Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 34
34 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Láttu okkur vita! sigridur@ki.is Varstu að skipta um netfang? Eplið er á vefnum Kennari sem fer á eftirlaun verður ekki sjálf- krafa meðlimur í Félagi kennara á eftirlaun- um (FKE) heldur þarf hann að sækja sérstak- lega um það. Nægilegt er að senda beiðni í tölvupósti þar sem fram kemur nafn, heim- ilisfang, kennitala, heimasími, farsími og net- fang) til Sigríðar Sveinsdóttur, sigridur@ki.is Eplið, rafrænt fréttabréf KÍ, er á vefnum. Lestu Eplið á www.ki.is Hugaðu að raddheilsunni Röddin er atvinnutæki kennara. Góð og heilbrigð rödd er áheyrileg og kemur töluðu máli vel til skila. En það er ýmislegt sem getur haft neikvæð áhrif á rödd kennarans: • Krafa um að tala lengi. • Fjarlægð milli kennara og nemenda. • Mikill hávaði í umhverfinu. • Slæmt loft í kennslustofu. • Streita. • Skortur á raddþjálfun. Líklegt er talið að mikill hluti kennara þjáist af ýmsum raddbundnum álagseinkennum, svo sem þurrki, ertingu, sviða, hæsi án kvefs, ræskingaþörf, raddbresti og raddþreytu. Það er því mikilvægt fyrir kennara að kynna sér hvernig röddin virkar og hvað hefur áhrif á hana, hvernig sé best að beita henni til að það sem sagt er skili sér til nemenda án þess að það bitni á raddheilsu. Meðal úrbóta hefur verið bent á að: • nota magnarakerfi, • draga úr hávaða - t.d. setja einangrun á snerti- fleti húsgagna og einangrun í loft og á veggi, • bæta inniloft, hafa til dæmis opna glugga og eftirlit með loftræstikerfum, • fá kennslu í raddbeitingu. Sjá nánar á www.ki.is undir vinnuumhverfisbólu maímánaðar. Hér er kynnt til sögunnar ný þjónusta á vegum Kennarasambandsins sem vonandi fellur í góðan jarðveg. Félagsmenn geta skrifað tölvupóst og spurt ráðgjafa í einstökum málaflokkum um hvaðeina sem þeir æskja svara við. Valin svör eru ýmist birt á www.ki.is eða í Skólavörðunni. Öllum bréfum er svarað ýmist persónulega eða með tilvísun í upplýsingar annars staðar (til dæmis á vef Kennarasambandsins). Fyrirspyrjandi getur óskað nafnleyndar. Til að byrja með bjóðum við upp á ráðgjöf í þessum málaflokkum: Skólavarðan kemur eftirleiðis út fjórum sinnum á ári. Þetta fyrsta tölublað með nýju sniði er sent öllum virkum félagsmönnum en eftirleiðis einungis þeim sem óska eftir því. Einnig eru send eitt til fimm eintök í skóla eftir fjölda kennara. Í haust verða settar upp sk. Mínar síður á vef KÍ og þar geta félagsmenn meðal annars stjórnað áskrift sinni að Skólavörðunni. stutt Ráðgjafar hjá KÍ – ný þjónusta Hvert á að senda fyrirspurn? Fyrirspurnir eru sendar á netfangið kristin@ki.is og merktar í bréfatitli með þessum hætti: RÁÐGJÖF (nafn ráðgjafa). Ef fyrirspurnin er til dæmis til Margrétar Gunnarsdóttur þá stendur í „subject“: RÁÐGJÖF Margrét Gunnarsdóttir. Fleiri ráðgjafar? Ef þetta gefst vel og félagsmenn sýna áhuga munum við fjölga ráðgjöfum og fá gott fólk til liðs við okkur á fleiri sviðum. Kaup og kjör Ráðgjafi: Ingibjörg Úlfars- dóttir launafulltrúi KÍ. Vinnuumhverfi Ráðgjafi: Hafdís Dögg Guðmundsdóttir starfsmaður vinnuumhverfisnefndar KÍ. Starfsendurhæfing Ráðgjafi: Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi KÍ hjá VIRK. Félagsmenn, athugið! Ert þú á leiðinni í FKE?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.