Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 71
Þjóðmál VETUR 2010 69
UNODC, sem er sú stofnun S .þ ., er hefur
umsjón með baráttu gegn skipulagðri
alþjóðlegri glæpastarfsemi af margvíslegu
tagi, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu
(ÖSE) og fleiri stofnanir .21 Á áttunda
áratug síðustu aldar voru reistar miklar
og glæsilegar byggingar á Dónárbökkum
í Vínarborg undir starfsemi S .þ ., en Kurt
Waldheim, síðar forseti Austurríkis, gegndi
þá stöðu aðalritara (1972–1981) .
En hvað voru Íslendingar að hugsa?
Hvernig hugðust þeir haga kosningabaráttu
sinni? Hver áttu að vera áherslumál hins
hugumstóra smáríkis, sem nú hafði
„skynjað“ stærð sína með nýjum hætti og
taldi það fjarri öllu lagi að það væri eitthvað
„hégómamál“ að varpa sér í djúpulaug
alþjóðastjórnmálanna? Í þessu samhengi
er mikilvægt að huga að tímaþættinum
í sókninni, vegna þess að aðdragandinn
er heill áratugur og vart er við öðru að
búast, en að sitthvað breytist í áherslum og
málatilbúnaði í svo löngu framboðsferli,
þar sem fimm utanríkisráðherrar koma
að sama verki, sem á sér enga hliðstæðu í
Íslandssögunni . Framan af var ekki mikið
lagt undir í kosningabaráttunni vegna
þess að það var mat manna að trúlega
kæmi ekki til þess að þriðja ríkið myndi
bjóða sig fram í Vesturlandahópnum og
því yrði sjálfkjörið . En því var nú ekki að
heilsa, eftir að Tyrkland tilkynnti framboð
sitt sumarið 2003, eins og áður greinir .
Þegar svo var komið virðist enginn efi
hafa kviknað hjá ráðamönnum; að nú
væri kannski komið að leiðarlokum, að
hér stæðum við frammi fyrir ofjörlum
okkar og að frekari sóknaraðgerðir myndu
aðeins kalla á vaxandi útgjöld, sem yrðu
„smáríkinu“ ofviða . Nei, áfram skyldi
haldið og framboð Íslands var kynnt öllum
aðildarríkjum S .þ . 19 . september 2003 er
21 Sama heimild, bls . 8 .
fastanefndum þeirra var send orðsending
og jafnframt falast eftir stuðningi þeirra .22
Davíð Oddsson hafði stólaskipti við Halldór
Ásgrímsson um miðjan september 2004 og
varð utanríkisráðherra . Hann var áhugalítill
um framgang málsins í sinni embættistíð,
sem varði aðeins í 377 daga .
Undir lok september 2005 tók Geir H .
Haarde við embætti utanríkisráðherra og
var hann öllu áhugasamari um framgang
málsins en forveri hans . Var því fleygt af
mótframbjóðendum Íslands í slagnum að
lítil alvara fylgdi framboðinu og lá það orð á,
að Ísland væri líklega að hætta við framboð
sitt . Var sagt að undir þessum kringum-
stæðum hefðu Tyrkir og Austurríkis menn
aflað sér fylgis margra ríkja .23 Geirs naut ekki
lengi við á ráðherrastóli og tók Valgerður
Sverrisdóttir við af honum 15 . júní 2006 .
Hennar naut sömuleiðis ekki lengi við,
rétt tæpt ár, en kappsamlega var unnið að
framboði Íslands á öllum vígstöðvum og
skipaður sérstakur kosningastjóri, Sigríður
Á . Snævarr sendiherra .
En nú fara mál að taka óvænta stefnu .
Nýr utanríkisráðherra mætir til starfa
24 . maí 2007, í kjölfar alþingiskosninga
og stjórnarmyndunar, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar .
Nú skyldi tekið til hendinni . Sigríður lét
af kosningastjórninni og við tók Kristín
22 Sama heimild, bls . 11 . Davíð Oddsson, lét þess
getið í spjalli við höfund 6 . júlí 2010, að hann hefði
orðið þess fullviss að Ísland ætti litla möguleika
eftir að framboð Tyrklands varð ljóst . Bæði skorti
fé og mannafla og víst væri að ekkert múslimaríki
myndi styðja Ísland . Því væri sjálfhætt . Þótt hann
hefði verið fylgjandi málinu í upphafinu hafði
hann algerlega skipt um skoðun eftir að hann varð
utanríkisráðherra .
23 Sama heimild, bls . 12 . Í þessu samhengi er vert
að hafa í huga að skýrsla ráðuneytisins um fram-
boðið er öðrum þræði varnarrit þeirra, sem unnu að
framboði Íslands, sem endaði svo illa sem raun bar
vitni . Má kannski líta á tal af þessu tagi sem afsökun
fyrir slöku gengi?