Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 75
 Þjóðmál VETUR 2010 73 í Sjálfstæðisflokknum væru alls ekki afhuga því að umsóknin yrði dregin til baka og beindi því til Halldórs Ásgrímssonar, sem nú var orðinn forsætisráðherra, hvort stefna ríkisstjórnarinnar væri óbreytt í málinu . Forsætisráðherra gat eðlilega ekki svarað öðru til en því að um væri að ræða ríkisstjórnarákvörðun og gerð hefði verið grein fyrir kostnaðinum í utanríkismálanefnd . „Mér vitanlega hefur verið um það góð samstaða innan utanríkismálanefndar að sækjast eftir því að við færum í öryggisráðið,“ segir ráðherrann og heldur áfram: „Það er alveg ljóst að talsmenn flokkanna í utanríkismálum hafa almennt tel ég – og ég leyfi mér að segja undantekningarlaust – stutt þessa fyrirætlun .“32 Og þetta var alveg rétt hjá forsætisráð- herra . Enginn hafði fram að þessu slegið öflugan varnagla, en á allra vitorði var að utanríkisráðherra frá miðjum september 2004, Davíð Oddsson, var fullur efasemda og hafði í reynd skipt um skoðun, eins og áður greinir . Að minni hyggju ber að skoða létt andóf og spurningar um kostnað í því ljósi . En hvernig leit almenningur á þessa „útrás“ í íslenskum utanríkismálum? Hafði hann einhverja skoðun? Jú, og óhætt er að fullyrða að hann lét sér þetta í léttu rúmi liggja . Í september 2005 kannaði Capacent/Gallup, að beiðni utanríkis- ráðuneytisins, viðhorf Íslendinga til framboðsins . Skoðanakönnunin leiddi í ljós að 8% svarenda studdu framboðið heils hugar, 19,9% studdu það frekar en hitt, 19,1% voru hlutlausir, 22,6% voru frekar mótfallnir framboðinu og 30,4% mjög mótfallnir því .33 Það var engum 32 Sama heimild . 33 Skýrsla um framboð Íslands og kosningabaráttu til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009–2010, Utanríkisráðuneytið, (2009), bls . 27 . vafa undirorpið, að stjórnvöldum hafði algerlega mistekist að sannfæra almenning um ávinning af framboðinu og hugsanlegri setu í Öryggisráðinu . Eftir því sem nær dró kosningunni var hugur almennings reglulega kannaður og í síðustu könnun í ágúst 2008 nam hlutfall hlutlausra og frekar undirhallra 53,2% og hlutfall mjög mótfallinna var 18,5% á móti 13,2%, sem studdu framboðið heilshugar .34 Var þetta ferð stjórnmálamanna, án fyrirheits, fyrir landslýð? Ýmislegt bendir til þess . Hvort skortur á heilshugar stuðningi almennings á Íslandi hafði hér einhver áhrif skal ósagt látið, en ljóst er að niðurstöður kosningarinnar, sem fóru fram á allsherjarþingi S .þ . hinn 17 . október 2008, urðu stjórnvöldum gífurleg vonbrigði . Þær voru í engu samræmi við væntingar þeirra sem staðið höfðu í fremstu víglínu baráttunnar; komu þeim reyndar algerlega í opna skjöldu . Tyrkland hafði hlotið 153 atkvæði, Austurríki 133 og Ísland aðeins 87 . En hverju var um að kenna? Skýrsla utanríkisráðuneytisins um framboðið færir fram augljós rök eins og bankahrun skömmu fyrir kosninguna, þar sem Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, heilsubrest ráðamanna, vont umtal erlendra fjölmiðla um land og þjóð í kjölfar hinna fordæmislausu efnahagsþrenginga, beitingu bresku ríkisstjórnarinnar á hryðjuverkalögum gagnvart íslensku bönkunum, sem störfuðu í Bretlandi og víðar og að vangaveltur um mikilvirka lánafyrirgreiðslu Rússa hefðu valdið titringi í samskiptum við ákveðin ríki,35 að vísu ónefnd . Engu orði er hins vegar vikið að því að eitthvað hafi farið úrskeiðis í áhersluatriðum baráttunnar og hugmyndafræði, og í engu nefnt að tengsl landsins við Bandaríkin höfðu rofnað 34 Sama heimild . 35 Sama heimild, bls . 31–32 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.