Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 74

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 74
72 Þjóðmál VETUR 2010 ríkisstjórn . En það í sjálfu sér rýrir ekki gildi hennar . Á Þorláksmessu árið 2004 kveður Ögmundur sér hljóð og telur að endurmeta eigi þá ákvörðun að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu og nefnir nokkrar ástæður máli sínu til stuðnings . Í fyrsta lagi telur hann verkefnið útheimta geysileg fjárútlát, bæði í aðdragandanum og ekki síður þegar í sætið væri komið, næðist það, uk þess sem einsýnt væri að fjölga þyrfti verulega í sendinefnd landsins hjá S .þ . svo hægt væri að takast á við verkefnið . Í öðru lagi taldi hann að hér væri um ranga forgangsröðun að ræða . Íslendingar ættu frekar að einbeita sér að afmörkuðum þáttum, sem tengdust hagsmunum landsins sérstaklega og þar sem sérþekking þeirra nyti sín . Hér talar Ögmundur fullkomlega gegn þeirri hug- myndafræði, sem bæði stjórnkerfið og fræðasamfélagið iðkaði á þessum tíma . Í þriðja lagi veltir Ögmundur fyrir sér ávinningi Íslands af setunni í Öryggisráðinu og kallar eftir framtíðarsýn, enda telur hann að smáþjóð eins og Íslendingar eigi því aðeins að sækjast eftir þessu sæti að hún ætli sér „annað hlutverk en að stilla sér upp við hliðina á öflugustu herveldum heimsins .“29 Og Ögmundur er mjög afgerandi í gagnrýni sinni: „Ríkisstjórnin hefur ekki sett fram nein sannfærandi rök fyrir því að seta Íslands í Öryggisráðinu sé eftirsóknarverð. Spurningin sem verður að svara er einföld. Á hvern hátt getur Ísland látið gott af sér leiða í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? Ef ekki er hægt að svara þessari spurningu á afgerandi og sannfærandi hátt ber að hætta þegar í stað við framboð til Öryggisráðsins og beina kröftum utanríkisþjónustunnar að öðrum verkefnum [ . . .] Forsenda þess að seta okkar í Öryggisráðinu gæti orðið til góðs er að við treystum okkur til að fylgja sjálfstæðri 29 Ögmundur Jónasson: „Öryggisráðið: Ekki of seint að hætta við“ Umheimur 23 . desember 2004 . http://www .ogmundur .is/umheimur/nr/2008/ utanríkisstefnu gagnvart Bandaríkjunum og NATÓ . Er það ef til vill framtíðarsýnin sem samstaða gæti skapast um?“30 Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Ög mund - ur Jónasson treystir ekki íslenskum stjórn - völd um til annars en að verða sem leik - brúður í höndum Bandaríkjanna í starfi sínu á vettvangi Öryggisráðsins . Af þeim sökum sé ráðlegra að draga sig í hlé, nema rík rök séu fyrir framhaldinu, en þau kemur hann ekki auga á . Ótti hans við það, að stjórn- völd yrðu aðeins handbendi Washing ton er hér öllu öðru yfirsterkara . Hefði Ögmundur hugsað og skrifað svona vitandi að flokkur hans myndi eiga aðild að ríkis stjórn frá febrúar 2009 og jafnvel fram til ársins 2013 ef ekkert færi úrskeiðis? Einar Oddur var öllu jarðbundnari í gagnrýni sinni, en hún sneri fyrst og fremst að útgjöldunum samfara framboðinu . Sú umræða kviknar ekki fyrr en ljóst er orðið að samkeppni verður um sæti í Öryggis ráðinu . Í þessu sambandi nefnir Einar svimandi háar tölur og segir aðeins áróðurinn kosta 800–1000 milljónir króna . Steingrímur J . Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi og gat þess að þótt kostnaðartölur væru nú ekki mjög áreiðanlegar brygði mönnum í brún ef kostnaðurinn hlypi á milljörðum króna . Steingrímur tók þó skýrt fram í máli sínu að ekki hefðu Vinstri grænir hafnað því að Ísland sæktist eftir sæti í Öryggisráðinu „enda [væri] kostnaður innan viðráðanlegra marka og ástæða til að ætla að sá leiðangur hefði eitthvað upp á sig .“31 Ekki er hægt að segja að það sé beinlínis samhljómur í máli þeirra flokksfélaganna Steingríms þarna og Ögmundar mánuði áður . Steingrímur hafði þó dregið þá réttu ályktun að ýmsir 30 Sama heimild . Ath . hluti frumtexta heimildar er feitletraður, væntanlega til áherslu . 31 Morgunblaðið, 25 . janúar 2005 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.