Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 43
Þjóðmál VETUR 2010 41
Málefni norðurslóða verða sífellt mik il vægari, jafnt fyrir ríkin sem
beinna hagsmuna eiga að gæta sökum
landfræðilegrar legu og fyrir alþjóða-
samfélagið í heild . Öryggismál eru þar ekki
undanskilin . Innan Atlantshafsbandalagsins
hafa norðurslóðir fengið aukið vægi á
síðustu árum, þrátt fyrir skiptar skoðanir
um hlutverk NATO á svæðinu, og má
nefna sem dæmi málstofu bandalagsins
um öryggishorfur á norðurslóðum sem
haldin var í samstarfi við og að frumkvæði
ís lenskra stjórnvalda í Reykjavík í janúar
2009 . Þar var samstaða um að NATO hefði
hlut verki að gegna á norðurslóðum og
þyrfti því að auka þekkingu og vitund um
mál efni svæðisins . Í frásögn af fundinum
kom fram að mikilvægt væri að NATO
markaði skýra stöðu í því tilliti, t .a .m . á
sviði björgunar á hafi og um viðbrögð við
um hverfis slysum í náinni samvinnu við
einstök ríki og stofnanir, bæði borgaralegar
og hern aðar legar . Þó voru þátttakendur
jafn framt sammála um að ekki ætti alltaf
við að NATO bregðist við ógnun við öryggi
á svæðinu . Náin og yfirgripsmikil samvinna
við aðra hagsmunaaðila væri nauðsynleg til
að takast á við þær margþættu áskoranir í
öryggismálum sem blasa við og munu þró-
ast frekar á komandi árum .
Greinarhöfundur hefur gegnt embætti
skýrslu höfundar í varnarmálanefnd NATO-
þingsins um þriggja ára skeið, en það er sam-
starfs- og samráðsvettvangur þing manna
NATO-ríkjanna . Á ársfundi NATO-þings-
ins, sem haldinn var í Póllandi í nóvember,
flutti ég þinginu skýrslu um öryggis-
mál á norðurslóðum og velti þar fyrir mér
spurningunni hvort Atlants hafs bandalagið
hefði þar hlutverki að gegna? Þessi grein er
m .a . byggð á skýrslunni og vettvangsferð
nefndarinnar sl . sumar til Grænlands .*
Ragnheiður Elín Árnadóttur
Öryggi á norðurslóðum –
hefur NATO hlutverki að
gegna?
________________________
* Að auki er byggt á upplýsingum úr minnisblöðum, frásögnum og fundargerðum alþjóðasviðs Alþingis um
málefni tengd norðurslóðum . Þakkir fær Arna G . Bang, nefndarritari Íslandsdeildar NATO-þingsins, fyrir
veitta aðstoð við vinnslu greinarinnar .