Þjóðmál - 01.12.2010, Side 42
40 Þjóðmál VETUR 2010
að reglugerðarumhverfi fjármála kerfisins sé
þannig að bankakerfið vaxi Seðlabankanum
ekki yfir höfuð . Því þarf Seðlabankinn að ráða
yfir úrræðum og upplýsingum sem gera honum
kleyft að bregðast við í tíma ef minnsti grunur
vaknar um að fjármálakefið sé að þenjast of
hratt út . Bankastarfsemi yfir landamæri þarf að
lúta ströngum reglum og eftirlitshlutverk með
fjármálakerfinu og fjármálastöðugleika þarf
að vera á einum stað . Því ætti að færa banka-
eftirlitshlutverk FME til Seðlabanka og að FME
hafi einungis neytendavernd á sinni könnu .
Mikilvægt er að verðtrygging lána verði
afnumin sem meginform í lánasamningum
til að skerpa á virkni vaxtatækis Seðlabanka .
Jafnframt er mikilvægt að hamla sem mest
gegn erlendum lánum til einstaklinga og
fyrirtækja sem ekki hafa tekjur í erlendri
mynt . Með því er annars vegar komið í
veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti vikið sér
undan vaxtatæki Seðlabankans og hins vegar
minnkar gengisáhætta í hagkerfinu sem
styður aftur við fjármálalegan stöðugleika .
Vandi stjórnmálanna
Sú spurning hlýtur að vakna hvernig framfylgja á fjármálareglu eins og þeirri sem
hér er sett fram á vettvangi stjórnmálanna . Sagan
sýnir okkur að stjórnmálamenn eru tregir til að
binda hendur sínar þegar kemur að útgjöldum .
Freistingin fyrir ríkjandi stjórnvöld á hverjum
tíma til að „gefa í“ í aðdraganda kosninga er
mikil . Það eykur líkurnar á endurkjöri . Þá
getur þrýstingur frá hagsmunaaðilum orðið
stjórnmálamönnum um megn þegar kemur að
andstöðu við útgjaldaaukningu .
Hagfræðingar hafa fjallað mikið um skað-
leg áhrif óreglubundinnar fjármálastjórnar (e .
decretionary policies) sem koma fram í verð bólgu,
skuldasöfnun, hærri vöxtum og meiri óvissu og
þ .a .l . minni framleiðslu og efna hagslegri velferð .
Sjóndeildarhringur stjórn málamann nær oftar en
ekki aðeins fram að næstu kosningum og því þarf
að koma böndum á þá líkt og þegar Ódysseifur
lét binda sig við mastrið til að freistast ekki af söng
Sírenanna . Í dag er kjörið tækifæri til að binda
slíkar reglur í stjórnarskrá . En auð vitað þarf að
vera svigrúm ef eitthvað óvænt kemur upp . Hugsa
mætti sér að ef reglan, sem lýst er hér að framan,
yrði stjórn arskrárbundin, þyrfti aukinn hluta
þing manna til fara á svig við regluna – t .a .m . að
2/3 hluti þingmanna þyrfti að samþykkja til að
víkja mætti frá reglunni . Ef svo liti út að brjóta ætti
regluna án þess að um einhvers konar ófyrirséð
atvik væri að ræða myndi stjórnarandstaða beina
athygli að því að um stjórnarskrárbrot væri að
ræða . Þannig myndi pólitískur kostnaður fyrir
ráðandi stjórnvöld fylgja því að brjóta regluna .
Stjórnvöld í mörgum löndum hafa í gegnum
tíðina reynt að innleiða reglur sem þessar . Segja
má að Maastricht-skilyrðin séu greinar af þessum
meiði . Þá hafa Þjóðverjar og Svisslendingar gengið
svo langt að innleiða í stjórnarskrá sína að ekki
megi reka ríkissjóð með halla . Sama má segja um
mörg fylki Bandaríkjanna . Einnig þarf að tryggja
að stjórnvöld geti ekki farið á svig við regluna með
því að færa ráðstafanir fyrir utan efnahagsreikning .
Því ætti að taka upp að nýju kynslóðareikninga á
Íslandi en þeir varpa ljósi á stjórnvaldsaðgerðir sem
leiða til útgjaldabreyt inga í framtíðinni .
Ávinningurinn af fjármálareglunni
er stöðugur gjaldmiðill
Ábati af fjármálareglunni, sem hér er stungið upp á, kemur fram í minna álagi á pen-
ingamálastefnuna, lægri og stöðugri vöxtum og
þar með stöðugra gengi . Þessi stöðugleiki og
minni óvissa leiðir aftur til meiri framleiðslu og
efnahagslegrar velferðar til langs tíma litið . Reglan
leiðir einnig til þess að hægt er að framfylgja
Maastricht-skilyrðunum mun betur en ella og
fyrr yrði hægt að taka upp evru á Íslandi . En
það sem meira er um vert: reglan myndi leiða til
mun betri hagstjórnar og þar með yrði krónan
raunhæfari kostur sem þjóðargjaldmiðill en
nú er því að gjaldmiðill endurspeglar aðeins
undirliggjandi stjórn efnahagsmála og væntingar
um hana – ekkert annað .