Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 9
9 Skólavarðan 3.tbl. 2010 grunnskóla og leikskóla hefur verið þróað námsframboð sem nær til allra nemenda í nokkrum af yngri árgöngum grunnskólans og elstu nemenda leikskólans. Einnig hefur skólinn boðið upp á fjölbreytta valáfanga í tónlist á unglingastigi í samvinnu við grunnskólann. Þessi þjónusta kemur öll til viðbótar hefðbundnu tónlistarnámi, þ.e. að nemendur geta innritað sig í tónlistarnám með „hefðbundnum“ hætti. Á undanförnum árum hafa nemendur í Tónlistarskólanum verið um 350 eða fleiri en í grunnskólanum. Með nýjum lögum og námskrám fyrir framhaldsskóla sjáum við mörg tækifæri til að þróa nánara samstarf við Framhaldsskóla Húsa- víkur þar sem byggt verður á þeim grunni sem nemendur á Húsavík búa að eftir öflugt tónlistarnám á leik- og grunnskólaaldri Í þeim mikla niðurskurði sem Tónlistarskólinn hefur tekið á sig hefur áherslan verið á að verja „skólalíkanið“ þannig að þekking sem orðið hefur til á undanförnum árum glatist ekki. Kennsla og skólaþróun er þekkingarstarf sem langan tíma tekur að þróa en mjög fljótlegt er að eyða með vanhugsuðum „sparnaði“. Mest hefur verið skorið niður í stjórnun við skólann og með því móti hefur tekist að tryggja að allir kennarar hafa haldi stöðu sinni. Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Barnabær, Blönduósi » Örsaga úr starfinu Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2009 ákvað bæjarstjórn Blönduósbæjar að segja upp yfirvinnu vegna starfsmannafunda með þriggja mánaða fyrirvara. Mótmælabréf var sent til baka með faglegum rökstuðningi og í stað starfsmannafunda fengum við einn starfsdag í viðbót árið 2009. Öllu starfsfólki Barnabæjar fannst miður að missa fundina því þar fór fram umræða sem allir tóku þátt í. Því var ákveðið að fara þá leið að halda tvo fundi á vorönn og tvo á haustönn 2010. Allir skrifuðu undir samþykki þess efnis að taka frí í stað þess að fá greidda yfirvinnu. Fríið er tekið í samráði við leikskólastjóra og þetta er gert með vitund bæjaryfirvalda. Þetta hefur reynst vel því eins og allir vita sem starfa í leikskólum eru starfsmannafundir eini vettvangurinn Skólameistari í stórum framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu um áhrif kreppu á líðan og stöðu nemenda Efnahagskreppan er farin að hafa áhrif á nemendur, bæði félags- lega og fjárhagslega. Fleiri nemendur hafa verið bókalausir nú í upphafi annar en við höfum áður heyrt af. Þá eru fleiri mál sem koma inn á borð námsráðgjafa vegna þunglyndis og kvíða nemenda sem rekja má til efnahagsástands heimila. Bæta má við að nemendur hafa til dæmis miklar áhyggjur af atvinnumálum foreldra sinna, atvinnuleysi í mörgum tilfellum eða yfirvofandi hættu á atvinnumissi. Einnig eru dæmi þess að foreldrar þurfi að sækja atvinnu langt að, jafnvel milli landa og það hefur áhrif á líðan nemenda og stöðu fjölskyldunnar. Notaðu rétt þinn til að hafa áhrif á skólamál í þínu sveitarfélagi Fulltrúar skólastjóra, kennara (bæði í leik- og grunn- skóla) og foreldra eiga seturétt í skólanefndum sveitar- félaga með málfrelsi og tillögurétt. Félag grunnskóla- kennara hefur kynnt sér hvernig að þessu er staðið og komist að því að allur gangur er á því í smærri sveitarfélögum. Sums staðar eru þessir fulltrúar ekki boðaðir á fundi, hvað þá að greitt sé fyrir fundarsetu. Skólameistari í stórum framhaldsskóla úti á landi segir svo frá: Það hefði þurft að bæta við tveimur til þremur verkefnis- stjórum vegna nýrra eða nýlegra verkefna í kjölfar innleiðingar nýrra laga og vegna nemenda af erlendum uppruna. Í stað þess varð að hagræða í verkefnastjórnun og jafnvel sviðsstjórn - og eins hefur verið dregið úr erlendum samskiptum. Niðurskurður er farinn að hafa mikil áhrif í framhaldsskólum Í febrúar 2010 sendi Félag framhaldsskólakennara spurn- ingalista til skólameistara. Aðspurðir sögðu 21 skóla- meistari að niðurskurður væri farinn að hafa mikil áhrif á framhaldsskólastiginu. Almennt hefur aukin nýtingar- krafa leitt þess að kennslumagn hefur minnkað. Reynt er að halda uppi hefðbundnu áfangaframboði og verja námsframboð en víðast hvar er minna í boði fyrir nem- endur en áður. Þá hefur valáföngum fækkað og þeir áfangar sem ekki ná viðmiðum eru felldir niður um hópstærð. Hópar eru einnig stærri núna og dýrir hópar aðeins í boði aðra hverja önn eða jafnvel sjaldnar. Í ein- hverjum skólum er ekki lengur um verklega tíma í raun- greinum að ræða. Eins hefur kennsla grunnskólanemenda í framhaldsskólaáföngum að mestu verið skorin niður. Sömu sögu er að segja í þeim skólum sem bjóða upp á kvöld, fjar/dreif- eða meistaranám, þar hefur orðið veru- legur niðurskurður. Einn skóli sem hefur boðið upp á kvöldnám til stúdentsprófs lofar nemendum sínum ein- ungis að þeir geti útskrifast af félagsfræðibraut í kvöld- skóla og býður aðeins upp á eitt þriðja mál. Þá sagði einn skólameistari frá því að nú fengju aðeins útskriftarnem- endur að taka P-áfanga. þar sem allur hópurinn getur hist, rætt saman á faglegum nótum og tekið sameiginlega á málum sem upp koma. Við söknuðum fundanna, bæði vegna faglegrar umræðu og ekki síður félagslega því okkur finnst mjög gaman á starfsmannafundum. Leikskólinn Klambrar, Reykjavík » Örsaga úr starfinu Þrátt fyrir erfitt ástand í þjóðfélaginu og sveiflu niðurskurðarhnífsins reynum við á Klömbrum að halda í vonina og leggjum hart að okkur til að óskir okkar geti ræst. Eina ósk höfum við borið í Klambra hjartanu okkar í talsvert langan tíma. Við vitum að óskir rætast ekki á einu augabragði og oft og tíðum þarf að vinna hörðum höndum og allir að leggja hönd á plóg til að ósk verði að veruleika. Í nokkur ár höfum við flokkað, endurnýtt, moltað og reynt eftir fremsta megni að hugsa vel um náttúruna okkar með það að leiðarljósi að einn daginn myndum við getað flaggað Grænfána. Það var því með miklu stolti í sálinni sem við tókum við Grænfána þann 14. maí frá Landvernd. Óskir geta ræst. málefni

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.