Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 46

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 46
46 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Það hefur komið í ljós að fjöldaskólun er erfi ðari í framkvæmd en við gerðum ráð fyrir. Til að brúa bilið milli dapurlegs veruleika og fyrri tíma væntinga treysta fræðimenn og kennarar á aðferðir sem taka mið af tölvutækni og öðrum rökrænum leiðum til að miðla upplýsingum – sem aftur voru þróaðar upp úr iðnaði og hernaði, það er að segja framleiðslutækni og kerfi shönnun um mannlegt atferli. Undirskilin er sú von okkar að eftir því sem við uppgötvum fl eiri og fl eiri rökréttar leiðir til að velja, skipuleggja og dreifa þekkingu muni börn læra á árangursríkari hátt. Það verður þó sífellt augljósara að helstu þröskuldar í vegi fyrir námi eru ekki hugræns eða vitsmunalegs eðlis. Vandinn er ekki sá að nemendur geti ekki lært heldur að þeir vilja það ekki. Tölvur þjást ekki af áhugaleysi en það gera manneskjur. Okkur hefur enn ekki lærst að forrita börn þannig að þau læri upplýsingarnar sem við afhendum þeim eins og tölvur gera. Því miður hafa hugræn vísindi ekki tekið þetta nægjanlega með í dæmið. Inntak náms er þess vegna víðs fjarri í hinni fyrirferðarmiklu hugrænu áherslu í menntavísindum. Mihaly Csikszentmihalyi, 1991. Þýðing: keg Mynd: Villi ingi smiÐsHöggiÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.