Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 21
21 Skólavarðan 3.tbl. 2010 þennan niðurskurð veita svipaða þjónustu og önnur sveitarfélög á höfuðborgasvæðinu hafa gert fram að þessu. „Sérfræðiþjónusta sál- fræðinga, iðjuþjálfa og talkennara verður að sjálfsögðu ennþá í boði, það verður aðeins lengri bið eftir henni en áður,“ segir Sigfríður. Ekki hefur þurft að segja upp starfsfólki í Lindaskóla en möguleikar á yfirvinnu hafa verið takmarkaðir. „Auðvitað hefur skólasamfélagið áhyggjur af þessum niðurskurði,“ segir Sigfríður, „en í heildina gengur skólastarfið mjög vel. Foreldrar eru jákvæðir og tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Fleiri verkefni – sama fjármagn Erla, skólastjóri Öldutúnsskóla, hefur svipaða sögu að segja. „Við höfum staðið vörð um kennslutímamagnið og gerum allt til þess að halda uppi gæðum innra starfs skólans. En við höfum vissulega þurft að skera niður á ýmsum sviðum, viðhald á húsnæði er í lágmarki og við höfum minnkað stöðugildi í stjórnun skólans. Það þýðir auðvitað meira álag á starfsfólkið en við leitum allra leiða til að niðurskurðurinn hafi sem minnst áhrif á skólastarfið.“ En hversu lengi er hægt að auka álag á starfsfólk skólanna? „Það er ómögulegt að segja til um það, en þetta hefur gengið mjög vel enn sem komið er. Við mætum fleiri verkefnum og auknum þörfum með sama fjármagn í höndunum.“ Mikilvægt að foreldrar séu vel upplýstir Öldutúnsskóli hefur lagt mikla áherslu á framkvæmd þess hluta lag- anna sem snýr að rétti nemenda til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þar eru starfræktir nemendarýnihópar þar sem nemendur frá 1. – 10. bekk koma sjónarmiðum sínum um skólastarfið á framfæri á skipulagðan hátt. Þetta starf hefur gefist afar vel og stuðlað að lýð- ræðislegri vinnubrögðum og samskiptum innan skólans. Umræða um niðurskurð í menntakerfinu hefur verið nokkuð áber- andi og stundum á þann veg að fjöldi barna í bekk muni rjúka upp úr öllu valdi, stoðþjónusta þurrkast út og kennurum verða sagt upp í hrönnum. Slík umræða er til þess fallin að vekja ugg, ekki síst hjá foreldrum. Erla segir að í þessu sambandi sé upplýsingagjöf afar mikilvægur þáttur. „Við leggjum mikla áherslu á að foreldrar séu vel upplýstir um allar breytingar sem eru gerðar á skólastarfinu.“ Efling félagsfærni nemenda Mikil umræða hefur verið um aukna þörf fyrir stoðþjónustu skólanna á sama tíma og verið er að skera þar niður. En er þetta raunin? „Við höfum ekki merkt þessa auknu þörf. En við gerum okkur auðvitað vel grein fyrir því ástandi sem er í þjóðfélaginu og fylgjumst vel með börnunum í skólanum og látum þau vita að við séum til staðar fyrir þau. Við teljum líka mikilvægt að efla félagsfærni nemenda og höfum því tekið upp kennslu í siðfræði og heimspeki í vetur. Það er augljóst að það hefur skilað sér í breyttum og bættum samskiptaháttum og er að okkar mati mikilvæg forvörn hvað varðar andlega líðan nemenda,“ segir Erla. Hún segir að þótt niðurskurður hafi vissulega sín áhrif sé engin ástæða til þess að leggja árar í bát og nefnir sem dæmi minni fjár- framlög til efniskaupa og rekstrar. „Við höfum þá einfaldlega leitað annarra úrræða.“ Verðum að horfa til framtíðar Anna María segir að samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti kosti um 1,7 milljarð að framfylgja lögunum eins og þau voru hugsuð í upphafi. Það eru dágóðir fjármunir, ekki síst á tímum háværra krafna um niðurskurð á öllum sviðum samfélagsins. Hvers vegna ættu skólarnir ekki að skera niður líkt og aðrar opinberar stofnanir? „Kreppan bitnar á okkur öllum og við þurfum öll að taka á okkur byrðar. En við erum að vinna með börnum og ungmennum og verðum að horfa til framtíðar,“ segir Anna María. Aðalheiður tekur í sama streng. „Það gilda önnur lögmál og mælikvarðar um skóla og skólastarf en um aðra starfsemi. Þar þarf að setja útgangspunktinn.“ Við teljum mikilvægt að efla félagsfærni nemenda og höfum því tekið upp kennslu í siðfræði og heimspeki í vetur. málefni Erla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.