Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 42

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 42
42 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Frá Pjattrófu til kennara Daglegur pjattrúntur kennarans Flestar konur eru óttalega pjattaðar og það er satt sem hún Joan Bennet sagði á því herrans ári 1944 að „aðlaðandi er konan ánægð“. Þetta þýðir samt ekki að við þurfum að vakna kl 6:30 á morgnana til að krulla og blása hárið, þekja andlitið með farða og skella okkur í fokdýra skó frá Prada. Auðvitað er hverri konu í sjálfsvald sett hvernig hún skilgreinir sig aðlaðandi en fl estum líður okkur þó betur þegar hárið hegðar sér eins og við viljum að það geri og húðin er stillt. Þó það sé ekki endilega allt morandi í kynæsandi körlum á fl estum vinnustöðum kennara (þar sem konur eru víðast í miklum meirihluta) er samt nauðsynlegt gleðja kvensálina með smá fegurð á hverjum morgni áður en farið er út í daginn. Pjattrófurnar skilgreina ekki fegurðina bara í því sem augað nemur þó oftast sé sú fegurð það fyrsta sem grípur. Góður ilmur er líka úr heimi hins fallega og það sama má segja um fallega tónlist, falleg heimili og góðan mat. Daglegur pjattrúntur kennarans gæti verið fólginn í því að byrja á að setja fallegt lag á fóninn til að komast í góðan gír og sprauta smá ilmvatni í hálsakot. Góður ilmur skapar oft góðar minningar hjá þeim sem kynnast þér. Eftir tíu ár fi nnur gamall nemandi ilminn frá þér á förnum vegi og hugsar „ahhhhh…“ með bros í hjarta. Dagkrem með hárri sólarvörn ætti að koma þessu næst og ef þú ert á hraðferð skaltu nota hyljara á bauga og bletti og skella svo smá sólarpúðri í vangana. Ekki vera feiminn við að nota augnskugga kringum augun (oft góður í stað blýants) því augun eru spegill sálarinnar og skugginn beinir athyglinni að þeim. Brúnir litir draga fram bláma í augum og eru oftast skothelt val. Brúkukrem eru algjör snilld á upplýsingaöldinni þegar við vitum að sólin býr til hrukkur og það er voða gott að eiga eitt slíkt fyrir andlitið. Mundu bara að hafa ekki þurra húð þegar þú berð það á og berðu líka á háls og bringu. Þetta er mjög gott svo að ekki sé meira sagt. Uppruni uppskriftarinnar er ókunnur en hún barst okkur frá Sylvíu Gústafsdóttur kennara og fræðslustjóra hjá KPMG. 1 ds. sýrður rjómi 3-4 msk. majones ¼ - ½ pk. púrrulaukssúpa frá Knorr 4-6 hvítlauksrif ½ - 1 ds. vatnshnetur, smátt saxaðar, notast líka sem skraut Skvetta (dass) af sojasósu Skvetta (dass) af Worchestershiresósu Spínat (frosið) , um 1 poki Saxið hvítlauk og vatnshnetur smátt eða hakkið í vél (ekki mala í duft). Hrærið saman sýrðan rjóma og majonesi, setjið hvítlaukinn út í ásamt súpudufti og hnetum. Bætið soyasósu og Worchestersósu út í. Afþýðið spínat, kreistið vökva úr, hrærið út í. Betra er að hafa það ekki of blautt og ef til vill þarf meira spínat út í eða minnka sýrða rjómann eða majonesið (jafnvel sleppa því) eftir smekk. Loks er allt hrært saman og smakkað til. Berið fram í krústeinsbrauði eða öðru brauði með harðri skorpu. Brauðið er holað að innan, salatið sett ofan í og Tortillafl ögum raðað í kring. Að sjálfsögðu er einnig hægt að bera salatið fram í skál. Krústeinsbrauð fæst til dæmis í bakaríinu í Suðurveri í Reykjavík. Eftir tíu ár fi nnur gamall nemandi ilminn frá þér á förnum vegi og hugsar „ahhhhh“ með bros í hjarta. Fylgihlutir á borð við glingur og skart eru frábært hversdagspjatt. Sítt hálsskraut, fallegir eyrnalokkar og sætur klútur um hálsinn getur gert gæfumuninn og komið smá glamúr í þreytulegan þriðjudaginn. Að lokum skaltu muna að taka ávexti með í töskuna, eða möndlu- poka því þær eru svo góðar fyrir húðina og línurnar og svo er það bara að brosa út í eitt því bros getur dimmu í dagsljós breytt. Margrét Gústavsdóttir Margrét er ein af Pjattrófunum sex en þær skrifa sitt skemmtilega blogg á http://pjattrofur.eyjan.is Besta spínatsalat í heimi Pjattrófurnar Kaloríu fyrir kaloríu gefur laufgrænt grænmetið þér meiri næringu en nokkuð annað. slAkA á

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.