Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 78
76 Þjóðmál VETUR 2010
töku hans og tengslunum sem hún skapaði
við valdahópa þjóðfélagsins . Ættartengsl
skiptu einnig máli . Þetta var spillt kerfi og
ranglátt í augum nútímans . Þótt Gunnar
gerði undir lokin uppreisn gegn flokki sínum
og félögum, beindi hann aldrei spjótum
að kerfinu og spillingunni sem því fylgdi .
Þar var hann innanbúðarmaður . Hann var
meistari í refskákinni sem stjórnmálin voru
og þátttaka hans virðist alla tíð hafa verið
sjálfsmiðuð frekar en hugsjóna- eða hug-
myndabarátta .
Það efni þessarar bókar sem mestum tíð-
indum sætir snýr ekki að persónu Gunn ars
í þröngum skilningi heldur þeirri stjórn-
málamenningu sem hér var á öldinni sem
leið og enn eimir eftir af . Guðni rekur eftir
frumgögnum í skjalasafni Gunnars hvernig
hann og aðrir stjórnmálamenn misbeittu
völdum og áhrifum til að hlaða undir sjálfa sig
og stuðningsmenn sína . Svo langt var gengið
að borið var fé á kjósendur . Gögn Gunnars
sýna að í þingkosningunum á Snæfellsnesi
1942 var kjósendum mútað til að greiða
honum atkvæði . Málið varð opinbert en
Gunnar neitaði sök og fékk meira að segja
manninn, sem sagði sann leikann um málið,
dæmdan fyrir meiðyrði í sinn garð!
Ég saknaði þess að í þessari löngu bók
er hvergi að finna úttekt á Gunnari sem
fræðimanni . Lofsamlega er talað um hann
sem háskólakennara, en ekki er farið í
saumana á því á hverju það byggir . Fróðlegt
hefði verið að sjá mat á fræðiverkum hans
frá sjónarhóli nútímans . Eins finnst mér
vanta mat á tímabili hans sem borgarstjóra
Reykjavíkur á árunum 1947 til 1959,
og raunar einnig sem forsætisráðherra
1980–1983 . Hvað liggur til dæmis eftir
hann í höfuðborginni? Sumir telja að rík-
is stjórnin, sem hann myndaði og stýrði,
hafi verið einhver hin mislukkaðasta í lýð-
veldis sögunni . Hvað sem um það verður
sagt bendir atburðarásin við myndun rík is-
stjórnar hans í byrjun febrúar 1980 til þess
að sókn í metorð og stundarhentugleiki
stjórnmálanna hafi ráðið för fremur en
áhugi eða eindreginn vilji til að hafa forystu
um nauðsynlegar pólitískar umbætur . Slíkt
kann ekki góðri lukku að stýra .
Þótt Guðni dragi ekkert undan í þessari
bók leynir sér ekki ákveðinn velvilji hans í
garð sögupersónunnar . Það er út af fyrir sig
ekki gagnrýnisvert . Guðni telur að Gunnar
hafi ekki sóst eftir völdum valdanna vegna .
„Hann vildi sæmd og hann vildi vel,“ segir
Guðni í niðurlagsorðum bókarinnar .
Ævisaga Gunnars er vel rituð og rann sök-
uð, dómar felldir af hófsemi og yfir veg un, og
margt nýtt, smátt og stórt, grafi ð upp sem
bregður ljósi á sögupersónuna og stjórn-
málasögu 20 . aldar . Óhætt mun að segja að
þetta sé ein hver vandaðasta ævisaga íslensks
stjórnmála manns sem rituð hefur verið .
Krossferð Matthíasar á
vígvelli siðmenningarinnar
Matthías Johannessen: Á vígvelli siðmenningar .
Samsæri og kúgun almenningsálitsins. Bókafélagið
Ugla, Reykjavík 2010, 256 bls .
Eftir Halldór Blöndal
Það eru ávallt tíðindi, þegar Matthías Johannessen sendir frá sér nýja bók .
Hann er skáld og einn af frjóustu og svip-
mestu blaðamönnum 20 . aldar, – bar áttu-
maður lýðræðis og borgaralegra dygða,
en svarinn andstæðingur auð hyggju og
kommúnisma með öll sín andlit . Þess galt
hann hjá hinni kaldlyndu bókmennta-
hirð Kristins E . Andréssonar . En hinir voru
auðvitað miklu fleiri, sem létu hann njóta
verka sinna og lífsskoðunar . Og viðtöl hans
og viðtalsbækur eru merkilegur þáttur í sögu