Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 85
Þjóðmál VETUR 2010 83
Má nefna það til marks um áróðurs-
hæfileika þeirra félaga Ólafs Ragnars og
Baldurs að enn þann dag í dag er látið
eins og brottvísun Ólafs Ragnars frá RÚV
hafi verið til marks um einstakt pólitískt
ofríki . Skyldi einhver muna eftir því eftir
43 ár, 2053, að fréttamanni var í nóvember
2010 vikið úr starfi hjá RÚV fyrir að skrifa
viðtalsbók við fyrrverandi fjármálaráðherra
og láta ekki yfirmann sinn,
Óðin Jónsson, vita fyrirfram
um nafn viðmælanda síns?
Elías Snæland Jónsson
gekk í Sam vinnu skólann á
Bifröst . Hann hafði áhuga á
blaðamennsku og sótti nám
í henni í heimavistarskóla
norska Alþýðu sambandsins,
LO, í Sörmarka skammt
fyrir utan Ósló og hóf síðan
störf sem blaða maður á
Tímanum undir lok árs 1963,
tvítugur að aldri . Samið hafði verið við
Örlyg Hálfdanarson, formann Sambands
ungra framsóknarmanna (SUF) og Eystein
Jónsson, formann Framsóknarflokksins,
að Elías Snæland annaðist einnig Vettvang
æsk unnar, það er SUF-síðu í Tímanum,
sem átti að birtast vikulega . Þannig kynntist
hann og tengdist síðan innviðum félaga
ungra framsóknarmanna .
Ungir framsóknarmenn deildu harka lega
innbyrðis á þessum árum og skiptust á milli
vinstri og hægri . Afstaðan til banda ríska
varnarliðsins var helsta ágreinings efnið .
Elías Snæland skipaði sér í vinstri fylk-
inguna og þar með í hóp með þeim Baldri
og Ólafi Ragnari þegar fram liðu stundir .
Elías Snæland segir á 425 blaðsíðum
frá átökum fylkinganna innan Fram-
sóknarflokksins og örlögum Möðru valla-
hreyfingarinnar sem varð til í kringum þá
Baldur og Ólaf Ragnar . Spannar bókin um
10 ár í sögu Framsóknarflokksins og lýsir
misheppnaðri viðleitni þeirra félaga til að
stofna til öflugs samstarfs við aðra vinstri
menn, einkum Hannibal Valdimarsson og
Björn Jónsson í Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna, (SFV), sem urðu til með
klofningi úr Alþýðubandalaginu fyrir þing-
kosningar 1971 . Þeir Hannibal, Björn og
Magnús Torfi Ólafsson settust í ríkis stjórn
undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, arftaka
Eysteins á formannsstóli fram-
sóknar eftir þær kosningar .
Innan Framsóknarflokksins
náðist ein hvers konar sátt í af-
stöðunni til varnar liðsins á
sjö unda áratugnum og gekk
flokk urinn með hana til kosn-
inga 1971 . Ríkisstjórn Ólafs
Jó hannessonar með fram sókn-
ar manninn Einar Ágústs son
sem utanríkisráðherra hafði
endurskoðun varnar samn ings-
ins og brottför varnar liðsins
í áföng um á stefnuskrá sinni, baráttumál
þeirra Baldurs og Ólafs Ragnars .
Ólafur Jóhannesson vildi hins vegar lítið
af þeim Baldri og Ólafi Ragnari vita og hélt
þeim frá sér og í skefjum innan flokksins,
þótt þeir létu verulega að sér kveða út á
við og beittu öllum ráðum til að koma ár
sinni fyrir borð meðal flokksmanna . Hvar
sem þeir létu að sér kveða urðu átök um
menn og málefni . Þeim tókst hins vegar
að fjölga þátttakendum í starfi ungra
framsóknarmanna, þótt fáir úr röðum
þeirra kæmust nokkurn tíma til markverðra
áhrifa fyrir hönd flokksins .
Elías Snæland lýsir þessum átökum innan
Framsóknarflokksins af mikilli nákvæmni .
Hann telur sig og félaga sína oft hafa verið
beitta rangindum . Þar hafi þeir Kristinn
Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans,
og Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi
og síðan ritstjóri Tímans, verið fremstir
í flokki . Kristinn hafði mikil ítök innan