Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 94

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 94
92 Þjóðmál VETUR 2010 Þetta er sjálfsagt til marks um kraftinn sem sífellt leynist í markaðsbúskapnum, að menn sjá tækifæri til hagnaðar í fyrir bærinu sjálfu, kreppunni . Þetta hljómar kannski mótsagnakennt, en svona er það . Margt hefur verið ágætlega sagt í þessum bókum og annað er sýnu lakara, eins og gengur . Sagan mun sjálfsagt vinsa sauðina frá höfrunum í þessum efnum sem öðrum . Og svo er það merkilegt að jafnvel hið íslenska hugtak „kreppa“ hefur hlotið alþjóðlega merkingu og er nú ekki eingöngu notað í munni okkar sem kunnum skil á hinni ylhýru tungu . Það má því kannski segja að Kreppan sé komin í útrás . Þannig er þá lífið . Fullt af mótsögnum og furðum . Hér á landi hefur líka verið unnið gríðar- legt starf Rannsóknarnefndar Alþingis með skýrslum í átta bindum . Og þó það starf sé fráleitt óumdeilt, hygg ég að ekki hafi verið unnið verk af líkum toga í öðrum löndum, sem urðu fórnarlömb fjármálakreppunnar . Þetta er nauðsynlegt að menn muni þegar felldir eru dómar um að ekki hafi verið nægjanlegt gert til þess að lýsa inn í fortíðina til þess að skilja bankahrunið hér á landi . Ný bók Árna M . Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Þórhalls Jósefssonar, fyrrverandi fréttamanns, er kærkomin tilbreyting frá mörgu af því sem skrifað hefur verið um kreppuna . Hún á mikið erindi við okkur, enda skrifuð af manni sem hefur einstæða stöðu til þess í senn að greina frá og leggja mat á sögulega tíma . Bókin er mjög vel skrifuð, læsileg og heldur manni vel við efnið . Hún varpar nýju ljósi á margt af því sem gerðist hina örlagaríku mánuði, haustið 2008, enda skrifuð af manni sem var í hringiðu þeirra atburða sem gerðust á þessu tímabili . Bókin er ekki varnarrit höfundar, heldur mjög athyglisverð skoðun hans á gjaldeyris-, banka- og efnahagshruni, sem var eins og bylmingshögg framan í samfélag okkar, með afleiðingum sem allir þekkja og flestir á eigin skinni . Skoðanir Árna eru auðvitað ekki óumdeildar; enda hvað er það sem óumdeilt í þessu máli? En þær eru gríðarlega verðmætar til þess að skilja aðdragandann, hrun bankanna á einni viku, atburðarásina og afleiðingarnar . Það er öllum væntanlega ljóst að þessi bók verður í handraða allra þeirra sem skrifa munu um efnahagshrunið hér á landi í framtíðinni . Bókin hefst á allýtarlegri lýsingu Árna á þeim dramatísku atburðum sem urðu um mánaðamótin september/október 2008 . Það segir sína sögu að hugtakið Glitnis­ helgi er orðið viðurkennt og skiljanlegt . Það var helgin eftir að forsvarsmenn Glitnis höfðu gert Seðlabankanum viðvart um að þeir gætu ekki greitt af stóru láni sem yrði á gjalddaga um miðjan október . Þá helgi hófst dramatíkin sem lauk síðan með falli Kaupþings 9 . október sama ár . Þessir atburðir munu tæplega nokkurn tíma fara úr minni nokkurs þeirra sem þá upplifðu . Þeir endur spegla nánast fall heils fjármálakerfis fullvalda ríkis á röskri viku . Lýsing Árna á þessum tíma er auðvitað einstök . Um þá lýsingu verður það eitt sagt, að fyrir alla þá sem vilja glöggva sig á þessum tímum er frásögn hans ómissandi . Ekki verður betur séð en að frásögnin sé trúverðug og heiðarleg . Vitaskuld sögð út frá hans sjónarhóli en það skiptir líka máli . Sem fjármálaráðherra var hann þátttakandi nær frá fyrsta degi og á honum og þeim öðrum sem að þessum málum komu mæddi mikið . Það er í rauninni hægt að segja að álagið var ofurmannlegt . Bókin er annars vegar lýsing höf undar á hinum miklu at burðu m . En síðan tekur hann sér fyrir hendur að skilgreina, túlka og útskýra þá . Sá hluti bókarinnar er ekki síst athyglis verður . Það er ómetanlegt að fá álit manns sem svo nærri vett vangi stóð á orsakasamhengi þessara miklu atburða . Hér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.