Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 32
32
Skólavarðan 3.tbl. 2010
Leitin að
grenndargralinu
Lokamarkmið verkefnisins er að finna bikar,
hið svokallaða grenndargral, sem búið er
að koma fyrir á vissum stað á Akureyri.
Leitin tekur tíu vikur og fer hún þannig fram
að nemendur, ýmist einn eða tveir saman,
fá eina þraut (verkefni) til lausnar í viku
hverri. Þrautin tengist sögu Akureyrar og/
eða Eyjafjarðar og fá nemendur einn bók-
staf við úrlausn hverrar þrautar. Markmiðið
er að safna að lágmarki tíu bókstöfum sem
þátttakendur nota til að mynda ákveðið orð.
Það er nokkurs konar lykilorð og er þekkt úr
sögu Eyjafjarðar. Þegar krakkarnir ná að raða
saman bókstöfunum og mynda lykilorðið
öðlast þeir rétt til að gera lokaatlögu að fundi
grenndargralsins. Þeir fá til þess eina lokavís-
bendingu sem vísar þeim á gralið. Sá eða þeir
sem finna gralið standa uppi sem sigurvegarar
og fá það afhent til varðveislu í eitt ár við
hátíðlega athöfn á sal síns skóla. Þá fá þeir
verðlaunapeninga til eignar. Allir sem klára
þrautirnar tíu fá viðurkenningarskjal fyrir
góða frammistöðu eftir langa og stranga leit.
Að sögn Brynjars Karls Óttarssonar, kenn-
ara við Giljaskóla og upphafsmanns verk-
efnisins, var kveikjan að verkefninu tvíþætt.
Annars vegar þörf á aukinni grenndarvitund
nemenda, þ.e. þekkingu á menningu og sögu
þeirra eigin heimabyggðar. Hins vegar skortur
á tengingu samfélagsfræðinnar, ekki síst sögu-
hluta hennar, við daglegt líf nemenda. Í þessu
felst viðleitni til að færa nám þeirra í auknum
mæli út fyrir kennslustofuna inn á vettvang
þeirra sögulegu atburða sem nemendur eru að
kynna sér hverju sinni. Þar með minnkar vægi
kennslubókarinnar en aðrir upplýsingamiðlar,
svo sem tímarit, dagblöð og ljósvakamiðlar, fá
aukið vægi. Fyrir vikið vaknar vonandi áhugi
á samfélagsfræði þar sem nemendur upplifa
námið merkingarbært, eitthvað sem komi
þeim að gagni, en umfram allt ætti að vakna
hjá þeim áhugi og virðing fyrir því hvar rætur
þeirra liggja.
Samhliða því námi sem á sér stað við
úrlausn þrautanna fer fram keppni milli nem-
enda um að finna grenndargralið. Þannig upp-
lifa þátttakendur tvöfaldan ávinning, fyrir utan
ánægjuna sem fylgir því að læra nýja hluti
virkar keppnisfyrirkomulagið ekki síður sem
hvatning til að ná árangri. Ekki er þó nauð-
synlegt að taka þátt í leitinni á keppnisgrund-
velli. Eftir að Síðuskóli bættist í hópinn er
keppnin nú ekki einungis milli nemenda úr
einum og sama skólanum heldur og milli
tveggja skóla. Mikil stemning getur myndast
meðal þátttakenda í keppni sem þessari og
býður hún upp á ýmsa möguleika þar að lút-
andi. Til að mynda voru útbúin rafræn kynn-
Þróunarverkefni í samfélagsfræði á unglingastigi í Giljaskóla á Akureyri
Meðal þess sem nemendur hafa aflað sér upplýsinga
um eru tengsl Jóns Sigurðssonar, frelsishetju
Íslendinga, við fyrstu prentsmiðju Akureyringa og
tengsl árása nasista á Coventry 1940 við eitt helsta
kennileiti Akureyrarbæjar.
skólAstArf
Texti: Jón Baldvin Hannesson
Myndir: Giljaskóli
Höfundur grenndargrals-
verkefnisins, Brynjar Karl
Óttarsson.
Sigurvegarar 2009: Lovísa Rut
Stefánsdóttir (t.v.) og Guðrún Bald-
vinsdóttir. Þær eru úr Síðuskóla.
Sigurvegarar 2008: Unnur Árnadóttir (t.v.) og Hrafnhildur Ýr Jóhanns-
dóttir. Með þeim á myndinni eru aðrir þátttakendur sem luku við
þrautirnar tíu. Allar eru þær úr Giljaskóla.