Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 12
12 Skólavarðan 3.tbl. 2010 „Fólkið sem stjórnar leikskólamálum borgar- innar þyrfti að kynna sér betur það sem fram fer í leikskólum,“ segir Friðbjörg Gísladóttir deildarstjóri á Hólaborg þegar hún er innt eftir skilaboðum til þeirra sem komast til valda í Reykjavík eftir sveitarstjórnarkosningar. Hún segir örar breytingar í borgarstjórn undanfarin fjögur ár ekki hafa haft mikil áhrif á starfsemi leikskólanna. Eitt eigi flokkarnir þó sameigin- legt og það séu loforðin sem yfirleitt eru ekki efnd. „Það þarf auðvitað að hugsa til enda hvað er verið að skera niður í leikskólum,“ útskýrir Friðbjörg. „Við þurfum ákveðin verkfæri til að vinna með í þessu starfi en nú má ekki kaupa inn neitt af námsgögnum sem til þarf. Þeir fjármunir sem áætlaðir eru á hvert barn til námsgagnakaupa eru það litlir að þeir eru algjörlega óraunhæfir.“ Þversagnir í framkvæmd Friðbjörg telur að of oft sé vísað til leik- skólastjóra um ábyrgð á eyðslu og sparnaði og nefnir dæmi um skrítna hugsun. „Áður fyrr voru bréf og tilkynningar send í leikskóla og dreift til kennara eða barna eftir því sem við átti. Nú eru bréf send í tölvupósti og hver leikskóli á að prenta út og dreifa. Þannig hefur kostnaður verið færður til leikskóla ólíkt því sem áður var. Þá eru þessi dreifibréf oftar en ekki í ýmsum litum en þeim tilmælum er ítrekað beint til leikskóla að prenta ekki í lit.“ Þegar Friðbjörg er spurð út í líðan nem- enda og kennara í kjölfar hrunsins segist hún ekki sjá mun á börnunum. „Foreldrar hafa þó augljóslega minna á milli handanna og spyrja okkur frekar ráða um góð kaup á fatnaði og slíku, enda hefur allt hækkað,“ segir hún. „Fólk virðist því hugsa meira um hvað pen- ingarnir fara í. Hvað varðar andlega þáttinn þá finnst mér við ekki hafa fundið eins miklar breytingar á börnunum og við bjuggumst við, í raun sáralitlar. Það er auðvitað jákvætt.“ Skertur undirbúningstími Engu starfsfólki hefur verið sagt upp á Hólaborg eða starfshlutfall verið minnkað en Friðbjörg segist þó heyra af breytingum á öðrum leikskólum, þar á meðal að starfsdagar séu nýttir í fleiri verkefni en áður vegna yfirvinnubanns. „Starfsfólk fær ekki þann undirbúningstíma sem það á rétt á samkvæmt kjarasamningum. Sérkennsla hefur minnkað, þróunarstarf er í biðstöðu og afleysingar í lágmarki,“ útskýrir hún. Ef ekki gefst nægur tími til að undirbúa starfið líkt og nauðsynlegt er eykst álag á starfsfólk auðvitað til muna. „Gæðin verða því óhjákvæmilega ekki eins mikil og þau ættu að vera og þetta bitnar auðvitað á börnunum að lokum,“ segir Friðbjörg. Um tillögur til þeirra sem starfa í borgar- stjórn á nýju kjörtímabili segir Friðbjörg meðal annars nauðsynlegt að auka samskipti leikskóla og þeirra sem stjórna. „Það fólk sem stjórnar veit ekki hvað fer fram á leik- skólunum og hefði gott af því að kynna sér það frekar áður en haldið er áfram að skera niður. Ég held að fæstir bruðli og það er löngu búið að skera niður eins og hægt er.“ Foreldrar hafa augljóslega minna á milli handanna. Kynni sér betur það sem fram fer í leikskólum „Nauðsynlegt að borgarfulltrúar kynni sér starfsemi leikskóla betur,“ segir Friðbjörg. fólkiÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.