Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 8
8 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Tjarnarsel, Reykjanesbæ » Örsaga úr starfinu Leikskólinn Tjarnarsel hefur frá síðastliðnu hausti unnið að þróunar- verkefni sem hefur það að markmiði að efla mál- og læsisþroska barnanna. Verkefnið gengur meðal annars út á það að lesa fyrir börnin á enn markvissari hátt en áður, en skólinn hefur í sjö ár lagt áherslu á lestrar- og skriftarnám. Ekki einast er lestur bóka hluti af daglegu starfi heldur læra börnin og leika með orð samhliða sögulestrinum. Árdís Hrönn Jónsdóttir leikskólakennari stýrir þessu verkefni sem heitir: „Bók í hönd og þér halda engin bönd.“ Drengur sem er nemandi í skólanum mætti glaðhlakkalegur einn morguninn og sagðist hafa lært nýtt orð heima í gær sem enginn í leikskólanum kynni. Þetta var orðið „strandaglópur“ en kvöldið áður hafði móðir hans lesið fyrir hann sögu þar sem það kom fyrir. Drengurinn útskýrði merkingu orðsins fyrir hinum börnunum og í framhaldi spunnust fjörugar umræður, meðal annars um sjónvarpsfrétt um kindur sem voru í sjálfheldu og þurfti að bjarga með ærinni fyrirhöfn. Hof, Reykjavík » Örsaga úr starfinu Einkunnarorð okkar eru virðing, gleði og sköpun. Þetta skólaár höfum við lagt sérstaka áherslu á að „hleypa kreppunni ekki inn í leikskól- ann“. Það hefur tekist mjög vel. Starfsmannahópurinn hefur verið að undirbúa námsferð til New York og hefur það þjappað okkur saman, við tókum líka þátt í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Aðaláhersla er lögð á samkennd og samvinnu starfsfólks og þetta ratar beinustu leið út í barnahópinn. Menntaskólinn í Kópavogi » Örsaga úr starfinu Gildi Menntaskólans í Kópavogi eru þekking, þroski, þróun. Við höfum verið á flugi í framsæknu skólastarfi og ætlum að halda því áfram eins og kostur er þrátt fyrir erfiðar þjóðfélagsaðstæður, kreppu og ójöfnuð. Það er samt ekki spurning að ástandið bitnar verulega á kennurum og nemendum, sem dæmi má nefna að kennarar þurfa að kenna stærri nemendahópum og nemendur standa frammi fyrir fábreyttara námsvali en áður. Við í MK leggjum áherslu á að kenna nemendum okkar umburðarlyndi og sanngirni, sjálfstæða hugsun og góð vinnubrögð, og ást á landi og þjóð þrátt fyrir allt. Undanfarin ár hafa nemendur MK verið með fatamarkað á vegum Rauða krossins þar sem safnað er fé sem sent er til bágstaddra. Það veitir mikla gleði, bæði gefendum og þiggjendum. Eyrarskjól, Ísafirði » Örsaga úr starfinu Við tókum þann pól í hæðina að láta kreppuna ekki hafa áhrif á okkar góða og metnaðarfulla starf. Við erum svo heppin að í nálægð við leikskólann er fjölbreytt náttúra og margir möguleikar til útiveru. Útikennsla hefur verið eitt af okkar aðalsmerkjum, frábær leið í skólastarfi og kostar ekki mikið. Undanfarna tvo vetur hafa börnin farið út með verkefni sama hvernig viðrar og við fléttum alla námsþætti inn í. Þvílík gleði að þramma af stað með heitan drykk og hressingu og takast á við krefjandi verkefni úti í náttúrunni! Við höfum komið okkur upp eldstæði í lóðinni, nú erum við að fara að byggja skýli og fengum að nýta tré sem skógræktin grisjar. Á hverjum vetri förum við í skíðaferð á fallegasta göngusvæði landsins, Seljalandsdal, þvílikur dásemdardagur: Gönguskíði, grilla pylsur, hita kakó, sól, sleðar... rjóð í kinnum og vindur í hárið - frískir krakkar allt árið! Tónlistarskóli Húsavíkur » Örsaga úr starfinu Tónlistarskóli Húsavíkur leggur áherslu á fjölbreytileika og sveigjan- leika í starfi sem leið til að koma til móts við þarfir hvers og eins og þá jafnframt samfélagsins í heild. Á þann hátt leggjum við okkar af mörkum til að gera Húsavík að öflugu menningarsamfélagi og þar með aðlaðandi til búsetu. Í markvissu samstarfi Tónlistarskólans við málefni

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.