Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 25
25 Skólavarðan 3.tbl. 2010 reglum sem stýra hegðun okkar allra og viðhorfum til takmarkaðra gæða mannlífsins. Siðferðið er félagslegt en það snertir líka einkalíf hverrar manneskju. En af hverju er skóli siðferðileg stofnun? Mér virðist liggja til þess tvær ástæður. Sú fyrri er að skólar eru sérstaklega skuldbundnir nemendum, hagsmunir nemenda eiga að ganga fyrir hagsmunum ann- arra. Það þýðir ekki að allir eigi að dansa eftir hugmyndum nemenda, það væri ekki eðlileg skólastarfsemi, heldur eiga kennarar að vega og meta hagsmuni nemenda í öllum ákvörðunum sínum. Sú síðari er að skólar eiga að mennta nemendur. Í menntun felst að nemendur eiga að batna. Þeir verða betri í þeim skilningi að þeir hafa tileinkað sér þekkingu og færni og þeir eru líka betri í þeim skilningi að þeir eru þroskaðri, hafa betri skilning á af hverju maður á að standa við orð sín, af hverju maður ber ábyrgð á sjálfum sér og eigin verkum. Þetta er siðferðisþroski sem er nauðsynlegur þáttur í menntun. Sé siðferðis- þroskinn ekki fyrir hendi hefur menntunin ekki tekist. Þetta virðist mér vera nægar ástæður til að halda því fram að skólar séu siðferðilegar stofnanir í innsta kjarna sínum. Hvað ætli sé mikilvægast um skóla? Mér virðist það vera að hann er siðferðileg stofnun. En það eru ekki augljós sannindi sem allar hugs- andi manneskjur sjá í hendi sér. Hvað merkir það að skóli sé siðferði- leg stofnun? Af hverju er það markverð staðreynd, ef það er staðreynd, að skóli sé siðferðileg stofnun? Til að svara fyrri spurningunni er rétt að huga að tveimur lykilhug- tökum í staðhæfingunni. Það fyrra er skóli. Hugtakið merkir ekki ein- hver tiltekinn skóli heldur skóli af hvaða tagi sem er: leikskóli, grunn- skóli, framhaldsskóli, háskóli. Í öllum stofnunum sem við köllum skóla starfar fólk sem sinnir ólíkum hlutverkum: sumir eru kennarar, aðrir nemendur, enn aðrir skólastjórar og svo framvegis. Helstu hlut- verkin í skóla eru hlutverk kennara og nemenda. Í skilningi okkar á hlutverkunum birtast kröfur sem eðlilegt er að uppfylla. Það síðara er siðferðið. Siðferði er samfélagsstofnun eins og skóli en það er ekki sýnilegt eins og skólar, það eru engar byggingar sem hægt er að benda á og segja, þetta er siðferðið. Þess vegna sést okkur oft yfir það en öllum er hollt að hugsa um það og breyta eftir því. Það má lýsa siðferðinu þannig að það sé samsett úr formlegum og óformlegum sAmræÐA Texti: Guðmundur Heiðar Frímannsson, PhD. Guðmundur er prófessor í heimspeki við kennaradeild HA Mynd: Finnbogi Marinósson Í menntun felst að nemendur eiga að batna. Skóli er siðferðileg stofnun

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.