Þjóðmál - 01.12.2010, Page 67

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 67
að Ísland sé vanmáttugt örríki . Þetta lýsir ekki hégómlegu drambi heldur eðlilegu endurmati og sífelldri viðleitni til að treysta stöðu Íslands .“4 Þegar þessi orð forsætisráðherra féllu var rétt rúmlega ár til kosninganna í Öryggis- ráðið og ríkisstjórn hans fárra mánaða gömul, með nýjan utanríkisráðherra innan- borðs, sem óhætt er að segja að sé lengst til vinstri í pólitísku litrófi af þeim sem gegnt hafa því embætti frá upphafi . Nýjar áherslur áttu eftir að koma í ljós í sókn Íslands til setu í Öryggisráði S .þ . Augljóst var að hin nýja ríkisstjórn Íslands ætlaði að láta til sín taka á alþjóðavettvangi . Ætla mátti að ekki væri það markmið í sjálfu sér að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu, heldur beinlínis rökrétt framhald af þeirri þróun að tryggja grund- vallarutanríkishagsmuni Íslands með virkri þátttöku í alþjóðasamstarfi og sérstaklega á vettvangi S .þ .5 En hvar liggja rætur þessa mikla sjálfstrausts litla Íslands? Hverfum aftur til ársins 1998 . Það ár leggur þáverandi utanríkisráð - herra, Halldór Ásgrímsson, til í ríkisstjórn að Ísland skyldi sækjast eftir sæti í Öryggis- ráði S .þ . árin 2009–2010 og í kjölfarið jafn framt leitað stuðnings annarra Norður- landa um málið, þannig að framboð Íslands væri í reynd sameiginlegt framboð allra Norðurlandanna . Var þessi ráðagerð staðfest á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna á fundi í New York í september 19986 og hafði það í för með sér að Finnar lögðu sambærileg áform sín til hliðar og það með hundshaus . Hér var heill áratugur til stefnu og að mörgu að hyggja . Var til dæmis við því að búast að smáríkið Ísland hefði bolmagn til að sinna 4 Sama heimild . 5 Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál (Lögð fyrir Alþingi á 130 . löggjafarþingi 2003–2004) . 6 Skýrsla um framboð Íslands og kosningabaráttu til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009–2010, Utanríkisráðuneytið, (2009), bls . 4 . jafnmikilvægu starfi á alþjóðavettvangi, þegar litið er til fámennrar utanríkisþjónustu og almennt lítils stjórnsýslukerfis? Eða markaði þessi ákvörðun þáttaskil í íslenskum utanríkismálum og þátttöku í alþjóðasamstarfi? Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi og lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur landið verið aðili að flestum alþjóða stofn- unum svo sem S .þ ., Nató, Evrópu ráðinu, Alþjóðabankanum og Alþjóða gjald- eyrissjóðnum, þótt virk þátttaka í starfi þeirra væri kannski ekki efst á dagskrá stjórn valda . Mun auðvitað smæð landsins og létt pyngja hafa ráðið mestu . Því var það jafnan svo að efnahagslegur ábati var oftast í fyrirrúmi virkrar þátttöku í alþjóðasamstarfi hvort sem litið var til viðskipta eða varnarmála . Því má segja að sú ákvörðun að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu hafi verið áhrifaríkt skref í þá átt að byggja upp þekkingu, axla ábyrgð, hafa áhrif og leika hlutverk í alþjóðakerfinu .7 Sú stund var upprunnin að smáríkið Ísland taldi sig hafa einhverju að miðla á stóra sviði alþjóðamálanna og stærra varð sviðið vart en á vettvangi Öryggisráðsins . Tími tvíhliða utanríkissamskipta Íslands við önnur ríki var að líða undir lok, þar sem hagsmunir landsins voru skilgreindir þröngt og eina hlutverk utanríkisþjónustunnar væri að hámarka hagsmuni Íslands .8 En hvað olli þessum breyttu áherslum? Þetta var langt ferli, því höfum í huga að tíu ár líða frá ákvörðun, þar til kosningin fer fram, leynilega, á Allsherjarþingi S .þ . hinn 17 . október 2008 . Rétt er, að sú hugmynd kviknaði í utanríkisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar (1983–1986) að Ísland leitaði eftir sæti í Öryggisráðinu 7 Baldur Þórhallsson: „Hefur Ísland valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu?” Rannsóknir í félagsvísindum VII . Ritstj . Úlfar Hauksson, (2006), bls . 629 . 8 Sama heimild, bls . 637 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.