Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 13
13 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Kristján Guðmundsson kennari í félagsgrein- um í Kvennaskólanum í Reykjavík segir margt jákvætt hafa gerst í þjóðfélaginu eftir efna- hagshrunið árið 2008. „Fyrir hrun fannst mér Ísland vera komið í tóma steypu, þar á meðal nemendur, en ég held að þeir hafi róast mikið síðan þá,“ segir hann. „Ég greini augljósa við- horfsbreytingu hjá nemendum. Fyrir hrunið voru þeir orðnir ógnvekjandi ópólitískir en þetta hefur breyst.“ Þá telur Kristján að kennarar hafi fengið aukið starfsöryggi í hinu nýja umhverfi og áttað sig á því að þeir séu í starfi sem fólk sækir í. „Fyrir kreppu var erfitt að fá kennara til starfa en nú berast tugir umsókna þegar auglýst er.“ Þarf að sýna stuðning í verki Kristjáni finnst vera mikil vöntun á heilsteyptri hugmyndafræði í framhaldsskólum á Íslandi. „Við þurfum að vinna saman að ákveðnu þver- pólitísku markmiði,“ segir hann. „Það er ekki bara hægt að halda því fram að Ísland styðji við bókvit og menntun, það þarf að sýna það í verki. Ég tel að líta eigi til hugmyndafræði Norðurlanda í skólamálum, til dæmis til Dan- merkur. Þar er stutt mun betur við nemendur en gert er hér og við verðum að fara að skipu- leggja skólastarfið í grasrótinni. Ég hef til dæmis furðað mig á því hversu oft eru teknar stórkostlegar ákvarðanir. Það er eins og einhver gangi um og slöngvi fram ákvörðunum,“ segir Kristján og útskýrir frekar. „Þetta sjáum við til dæmis hvað varðar samræmdu prófin. Einu sinni voru þau fjögur og fór svo fjölgandi í sex. Þetta hafði lamandi áhrif á framhaldsskólana því allir fóru að kenna í samræmi við þetta. Litlir skólar fóru að þvinga getulitla nemendur frá því að taka próf til þess að meðaltalið í þeirra skóla væri betra en í þeim næsta. Þetta sýnir óeðlilega skoðun, hegðun og algjöra miðstýringu. Svo allt í einu, næsta ár á eftir, voru öll samræmdu prófin sniðin burt einn, tveir og þrír! Þetta sýnir vel að alla hugmyndafræði vantar. Hvað varðar lengingu skólaársins þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að atvinnuþátttaka ungs fólks getur ekki verið eins og áður,“ segir Kristján. „Eflaust eru uppi hugmyndir um að lengja skólaárið enn frekar en það útilokar atvinnumöguleika ungs fólks, enda oft enga vinnu að fá. Ég tel það geta verið góða þróun en þá þarf að styðja betur við nemendur með fjárstyrkjum og mun betri aðstöðu. Það er ekki hægt að lengja skólaárið án þess að aðstaða eða stuðningur sé til staðar.“ Hæfir og fínir krakkar Kristján telur að innleiða þurfi hugmynda- fræði sem land og þjóð geti verið stolt af og vilji viðhalda. Margt sé gert vel en betur má ef duga skal og hann er mjög bjartsýnn á ungt fólk og framtíðina. „Það er mjög sterkt að fólk sæki í skóla eftir hrun og ég held að við séum að útskrifa hæfa og fína krakka. Það skiptir ekki máli hvað fólk velur að læra, það mun skila sér. En við verðum líka að veita þeim skólakerfi og atvinnutækifæri sem við erum stolt af.“ Ég held að við séum að útskrifa hæfa og fína krakka. Vinnum saman að þverpólitísku markmiði Kristján Guðmundsson fram- haldsskólakennari er bjartsýnn á framtíðina. fólkiÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.