Þjóðmál - 01.12.2010, Page 65

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 65
 Þjóðmál VETUR 2010 63 Inngangur Hér verður sagt frá tilraun Íslands til að ná kosningu í Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna . Kosningin fór fram 17 . október 2008 fyrir tímabilið 2009–2010 . Það var skömmu eftir að íslenskt fjármála líf fór á hliðina . Niðurstaðan olli talsverð um vonbrigðum þar sem hún var í engu sam- ræmi við væntingar ráðamanna og þeirra sem borið höfðu hitann og þungann af undirbúningi kosninganna fyrir Íslands hönd . Aðdragandi kosninganna var langur eða heill áratugur og sóknarkrafturinn í fram boðinu mismikill á tímabilinu . Í þessu samhengi vakna fjölmargar spurn ingar . Mikilvægasta spurningin að minni hyggju er sú hvort markmiðið hafi verið raunhæft, með hliðsjón af smæð Ís- lands og stjórnsýslu landsins . Eða réði kannski pólitískur hégómaskapur för umfram annað? Var einhvers staðar á vísan að róa um stuðning annarra ríkja og var raunhæft að ætla að stuðningsloforð héldu í öllum tilvikum? Hvaða aðferðum beittu stjórnvöld við fylgisöflun og hvaða aðferðum var beitt í því skyni að meta árangurinn af starfinu? Var ekki við því að búast að kostnaðurinn við fylgisöflun yrði óbærilegur og lítt réttlætanlegur? Hvaðan spratt þessi hugmynd eiginlega og hvaðan kom frumkvæðið? Var Ísland orðið svo breiðvaxið á alþjóðlegan mælikvarða að beint lægi við að taka að sér jafn mikilvæg störf og unnin eru í Öryggisráði S .þ .? Eða höfðu átt sér stað einhverjar mikilvægar forsendubreytingar í utanríkissamskiptum Íslands, sem gerðu það beinlínis rökrétt að Ísland sæktist eftir því að axla frekari ábyrgð á alþjóðavettvangi? Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir hlutverki og skipan Öryggisráðsins, en það er ein af mikilvægustu stofnunum S .þ . og var komið á laggirnar strax í árdaga samtakanna . Því er ætlað að gæta að öryggi og friði í heiminum . Það getur haft frumkvæði að því að rannsaka deilumál á milli ríkja og meta hvort þau séu líkleg til þess að stofna til ófriðar og Öryggisráðið hefur ýmis Gústaf Níelsson Ísland í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna: Pólitískur hégómi eða raunhæft markmið?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.