Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 19
19 Skólavarðan 3.tbl. 2010málefni Skólar á öllum skólastigum hafa þurft að sinna kalli tímans um niðurskurð, rétt eins og aðrar opinberar stofnanir. Margir hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því hvernig það muni koma niður á skólastarfi í landinu, meðal annarra Kennarasamband Íslands. Í erindi Elnu Katrínar Jónsdóttur varaformanns KÍ á ársfundi sambandsins þann 16. apríl síðastliðinn kom fram að verulegs niðurskurðar og samdráttar gæti í skólastarfi í landinu. Það leiði til þess að umbætur, sem gerðar hafi verið á undanförnum árum, gangi til baka. Meðal þess sem Elna Katrín nefndi í þessu sambandi er fjöldi nemenda í námshópum, sveigjanleiki í skólastarfi, ýmis stoðþjónusta og ráðgjöf. Fjárframlög hafa ekki fengist Framhaldsskólar landsins hafa ekki farið varhluta af þessum breyt- ingum. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, segir að lögin hafi verið afrakstur samstarfs kennarasam- takanna og yfirvalda. Miklar væntingar hafi verið um framkvæmd þeirra. „Líklega eru stærstu breytingarnar annars vegar aukin ábyrgð stjórnvalda á námsvist og skólagöngu nemenda til átján ára aldurs og hins vegar að skólar fá aukið umboð til að móta nám og námskipulag til að gera framhaldsskólann verði fyrir alla og fleiri ljúki lokaprófi,“ segir Aðalheiður. Hún segir að nýju lögin gangi því miklu meira út frá nemandanum en þau eldri. „Lögin áttu að koma til fullrar fram- kvæmdar haustið 2011 en nú hefur menntamálaráðherra lagt fram frumvarp um að fresta fullri gildistöku til haustsins 2015,“ segir hún. Meðal þess sem snertir framhaldsskóla sérstaklega og nýju lögin kváðu á um var vinnustaðanámssjóður. Hann var hugsaður til að styðja við meiri ábyrgð skólanna á vinnustaðanámi nemenda í starfsnámi en hefur verið frystur um óákveðinn tíma að sögn Aðalheiðar. Það sama má segja um það ákvæði laganna að koma til móts við kostnað nemenda vegna námsgagnakaupa. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmála- ráðherra, segir að frá því að ný lög um framhaldsskóla voru sett vorið 2008 hafi verið unnið að innleiðingu þeirra og skólum veittur fjárstyrkur til þess. „Vegna efnahagsástandsins hefur fullri gildistöku nýrrar námskrár og lengingu skólaársins verið frestað til ársins 2015. Þó er áfram gert ráð fyrir að unnið verði að þróunarstarfi við náms- brautir samkvæmt nýjum lögum. Því er ekki að leyna að fjárframlög sem gert var ráð fyrir að fylgdu nýjum lögum hafa ekki fengist og því hefur hægt á framkvæmd þeirra,“ sagði Elías Jón. Peningarnir eru ekki til En er það fjármagn til sem þarf til þess að framfylgja lögunum? „Þeir peningar, sem framkvæmd laganna útheimtir, eru ekki til,“ segir Aðal- heiður. „Þess vegna höfum við lagt áherslu á það við ráðherra að fresta fullri gildistöku laganna og líka í ljósi þess að efni kjarasamninga fram- haldsskólans snertir beint framkvæmd laganna,“ segir Aðalheiður og nefnir í því sambandi lengingu skólaársins. Hún segir að lögin þurfi sterkt stuðningsnet eins og til dæmis aukna náms- og starfsráðgjöf. „Við höfum orðið vör við niðurskurð í stoðkerfi skóla en á sama tíma er aukin ásókn í ýmsa stoðþjónustu. Einnig er skorið niður í náms- framboði, ýmissi annarri þjónustu við nemendur og faglegu starfi af ýmsum toga. Við erum þeirrar skoðunar að skólar séu verr staddir en fyrir setningu laganna.“ Í fyrrnefndu erindi Elnu Katrínar varaformanns KÍ kom fram að niðurskurður í skólakerfinu hafi leitt til þess að nemendum sé nú nánast gert ókleift að stunda nám á mörkum skólastiga. Dæmi um slíkt nám er þegar nemandi í efstu bekkjum grunnskóla stundar nám í framhaldsskóla. Nokkuð hefur verið ritað og rætt um þetta og þykir mörgum að brotið sé á rétti nemenda til náms, enda er kveðið á um þennan möguleika í lögunum. Aðalheiður segir að vissulega sé leitt til þessa að vita en leggur áherslu á að á meðan kreppa sé og sparnaðar krafist verði framhaldsskólinn að forgangsraða og einbeita sér að Vinnustaðanámssjóður hefur verið frystur um óákveðinn tíma. Við erum í hálfgerðu tóma- rúmi. Lögin eru vissulega í gildi en skólarnir hafa ekki bolmagn til þess að fram- fylgja þeim. Anna María

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.