis- hneigðina sem nú ríkir á götum Bretlands . Fullorðið fólk er hvergi óhult og enginn treystir sér lengur til að koma ókunnugum til varnar ekki einu sinni um hábjartan dag . Aldur ofbeldisseggjanna fer allt niður í átta ár . Málamyndadómar eru svo kveðnir upp, náist níðingarnir . En oft eru þeir aftur komnir á götuna áður en blóð fórnarlamba þeirra er fyllilega þornað . Við getum státað af góðri löggæslu hér heima, en aðra sögu er að segja af þeim mál um í Bretlandi . Bók Copperfields, Wasting Police Time, lýsir lífi ósköp venju- legs lögregluþjóns í smábæ úti á landi, sem í einfeldni taldi hlutverk sitt vera að gæta friðhelgi hins almenna borgara . Það tók hann varla einn dag að komast að því að ekkert var fjær lagi . Svo virðist sem aðal- tilgangur löggæslunnar þarna sé að koma í veg fyrir skráningu glæpa svo yfirmenn geti á skýrslum sýnt fram á fækkun þeirra í umdæmi sínu . Öllu sem sett getur blett á skýrslugerðina er ýtt til hliðar eða því drekkt í öðrum skýrslum . Við slíkar aðstæður verður frumskylda lögreglunnar að koma í veg fyrir handtöku óþjóðalýðsins frekar en að setja hann á sakabekk . Þessu til styrktar eru yfirfull fangelsi og dómstólar sem fara sér hægt svo að aukin þrengsli brjóti ekki á mannréttindum glæpalýðsins . Sérstök áhersla er hins vegar lögð á að löggæslumenn séu vel vakandi fyrir öllu sem flokkast getur und ir fordóma gagnvart minnihlutahóp um . Minnsta grunsemd um slíkt leiðir til fésekta sem flestar eru sóttar til almennra borgara í van máttugri uppreisn gegn kerfinu . Pólitísk rétthugsun ræður þarna ríkjum . Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu talar Dalrymple frá eigin brjósti . Eftir atlögu póstmódernistans Michel Foucault að geðheilbrigðisgeiranum hefur þjónusta við geðbilaða nánast verið lögð í rúst . Sjúkra húss plássum hefur verið fækkað svo mikið að eina lausn mála er að skáka geðbiluðu fólki á milli lögreglu og almennra sjúkrahúsa . Þetta gerist með því að enginn þori að taka á sig ábyrgð á greiningu sjúkdóms sem leitt getur til innlagnar . En, líkt og við upplifum á Íslandi í dag, þá háir fjárskortur ekki gælu verkefnum ríkisstjórnarinnar . Engu er líkara en að þeir viti firrtu stýri kerfinu því að peningar eru alltaf til fyrir dellumálin . Dalrymple nefnir dæmi úr sínu eigin starfsumhverfi þar sem læknum, jafnvel yfirlæknum með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.