Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 40
40
Skólavarðan 3.tbl. 2010
Alltaf eitthvað nýtt!
Eftirtaldir titlar eru nýútkomnir:
Náðu tökum á náminu. Lítið kver fyrir
nemendur í námstækni.
Viltu bæta námsárangur þinn?
Þarftu að skipuleggja tímann betur?
Viltu endurskoða lífsvenjur þínar?
Viltu ná betri einbeitingu?
Viltu setja þér skýr markmið?
Þarftu að vinna gegn prófkvíða?
Líttu í bókina, þar finnur þú ýmis svör.
Bókin er í litlu broti (12x18 cm).
CO2 – Framtíðin í okkar höndum
CO2 – Framtíðin í okkar höndum er þemahefti
fyrir unglingastig grunnskóla. Þær miklu
breytingar á hitastigi sem hafa orðið undanfarna
áratugi á jörðinni eru flestum kunnar. Hverjar eru
orsakir þessara breytinga? Á maðurinn einn sök?
Hvað getum við gert?
Þemaheftið fjallar frá ýmsum sjónarhornum
um loftslagsbreytingarnar á jörðinni og er
reynt að varpa ljósi á flókin ferli sem eiga sér
stað í náttúrunni. Leitast er við að svara áleitnum spurningum en
jafnframt vekja áhuga nemenda á nýjum viðfangsefnum og opna
möguleika á áframhaldandi þekkingarleit í tengslum við umhverfis-
mál. Þemaheftið CO2 er hluti námsefnis um loftslagsbreytingar sem
varð til í samvinnu Námsgagnastofnunar og umhverfisráðuneytisins.
Á vef Námsgagnastofnunar www.nams.is er vefsíða með kennslu-
leiðbeiningum og fræðslumynd, ásamt verkefnum og krækjum sem
auðveldað geta verkefnavinnu.
Norðurlönd
Bókin Norðurlönd er ætluð nemendum á miðstigi
grunnskóla. Í fyrri hluta hennar er almenn
umfjöllun um Norðurlöndin en í seinni hlutanum
er fjallað um einkenni hvers lands fyrir sig að
Íslandi undanskildu. Kennsluleiðbeiningar og
verkefni verða á á vef Námsgagnastofnunar
www.nams.is
Vefirnir Leikum að íslenskum orðum
og Play with english
Sami vefur í enskri og íslenskri útgáfu.
Íslenska útgáfan er til ætluð til málörvunar
í íslensku fyrir nemendur með hægan mál-
þroska og ekki síður nemendur með annað
móðurmál en íslensku. Enska útgáfan hentar til
enskukennslu á yngsta stigi.
Vefirnir nýtast einnig byrjendum í ensku og
íslensku á miðstigi. Markmið þeirra er fyrst og
fremst að kenna nemendum algeng orð, ritun
þeirra, lestur og framburð. Þemun sem tekin eru
fyrir á vefnum eru áþekk þeim sem finna má
í byrjendaefni í ensku og málörvunarefni eins og Adventure Island of
English Words og Orðasjóði sem og Right On! Því er auðvelt að nota
vefinn samhliða því námsefni.
Númi og konurnar þrjár
Númi er grallari. Honum finnst gaman að hjóla
og renna sér á bretti, auðvitað alltaf með hjálm
og hlífar. Bókin er í senn bók til lestrarþjálfunar
og til að minna á mikilvæg atriði í tengslum
við slysavarnir, s.s. notkun á öryggisbúnaði við
hjólreiðar og á hjólabretti sem og að minna á
neyðarnúmerið 112. Orðaval í bókinni tekur ekki
alfarið mið af því að hún er ætluð byrjendum í
lestri. Því er mikilvægt að kennarar og foreldrar
styðji við lesandann eða lesi jafnvel fyrir hann á köflum. Númi og
konurnar þrjár er skreytt litríkum og fjörlegum myndum sem styðja vel
við glettinn textann. Bókin er gefin út í samstarfi við Slysavarnafélagið
Landsbjörg sem kostaði gerð mynda og texta.
Námsgagnastofnun kynnir nýtt efni
Í hverjum mánuði koma út nýir titlar hjá Náms-
gagnastofnun, bæði prentað efni og efni á vef.
Við hvetjum alla, sem vilja fylgjast með nýjum
útgáfum og fá fréttir um fræðslufundi, námskeið
o.fl, til að skrá sig á póstlista stofnunarinnar á
vefnum www.nams.is
námsgögn