Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 6
6 Skólavarðan 3.tbl. 2010stutt Frá Félagi enskukennara Fimmtudaginn 6.maí sl. fór formaður FEKÍ í fylgd sendiherra Ind- lands og Kanada austur til Hvolsvallar til að veita sjö nemendum 9. bekkjar Hvolsskóla viðurkenningu og verðlaun fyrir þátttöku í ritsmíðasamkeppni á vegum félags enskukennara. Sendiherrunum þótti mikið til skólans koma og er ljúft að styðja þetta framtak á næsta skólaári. Er von okkar að þá sláist miklu fleiri skólar um verðlaunin. Flestir með útrunninn kjarasamning – ekkert breyst frá ársfundi í apríl Eiríkur Jónsson hélt inngangserindi að umfjöllun um kjaramál á árs- fundi KÍ 16. apríl sl. „Eins og flestum er kunnugt,“ sagði Eiríkur, „hefur einungis tekist að gera kjarasamning vegna félagsmanna KÍ sem starfa í framhaldsskólum en félagsmenn í leik-, grunn- og tónlistar- skólum eru enn samningslausir.“ Ástæðan fyrir því er að sögn Eiríks fyrst og fremst sú að félögin hafa ekki verið tilbúin að semja á þeim grunni sem LN lagði upp með í samningum við BSRB félögin sumarið 2009. „Geri félögin það verður til aukinn launamunur á milli þeirra kennara sem starfa hjá ríkinu og hinna sem starfa hjá sveitarfélögum og slíkt er óásættanlegt,“ sagði Eiríkur. „Þó launahækkanir í samningi framhaldsskólans séu hvorki miklar né skili sér til margra munar um þær hjá þeim sem lægst hafa launin. Rifjum upp að við gerð stöðugleikasáttmála var út frá því gengið að einungis ætti að hækka laun undir 200 þúsund en ekki allt upp að 310 þúsund eins og síðar kom í ljós. Sú staðreynd að upplýsingum um raunverulegar launahækkanir í þegar gerðum kjarasamningum var haldið leyndum er orsök þess að mál þróuðust með þeim hætti sem raun ber vitni. Það er ólíðandi að ekki séu viðhöfð full heilindi þegar ákveðið er að stilla saman strengi við samningaborð. Slíkt má ekki endurtaka sig. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þar sem nú er hafin umræða um það hvort stefna beri að áframhaldandi samfloti á vinnumarkaði með einhverskonar framlengingu á stöðugleikasáttmálanum.“ Eiríkur upplýsti að fulltrúar Kennarasambands Íslands hefðu sett fram þau sjónarmið fyrir hönd félaganna að tækist ekki að gera nýja kjarasamninga fyrir öll félög innan KÍ væri „tómt mál að tala um áframhaldandi aðild KÍ að samflotinu. Til hvaða ráða á að grípa til að knýja viðsemjenda okkar að samningaborðinu?“ spurði Eiríkur. „Verkföll eru líklega hlutur sem enginn hefur áhuga á í augnablikinu. Við verðum hins vegar að finna leið til að ljúka gerð kjarasamninga.“ Frá ársfundinum í apríl hefur ekkert breyst í stöðunni en haldnir hafa verið tveir fundir hjá sáttasemjara með aðkomu allra aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin. Þó launahækkanir í samningi framhaldsskólans séu hvorki miklar né skili sér til margra munar um þær hjá þeim sem lægst hafa launin. Verðlaunahafar á Hvolsvelli í góðum félagsskap. Hér er Eiríkur á stofnfundi FSL 30. apríl sl.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.