Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 3
Kæru lesendur Skólavarðan kemur eftirleiðis út fjórum sinnum á ári. Þetta tölublað er sent öllum félagsmönnum Kennarasambandsins til að kynna breyt- ingarnar en frá og með næsta hausti verða eitt til fimm eintök af Skóla- vörðunni send í hvern skóla eftir fjölda kennara. Einnig verður tíma- ritið sent heim til þeirra félagsmanna sem þess óska. Í haust verða settar upp sk. „Mínar síður“ á www.ki.is þar sem félagsmenn geta meðal annars stjórnað áskrift sinni að Skólavörðunni. Við sendum bréf til ykkar allra með upplýsingum um Mínar síður og innihald þeirra þegar nær dregur og einnig upplýsingar um hvernig þið getið beðið um Skólavörðuna í heimsendingu. Sá möguleiki verður líka í boði að biðja um tilkynningu í tölvupósti þegar Skólavarðan er komin á vefinn. Þá er það samkeppnin okkar. Þið getið enn sent inn myndverk á for- síðu Skólavörðunnar og/eða slagorð til birtingar í henni og Eplinu og unnið til verðlauna. Eplið er nýtt rafrænt fréttabréf sem sent er félags- mönnum að meðaltali tólf sinnum á ári. Allar upplýsingar um sam- keppnina eru á www.ki.is undir Eplið, 2. tbl. Fyrstu verðlaun í forsíðu- samkeppninni eru fimmtíu þúsund krónur og þrjátíu þúsund krónur í slagorðasamkeppninni. Í Skólavörðunni að þessu sinni er okkur ofarlega í huga skólastarf og ný menntalög í samhengi við kreppuna. Hvað er að frétta af fram- fylgd laga um skólastig sem sett voru árið 2008? Hvað segja kennarar og skólastjórnendur um skólastarf í skugga kreppu? Við fjöllum einnig um siðferði, lýðræðislegt umræðumat og tökum viðtöl við þrjá formenn í KÍ en tveir þeirra eru glænýir í starfi. Í apríl sl. var stofnað Félag stjórnenda leikskóla og er það áttunda aðildarfélag Kennarasambandsins. Upplýsingar um öll félögin eru á www.ki.is Þá er ný ráðgjafarþjónusta kynnt í blaðinu og á síðunum Slaka á er skemmtileg krossgáta með alfræðispurningum, pjattrófuráð og fleira notalegt. Þann 19. maí sl. gaf KÍ út fjögurra blaðsíðna sérblað með Frétta- blaðinu, Kjóstu með menntun. Skemmst er frá að segja að blaðið vakti mikil viðbrögð hjá frambjóðendum, félagsmönnum, öðrum stéttarfélögum og víðar. Auk þess var skilaboðum og yfirskrift blaðsins komið vel á framfæri í viðtali Spegilsins við Ólaf Loftsson þann 12. maí sl., hægt er að hlusta á það á vef RÚV undir Valdar upptökur útvarp. Kjóstu með menntun er á www.ki.is og þar setjum við líka fleira efni tengt kennurum og skólamálum í umhverfi efnahagsþrenginga. Ég hvet félagsmenn til að senda okkur efni og ábendingar, ekki síst um áhrif sem ákvarðanir menntayfirvalda hafa á íslenskt skólastarf. Gleðilegt sumar! Kristín Elfa Guðnadóttir 3 Skólavarðan 4.tbl. 2010efnisyfirlit Leiðari Ný og breytt Skólavarða, samkeppni o.fl. Sagan Erindi um kjarabætur kennara árið 1941. Þá skipti máli að lifa sjálfstæðu menningarlífi. En núna? Stutt Flestir með útrunninn kjarasamning, Eiríkur Jónsson á ársfundi KÍ. Ritgerðasamkeppni o.fl. efni. Málefni Hei, það er kreppa! Við erum ekkert að spá í þetta núna. Um skólastarf árið 2010. Fólkið Heilsteypt hugmyndafræði óskast – rætt við fjóra kennara og skólastjórnendur. Erindi Það sem mölur og ryð fræ ekki grandað, Elna Katrín Jónsdóttir á ársfundi KÍ. Málefni Ný lög – hvað nú? Viðtöl um framfylgd nýrra laga um skólastig. Samræða Ný lög og leikskólinn, þrjátíu reykvískir leikskólakennarar ræða málin. Samræða Dagbjört Ásgeirsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson um siðferði og siðareglur kennara. Spjörunum úr Saman hjá sátta, Sigrún Grendal spurð frétta um tónlistarskóla. Fólkið Minningarorð um Sigurlínu Sjöfn Kristjánsdóttur og Jón Hnefil Aðalsteinsson. Skólastarf Leitin að grenndargralinu. Þróunarverkefni í samfélagsfræði í Giljaskóla. Stutt Ný ráðgjafarþjónusta í Skólavörðunni, raddheilsa o.fl. efni. Fólkið Hvers vegna ertu hér? Tveir nýir formenn í Kennarasambandinu kynna sig fyrir félagsmönnum. Námsgögn Alltaf eitthvað nýtt! Námsgagnastofnun kynnir nýtt efni. Slaka á Pique-nique í sumar, pjattrófuráð til kennara, krossgáta, myndasaga og spínatsalat. Fræðin Allir hópar eigi fulltrúa þegar skóalstarf er metið, viðtal við Önnu Magneu Hreinsdóttur. Smiðshöggið Vandinn er ekki sá að nemendur geti ekki lært heldur að þeir vilja það ekki. 3 4 6 7 11 16 18 22 24 26 30 32 34 36 40 41 44 46 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor. Ljósmyndir: Jón Svavarsson (js), nema annars sé getið. Forsíðumynd: Bakað í Snælandsskóla. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold. Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Kristín Elfa Guðnadóttir leiÐAri

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.