Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 16
16 Skólavarðan 3.tbl. 2010erinDi „Erfi tt er að átta sig á því í umróti fjárhagslegra sviptinga og umræðu sem oft er misvísandi“ sagði Elna Katrín. „Mikilvæg forsenda KÍ fyrir þátttöku í stöðugleikasáttmála var vilji yfi rvalda til þess að hlífa fremur velferðarmálum og þar með töldum skólamálum en öðrum en mjög er óljóst um efndir. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Um grunnskóla og fram- haldsskóla í er skýr lagarammi sem tryggir upp að vissu marki rétt nemenda á meðan ekki er seilst inn í lögin eða reynt að fara í kringum efni þeirra. Þessu er ekki alveg eins farið um leikskóla og tónlistar- skóla og auk þess er umtalsverð gjaldtaka á báðum síðasttöldu skóla- stigunum sem gerir þau berskjaldaðri af þeirri ástæðu í efnahagslegum þrengingum. Það er engum vafa undirorpið þó tölfræði um málið sé lítt eða ekki handbær að verulegs niðurskurðar og samdráttar gætir í skólastarfi í landinu nú þegar og gildir það um allt sviðið þó í mismunandi mæli sé. Þannig má segja að kennarar, skólastjórnendur og fræðsluyfi rvöld séu að hrekjast til baka með margar umbætur sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Að þessu leyti er dökkt framundan.“ Elna Katrín fjallaði að þessu loknu um skólastigalögin, starfsum- hverfi í skólum, hlutverk kennara og stjórnenda, kennaramenntun og símenntun, erlent og innlent samstarf og um áherslur í skólamálastarfi KÍ næsta vetur. „Starfsumhverfi ð í skólum er að sumu leyti betra en að öðru leyti verra en fyrir kreppu en margt er það sem mölur og ryð fær ekki grandað,“ sagði Elna Katrín. „Hlutverk kennara er hið sama og ávallt. Að vera leiðtogar og fyrirmyndir, að fræða, kveikja og viðhalda áhuga, sinna nemendum sínum og sýna þeim umhyggju. Um leið er það að gæta að eigin líkama og sál, viðhalda menntun og varðveita neistann. Hér er meira lagt á kennarastéttina en marga aðra hópa þar sem kennarar eins og annað fólk í landinu hafa orðið fyrir margvíslegum búsifjum í kreppunni en þurfa þó dag hvern að mæta nemendum sínum eins og ekkert hafi í skorist og vera þeim uppörvun, skjól og vörn. Starf skólastjórnenda er erfi tt við þessi skilyrði og tölu- verð hætta á einangrun og sjálfsniðurrifi . Það er erfi tt að vera stöðugt boðberi slæmra tíðinda og mikilvægt fyrir stjórnendur að leita styrks í samstarfi og samstöðu með sínu starfsfólki og starfsfélögum sem gegna sambærilegum störfum í öðrum skólum og á öðrum skólastigum.“ Erindið er í heild á www.ki.is Það sem mölur og ryð fær ekki grandað Í inngangserindi sínu um skólamál á ársfundi KÍ þann 16. apríl sl. spurði Elna Katrín Jónsdóttir meðal annars þessarar spurningar: Er skólastarfi og menntun forgangsraðað miðað við önnur mál á vegum sveitarfélaga og ríkis? Elna og Haukur Már Haraldsson ræða málin á ársfundinum. Mynd: js M yn d: V ill i i ng i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.