Þjóðmál - 01.12.2010, Side 68
66 Þjóðmál VETUR 2010
og mun Geir hafa sett sig í samband við
aðra utanríkisráðherra Norðurlandanna
vegna þessa .9 Ekkert varð úr aðgerðum, en
hugmyndinni var greinilega haldið vakandi,
því rúmum áratug síðar flytur Halldór
Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, hana inn
í ríkisstjórn, þar sem hún var samþykkt, eins
og áður greinir . En hvaða kringumstæður
og andrúmsloft réðu því? Er óvarlegt að
álykta sem svo að áhugi embættismanna
utanríkisráðuneytisins hafi verið ríkari en
áhugi stjórnmálamanna á þessari þróun og
síðan hafi fræðasamfélagið fylgt í kjölfarið
og talað rækilega fyrir hugmyndinni og
leitað margvíslegra raka? Í þessu samhengi
má vísa í fræðimenn á borð við Baldur
Þórhallsson, Anthony Giddens o . fl ., sem
lagt hafa áherslu á þátt, framlag og áhrif
smáríkja í alþjóðakerfinu, en athygli vekur
að enginn íslenskur fræðimaður hafði uppi
efasemdir um þessa þróun eða hélt uppi
gagnrýni, þótt það kæmi í hlut ýmissa
ólíkra stjórnmálamanna að gera það, sem
vikið verður að síðar .10
Við þennan „smáríkjatón“ kveður svolítið
í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis
2004, þar sem hann skilgreinir hagsmuni
Íslands í nokkuð víðara samhengi en títt var
áður, þegar hann ræðir framboð Íslands til
Öryggisráðsins og segir: „Beinn ávinningur
af framboði Íslands til Öryggisráðsins
er ekki meginmarkmiðið, en ljóst er að
með framboðinu styrkir Ísland stöðu sína
á alþjóðavettvangi og auðveldar gæslu á
grundvallarhagsmunum Íslands . Jafnframt
styrkir framboðið samningsstöðu íslenskra
9 Samtal höfundar og Geirs H . Haarde, fv . forsætis-
ráðherra, 16 . ágúst 2010 .
10 Helgi Ágústsson, fv . sendiherra, lét þess getið í
spjalli við höfund að ekki væri óalgengt að embættis-
menn hefðu áhrif á skoðanir ráðherra sinna . Taldi
Helgi alls ekki fjarri lagi að hugmyndin hafi verið
fóstruð og þróuð af embættismönnum fremur en
stjórnmálamönnum . Um þetta er þó ekki hægt að
slá neinu föstu .
stjórnvalda í þeim mörgu erfiðu málum
sem leysa þarf á alþjóðavettvangi . Með
framboðinu gefst einstakt tækifæri til að
halda fram megináherslum utanríkisstefnu
Íslands og annarra Norðurlanda og smærri
ríkja almennt á alþjóðavettvangi . Takist
vel til öðlast Ísland virðingu og traust
annarra ríkja, sem aftur eykur bolmagn
Íslendinga til að koma málum á framfæri á
alþjóðavettvangi . Jafnframt krefst framboð
og seta í Öryggisráðinu þess að Íslendingar
leitist við að verða öðrum ríkjum fyrirmynd,
einkum á eigin áherslusviðum, og því verður
framboðið hvatning til að gera enn betur
heima fyrir .”11
Hvað má lesa út úr þessum orðum
ráðherrans? Einhverja meðvitaða ákvörðun
íslenskra stjórnvalda að gera landið
virkara í alþjóðakerfinu en verið hafði?
Voru stjórnmálamenn að horfa til ein-
hverra skilgreindra langtímahagsmuna og
sjónarmiða lands og þjóðar, eða voru hér á
ferð aðeins huglæg viðhorf þeirra embættis-
manna, sem störfuðu innan íslensku utan-
ríkis þjónustunnar og áhugasamra fræði-
manna? Í öllu falli voru sjónarmiðin og
kringumstæðurnar, sem Baldur Þór halls-
son prófessor setur fram í grein sinni frá
2006, ekki komnar til sögunnar í utan-
ríkis ráðherratíð Geirs Hallgrímssonar
1983–1986 .12 Að mati höfundar blasir við
að í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar
1998, að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu,
hvort sem hugmyndin átti beinlínis
rætur að rekja til stjórnmálamanna eða
embættismanna, hafi fræðasamfélagið fylgt
í kjölfarið og hannað og undirbyggt rökin
fyrir þessari ákvörðun . Í því skyni var mjög
11Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra
um utanríkis- og alþjóðamál (Lögð fyrir Alþingi á
130 . löggjafarþingi 2003-2004) .
12 Sbr . grein Baldurs Þórhallssonar, „Hefur Ísland
valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu?“ í Rannsóknir í
félagsvísindum VII . (2006), bls . 627–642 .