Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 73
 Þjóðmál VETUR 2010 71 Og Ingibjörg Sólrún heldur áfram: „Ís- lensk stjórnvöld kosta nú rannsókn á að- gengi kvenna að friðarumleitunum á átaka svæðum og hvernig megi auðvelda slíkt aðgengi . Rannsóknin er framkvæmd á vegum Öryggisfræðastofnunarinnar í Afríku (Institute for Security Studies – ISS) sem er leiðandi í rannsóknum á sviði átaka og friðarumleitana í álfunni .“27 Ýmislegt í vinnubrögðum og verklagi utan- ríkisráðuneytisins í ráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar vekur undrun höfundar . Til dæmis sú staðreynd að hún heimsækir Afríkuríki fjórum sinnum í ráðherratíð sinni fram að kosningunum til Öryggisráðsins og lætur nærri að hún hafi verið þar á ferð svo gott sem ársfjórðungslega . Sótt var um áheyrnaraðild að Afríkusambandinu og gat hún þess að hún hefði „skynjað sterkan samhljóm milli réttindabaráttu kvenna í ýmsum Afríkuríkjum og okkar hér norðar í veröldinni .“28 Hér virðist sem ráðherrann hafi verið uppteknari við að frelsa kúgaðar konur heimsins, en að sinna baráttu Íslands að því marki að ná sæti í Öryggisráði S .þ ., sem þó var alltaf tilgangurinn . Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort að þessar nýju áherslur, sem urðu sýnilegri við ráðherradóm Ingibjargar Sólrúnar, hafi ekki umfram allt annað hindrað sigur Íslands, eða að minnsta kosti ekki hjálpað til . Eða átti Ísland að láta staðar numið sumarið 2003, þegar ljóst varð að Tyrkland yrði keppinautur? Þessum spurningum, eins og svo mörgum öðrum um efnið er erfitt að svara með óyggjandi hætti, en ódýrasta leiðin er auðvitað sú að klína tapinu á „Hrunið .“ 27 Konur, friður og öryggi . Utanríkisráðuneytið (2008) . http://www .utanrikisraduneyti .is/media/ Skyrslur/Framkvamdaaatlun_1325 .pdf 28 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Staða Íslands á alþjóðavettvangi .“ Erindi flutt á lokafundi háskóla- fundaraðarinnar „Ísland á alþjóðavettvangi – erindi og ávinningur“ 16 . júní 2008 . http://www .utanriki- sraduneyti .is/haskolafundarod/test/erindi/nr/4291 III . Gagnrýni, ágreiningur og vonbrigði Þegar ákveðið var 1998 í ríkisstjórn að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu brast ekki á neinn sérstakur ágreiningur um stefnumótunina eða hávær rökstudd gagn rýni . Engu líkara var en að málið væri ein hvern veginn í svo fjarlægri framtíð að ástæðulaust væri að gera sér rellu út af því þá . Vel gæti svo orðið að útgjöldin yrðu afskaplega lítil vegna þessa, þar sem sjálf- kjörið yrði . Þessar vonir áttu eftir að bregðast, eins og hefur verið rakið, en engan bilbug létu menn á sér finna og héldu ótrauðir áfram . Við blasir að um var að ræða viður- hlutamikla ákvörðun stjórnvalda og þegar hún var tekin vissi enginn um kostnað sem samfara yrði framboðinu eða hvað leggja þyrfti á mannafla utanríkisþjónustunnar að öðru leyti . Jafnframt var ekkert vitað um afstöðu almennings til málsins . Að því hlaut að koma að einhverjir yrðu til þess að gagnrýna bæði mögulegan kostnað við framboðið og sömuleiðis pólitísku kringumstæðurnar, sem landið kynni að koma sér í . Hér verður ekki reynt að leggja mat á kostnaðinn við framboðið, en hin opinbera tala utanríkisráðuneytisins er innan við 400 milljónir króna, en ástæða er til að ætla að margfalt hærri upphæðum hafi verið ráðstafað, þegar nær er skoðað . Þótt eftirgrennslan um raunverulegan kostnað hefði verið áhugaverð og reyndar sérstakt rannsóknarefni, er ekki kostur á því í þessari umfjöllun . Tveir alþingismenn koma nú við sögu umfram aðra, þeir Ögmundur Jónasson og Einar Oddur Kristjánsson, sem jafnframt var varaformaður fjárlaganefndar Alþingis á þessum tíma . En höfum í huga að gagnrýni þessara manna kemur ekki fram fyrr en sex til sjö árum eftir að ákvörðunin var tekin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.