Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 33
33 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Leitin að grenndargralinu Upplifun tveggja stúlkna af þátttöku í Leitinni að grenndargralinu haustið 2009. Báðar eru þær í Giljaskóla og heita Rósa Ingibjörg Tómasdóttir og Aldís Berg- sveinsdóttir . Þær eru í 9. bekk. Hvað fannst þér skemmtilegast við þátt- tökuna í Leitinni að grenndargralinu? Rósa: „Mér fannst skemmtilegast að kynnast sögu bæjarins. Keppnin var mjög skemmtileg tilbreyting frá náminu og ég hafði mjög gaman af henni. Ég ætla pottþétt að taka aftur þátt næsta haust.“ Aldís: „Mér fannst skemmtilegast að læra ýmislegt nýtt í sögu bæjarins sem ég vissi ekki áður. Það var líka mjög spennandi og skemmtilegt að leita að vísbendingum og reyna að vera á undan hinum liðunum. Við lentum í ýmsum ævintýrum í allskonar veðrum og vindum sem gerði Leitina bara ennþá skemmtilegri.“ Haustið 2008 fór Giljaskóli á Akureyri af stað með tilraunaverkefni í grenndarkennslu hjá nemendum í 8.-10. bekk. Tilgangurinn með verkefninu var að auka áhuga og vitund nemenda á nánasta umhverfi þeirra í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Síðuskóli á Akureyri tók þátt í verkefninu haustið 2009 ásamt Giljaskóla og gengur það undir nafninu Leitin að grenndargralinu. ingarspjöld með myndum af þátttakendum og skemmtilegum upplýsingum um þá sem síðan voru birtar á upplýsingaskjám og heimasíðum skólanna. Verkefnin sem nemendur þurfa að leysa krefjast aðgangs að mjög fjölbreyttum heim- ildum sem finna má víðs vegar um bæinn. Þá þurfa nemendur oft og tíðum góðan tíma til að leysa verkefnin sómasamlega. Meðal þess sem nemendur hafa aflað sér upplýsinga um eru tengsl Jóns Sigurðssonar, frelsishetju Íslendinga, við fyrstu prentsmiðju Akureyr- inga og tengsl árása nasista á Coventry 1940 við eitt helsta kennileiti Akureyrarbæjar. Vegna erfiðleika við að koma slíkri vinnu fyrir, með tilliti til stundaskrár, rútuferða og annarra hamlandi þátta í skólastarfi, fer öll vinna nemenda fram utan skólatíma. Því er um frjálsa þátttöku að ræða. Fórnarkostnaðurinn því samfara getur vissulega orðið sá að færri taka þátt en ef um nám innan stundaskrár væri að ræða. Það þarf hins vegar ekki að vera svo slæmt. Þvert á móti getur það reynst einn helsti styrkleiki verkefnsins. Ávinningurinn verður hópur áhugasamra nemenda sem hafa raunverulegan áhuga á að læra meira um heimabyggð sína. Innri námshvöt nemandans ræður för og sker úr um hvort hann tekur þátt eður ei. Sá sem vill ekki læra gerir það ekki. Sá sem vill læra gerir það. Þannig er kjarninn greindur frá hisminu. Eftir standa nemendur sem með dugnaði sínum, virkni og ástundun smita út frá sér og hvetja aðra áhugaminni nemendur til góðra verka í námi. Útkoman verður því öllum aðilum hagstæð. Árið 2008 hófu 19 nemendur úr Giljaskóla leik í Leitinni að grenndargralinu og árið eftir lögðu 36 nemendur af stað úr Giljaskóla og Síðuskóla í sama tilgangi. Þessir krakkar voru áberandi í skólastarfinu meðan á verkefninu stóð. Eftir því sem leið á leitina vöktu þeir sífellt meiri athygli annarra nemenda með jákvæðu við- horfi til viðfangsefnisins. Hafa þeir kannski með framgöngu sinni náð að kveikja áhuga annarra nemenda á sögu heimabyggðar? Auk Brynjars hefur Sigrún Sigurðardóttir kennari við Síðuskóla umsjón með Leitinni að grenndargralinu. Þau eru ánægð með hvernig verkefnið hefur þróast og stefna að því að fá fleiri skóla á Akureyri til samstarfs við sig í kjölfar jákvæðrar reynslu fyrstu tvö árin. skólAstArf Grenndargralið sjálft. Rósa Ingibjörg Tómasdóttir (t.v) og Aldís Bergsveinsdóttir. Kynningarmynd af liðinu StílistaNíó. Dæmi um rafræna kynningu á upplýsingaskjám og heimasíðum Giljaskóla og Síðuskóla.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.