Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 26
26 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Hvað er í deiglunni hjá ykkur í Félagi tónlistarskólakennara á vordögum? „Þar ber fyrst að nefna að öll aðildarfélög Kennarasambandsins sem semja við sveitarfélögin eru nú í fyrsta sinn að funda sameiginlega hjá sáttasemjara. Við vísum í stöðugleikasáttmálann og förum fram á að honum sé fylgt eftir. Við viljum að samið sé við okkur á sama grunni og ríkið samdi við Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum en þar var stöðugleikasáttmálanum fylgt að miklu leyti. Þessir „við“ erum félagsmenn í eftirtöldum félögum: Félagi tónlistarskólakennara, Félagi leikskólakennara, Félagi grunnskólakennara, Skólastjórafélagi Íslands og nýstofnuðu Félagi stjórnenda leikskóla. Við erum búin að funda einu sinni með viðsemjendum hjá sáttasemjara og þar fórum við yfir stöðuna, ég er bjartsýn á að við náum fram jafnstöðu hópa. Það er að segja, að við semjum líkt og kennarar og stjórnendur í framhaldsskólum.“ Eru sveitarfélögin erfiður viðsemjandi? „Það má segja að þau hafi ekki einbeitt sér að skóla- og menntamálum á sama hátt og ríkið en með tilkomu skólamálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir nokkrum árum fengu fagmál sinn vettvang hjá sambandinu. Fagleg mál og umsjá þeirra styrkja fagvitund. Djúp- stæð fagvitund er að mínu mati ein meginforsenda þess að menn geti axlað ábyrgð á málaflokknum þannig að menntunin sjálf sé í hásæti og þetta á jafnt við um alla hagsmunaðila. Þrátt fyrir að á móti blási, tímabundið, þá trúi ég því að þetta stefni allt í rétta átt. Tilkoma skóla- málanefndar sambandsins og aukið samstarf aðila er skref í þá átt.“ Þið voruð að halda uppskeruhátíð, hvernig tókst til? „Við erum um þessar mundir að ljúka úrvinnslu eftir uppskeruhátíð tónlistarskóla, Nótuna, sem var haldin í fyrsta sinn í marsmánuði á þessu ári og tókst gríðarlega vel. Nótan inniheldur reyndar margar svæðahátíðir og svo hátíð á landsvísu í lokin. Við erum strax byrjuð að undirbúa Nótuna 2011 og hún verður meðal annars til umfjöllunar á svæðisþingum tónlistarskóla í haust. Þessu verkefni er meðvitað hrint af stað nú þegar á móti blæs en þau jákvæðu áhrif sem uppskeruhátíðin getur haft eru margvísleg, til dæmis í þá veru að efla félags- og fag- vitund, skólar geta nýtt sér hátíðina sem nýjan hvetjandi vinkil í skóla- starfinu og hún vekur líka athygli á starfsemi tónlistarskóla út um allt land. Uppskeruhátíðin er unnin í samstarfi við Félag íslenskra hljóm- listarmanna og Samtök tónlistarskólastjóra.“ Tókuð þið ekki púlsinn á tónlistarskólum í einhverri könnun í fyrra? „Jú, og á svæðisþingum munum við einmitt halda áfram að fjalla um könnun Félags tónlistarskólakennara sem ber titilinn: „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi.“ Við Árni Sigurbjarnarson varaformaður FT höfum unnið að þessu verkefni og frumniðurstöður voru kynntar á síðustu svæðisþingum og á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum menntamála- ráðuneytis. Nú er hins vegar komið að lokum úrvinnslu og stutt í að lokaskýrsla rati á Netið og í almenna umræðu. Innihald skýrslunnar er gríðarlega umfangsmikið og á svæðisþingunum í haust munum við taka fyrir einn afmarkaðan þátt og fjalla um mismunandi skólalíkön út frá þjónustu-, kostnaðar- og virknistuðlum, skiptingu í námsáfanga, kennslugreinum, aldri nemenda og fleiri þáttum.“ – formenn spurðir tíðinda Saman hjá sátta spjörunum úr Texti: keg Myndir: js Formaður: Sigrún Grendal, Félagi tónlistarskólakennara

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.